Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

10. febrúar 2021 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 823a

Mætt til fundar

 • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
 • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
 • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
 • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

 • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 2101612 – Borgahella 5, byggingarleyfi

   KB Verk ehf. óska 25.1.2021 eftir að byggja geymsluhúsnæði með 13 aðskildum einingum úr límtré samkvæmt teikningum Sigríðar Ólafsdóttur dagsettar 23.1.2021.
   Nýjar teikningar bárust 4.2.2021.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 2102052 – Dofrahella 5, byggingarleyfi

   Smári Björnsson sækir þann 28.1.2021 um byggingarleyfi fyrir geymsluhúsnæði fh. Undir Jökli ehf. Um er að ræða 1410m2 stálgrindarhús á einni hæð. Nýjar teikningar unnar af Smára Björnssyni dagsettar 17.01.2021 bárust 04.02.2021.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 2012143 – Vesturgata 8, breytingar

   Art Werk ehf. sækja 8.12.2020 um breytingar á innra skipulagi og viðhaldi samkvæmt teikningum Jóhanns Harðarsonar dagsettar 7.12.2020. Nýjar teikningar bárust þann 15.12.2020 í tvíriti. Nýjar teikningar bárust 02.02.2021 í tvíriti.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 2102157 – Völuskarð 15, byggingarleyfi

   Smári Björnsson og Rúnar Már Jóhannsson sækja þann 04.02.2021 um byggingarleyfi fyrir tveggja hæða tvíbýlishúsi samkvæmt teikningum Smára Björnssonar dags. 17.01.2021.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 2101209 – Miðhella 2, reyndarteikningar

   Þann 12.1.2021 leggur Veb inn reyndarteikningar fyrir hönd RA5 af Miðhellu 2.
   Nýjar teikningar bárust 18.1.2021.
   Nýjar teikningar bárust 04.02.2021.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 2009352 – Stuðlaskarð 1-7, breyting sorpgerði í stað djúpgáma

   Byggingarfélag Gylfa og Gunnars ehf. sækir þann 14.09.2020 um að sorpgerði úr forsteyptum einingum verði komið fyrir í stað djúpgáma. Reiðhjólastæðum breytt þannig að í stað eins stórs svæðið verða smærri stæði við hvert hús/bílaplan skv. teikningum Ragnars Magnússonar dags. 13.02.2017.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  B-hluti skipulagserindi

  • 2101231 – Völuskarð 4, deiliskipulags breyting

   Á afgreiðlsufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann þann 20. janúar 2021 var samþykkt að grenndarkynna tillögu að breyttu deiliskipulagi Skarðshlíðar 3. áfanga er nær til lóðarinnar við Völuskarð 4 og að málsmeðferð verði í samræmi við 43.gr. skipulagslaga.
   Í breytingunni felst að: byggingareit er breytt, bílskúr verður hluti af aðalhæð og bundin byggingarlína færist fjær götu og verði nú bundin að lágmarki 7m í stað 9m. Að öðru leyti gilda skilmálar deiliskipulagsins. Erindið var grenndarkynnt frá 25.01-01.03.2021 með heimild til styttingar grenndarkynningar berist skriflegt samþykki þeirra sem grenndarkynninguna fengu. Skriflegt samþykki barst embættinu þann 05.02.2021 og telst nú grenndarkynningu lokið.

   Skipulagsfulltrúi samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og að málsmeðferð skuli lokið í samræmi við skipulagslög.

  C-hluti tilkynningarskyldar framkvæmdir

  • 2102354 – Borgahella 19h, tilkynningarskyld framkvæmd

   Þann 10.02 leggja HS veitur inn tilkynningarskylda framkvæmd vegna dreifistöðvar.

   Erindið er samþykkt. Framkvæmdin fellur undir 3.málsl. 1.mgr. 9.gr. laga um mannvirki nr.160/2010.

  D-hluti fyrirspurnir

  • 2101523 – Drangsskarð 1, fyrirspurn

   Þann 20.01.2021 er lögð inn fyrirspurn um að breyta úr tvíbýli í parhús, einnig að breyta byggingarreit.

   Tekið er jákvætt í erindið.

  • 2101068 – Öldutún 20, viðbygging, fyrirspurn

   Þann 5.1.2021 leggur Bjarni M. Jónsson inn fyrirspurn varðandi byggingu bílskúrs á lóðinni. Erindið var tekið fyrir á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 6.1. sl. og var þá tekið neikvætt í erindið. Þann 2.2. bárust ný gögn.

   Tekið er jákvætt í erindið að uppfylltum skilyrðum sem fram koma í umsögn dags. 10.02.2021.

  • 2102218 – Glimmerskarð 2-6 og 8-12, fyrirspurn

   Þann 5.2.2021 sl. leggur Sjónver inn fyrirspurn um breytt deiliskipulag Skarðshlíðar 3. áfanga er nær til lóða við Glimmerskarð 2-6 og 8-12. Í stað stakstæðra húsa gerir breytingartillagan ráð fyrir raðhúsum á lóðunum.

   Skipulagsfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

  E-hluti frestað

  • 2101271 – Tinnuskarð 3, byggingarleyfi

   Þann 13.1 sækir Kristófer Sigurðsson um leyfi fyrir byggingu tveggja hæða 290,6 fm. einbýlishúsi.
   Nýjar teikningar bárust 9.2.2021.

   Frestað gögn ófullnægjandi.

  • 2102099 – Lækjargata 34D, breytingar innanhús

   H2 Invest ehf. sækir 01.02.2021 um heimild til að breyta innréttingum fyrir rekstur tannlæknastofu skv. teikningum Gísla G. Gunnars dags. 25.01.2021.

   Frestað gögn ófullnægjandi.

  • 2102015 – Tinnuskarð 5, byggingarleyfi

   Guðmundur Leifsson sækir 29.01.2021 um leyfi fyrir einbýlishúsi á tveimur hæðum, húsið mun vera staðsteypt einangrað að utan og klætt með álklæðingu ásamt því að vera byggt upp að hluta til með sjónsteypu veggjum skv. teikningum Róberts Svavarssonar dags. 29.11.2020.

   Frestað gögn ófullnægjandi.

  • 2102012 – Skógarás 9, stoðveggur

   Jón Eyfjörð Friðriksson sækir 28.01.2021 um leyfi fyrir steyptum stoðvegg á lóð skv. teikningum Valþórs Brynjarssonar dags. 15.01.2021.

   Frestað gögn ófullnægjandi.

  • 2102180 – Bæjarhraun 8, reyndarteikningar

   FM-hús ehf. leggur þann 05.02.2021 inn reyndar- og brunavarnarteikningar, grunn- og sniðteikningar uppfærðir ásamt uppfærð brunahönnun. Teikningar unnar af Erlend Birgissyni í janúar 2021.

   Frestað gögn ófullnægjandi.

  • 2102252 – Stuðlaskarð 2-4, byggingarleyfi

   Þroskahjálp sækir þann 8.2.2021 um byggingarleyfi fyrir einnar hæðar raðhúsi með 6 íbúðum og þjónusturými.

   Frestað gögn ófullnægjandi.

  • 2101713 – Hrauntunga 5, byggingarleyfi

   GS Hús ehf sækir 28.1.2021 um leyfi til að reisa tvö parhús og eitt einbýli samkvæmt teikningum Sveins Ívarssonar dagsettar 15.1.2021.

   Frestað gögn ófullnægjandi.

  • 2102251 – Breiðhella 2, breyting

   Bergplast ehf. sækir 04.02.2021 um stækkun millipalls, svalir, nýjan stiga og breytingar á innra fyrirkomulagi skv. teikningum Hildigunnar Haraldsdóttur dags. 02.02.2021.

   Frestað gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt