Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

17. febrúar 2021 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 823

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2102012 – Skógarás 9, stoðveggur

      Jón Eyfjörð Friðriksson sækir 28.01.2021 um leyfi fyrir steyptum stoðvegg á lóð skv. teikningum Valþórs Brynjarssonar dags. 15.01.2021.
      Nýjar teikningar bárust 11.2.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Vakin er athygli á að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Verktrygging er ekki skráð á verkið né ábyrgðaraðilar.

    • 2101641 – Sævangur 8, reyndarteikningar

      Karl Ásgrímur Ágústsson og Kristín Lilja Sigurðardóttir leggja þann 26.01.2021 inn umsókn um þegar byggða framkvæmd. Teikningar bárust í tvíriti.
      Nýjar teikningar bárust 11.02.2021.
      Nýjar teikningar bárust 12.02.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Vakin er athygli á að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Verktrygging er ekki skráð á verkið né ábyrgðaraðilar.

    • 2102378 – Sólvangsvegur 2, breytingar á innra skipulagi og útliti að hluta

      Hafnarfjarðarbær sækir 11.02.2021 um heimild til breytinga á innra skipulagi og útliti að hluta skv. teikningum Jóns Þórs Þorvaldssonar dags. 29. 01.2021. Teikningar eru stimplaðar af Heilbrigðiseftirliti. Ein teikning í tvíriti ásamt skýrslu brunahönnuðar barst. 12.02.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2102015 – Tinnuskarð 5, byggingarleyfi

      Guðmundur Leifsson sækir 29.01.2021 um leyfi fyrir einbýlishúsi á tveimur hæðum, húsið mun vera staðsteypt einangrað að utan og klætt með álklæðingu ásamt því að vera byggt upp að hluta til með sjónsteypu veggjum skv. teikningum Róberts Svavarssonar dags. 29.11.2020. Nýjar teikningar bárust 12.02.2021 ásamt greinargerð hönnunarstjóra.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2101271 – Tinnuskarð 3, byggingarleyfi

      Þann 13.1 sækir Kristófer Sigurðsson um leyfi fyrir byggingu tveggja hæða 290,6 fm. einbýlishúsi.
      Nýjar teikningar bárust 9.2.2021.
      Nýjar teikningar bárust 12.2.2021
      Nýjar teikningar bárust 16.2.2021

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 2102185 – Svæði utan Suðurgarðs reitur 5.5 deiliskipulagsbreyting

      Hafnarfjarðarhöfn sækir um breytingu á deiliskipulagi Suðurhafnar, reitur 5.5, sem gerir ráð fyrir 2 byggingarlóðum á þegar gerðri fyllingu vestan Suðurgarðs.

      Erindinu er vísað til skipulags- og byggingarráðs.

    • 2102184 – Óseyrarbraut 40A, reitur 5,2 deiliskipulagsbreyting

      Hafnarfjarðarhöfn sækir um breytingu á deiliskipulagi Suðurhafnar, reitur 5.2, sem felst í stækkun lóðar Óseyrarbrautar 40A.

      Óveruleg deiliskipulagsbreyting verði grenndarkynnt í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010.

    C-hluti tilkynningarskyldar framkvæmdir

    • 2102357 – Móabarð 27, tilkynningarskyld framkvæmd

      Guðmundur Hermannsson óskar eftir að taka niður vegg sbr. teikningar unnar af Kristjáni Guðmundssyni dagsettar í desember 2020.

      Erindið er móttekið. Samræmist tilkynningarskyldum framkvæmdum sem tilgreindar eru í grein 2.3.5. byggingarreglugerðar 112/2012. Tilkynna skal til byggingarfulltrúa um lok framkvæmdar.

    D-hluti fyrirspurnir

    • 2102319 – Herjólfsgata 12, fyrirspurn

      Þann 9.02.2021 leggur Andri Ómarsson inn fyrirspurn um að stækka húsið með því að bæta við kvisti. Með erindinu fylgja skissur er gera grein fyrir erindinu.

      Tekið er neikvætt í erindið eins og það liggur fyrir. Höfundi bent á ákvæði gildandi deiliskipulags er snýr að heimildum til stækkunar og skoða útfærslu kvista út frá því.

    • 2102436 – Ölduslóð 41, fyrirspurn, fjölgun eigna

      Þann 15.2.sl. leggur Melkorka Guðmundsdóttir inn fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa þar sem óskað er eftir að fjölga eignum við Ölduslóð 41.

      Tekið er neikvætt í erindið þar sem það samræmist ekki gildandi deiliskipulagi.

    E-hluti frestað

    • 2102297 – Strandgata 25, byggingarleyfi

      Þann 9.2.2021 leggur Kári Eiríksson arkitekt inn byggingarleyfisumsókn vegna Strandgötu 25. Húsið er skráð sem skrifstofuhúsnæði en nú er óskað eftir að breyta því aftur í íbúðarhúsnæði líkt og það var upphaflega. Með erindinu eru aðaluppdrættir af húsinu, en engar slíkar hafa verið til, ásamt skráningartöflu.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2102389 – Búðahella 2, byggingarleyfi

      Jón Magnús Halldórsson fh. lóðarhafa sækir þann 11.2.2020 um byggingarleyfi fyrir byggingu lager húsnæðis með 16 einingum með burðarvirki úr limtré allir veggir úr yleiningum gólf og sökklar staðsteypt.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2102356 – Reykjavíkuregur 58, breyting

      Skeljungur hf. sækir 10.2.2021 um breytingu á skála við bensínstöð Orkunnar á Reykjavíkurvegi 58 samkvæmt teikningum Davíðs Pitt dagsettar 5.2.2021.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt