Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

24. febrúar 2021 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 825

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2102251 – Breiðhella 2, breyting

      Bergplast ehf. sækir 04.02.2021 um stækkum millipalls, svalir, nýjan stiga og breytingar á innra fyrirkomulagi skv. teikningum Hildigunnar Haraldsdóttur dags. 02.02.2021.
      Nýjar teikningar bárust 12.02.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2102433 – Dalshraun 24, breyting á innra skipulagi

      K20 ehf. sækir þann 15.02.2021 um breytingu á innra skipulagi og skráningu samkvæmt teikningum Jón Hrafns Hlöðverssonar dags. 15.01.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1602417 – Reykjanesbraut 201, breyting

      Ökuskóli 3 ehf. sækir 22.2.2016 um breytingu á áður samþykktum teikningum, gönguhurð færð á afstöðumynd tekin út. Veggur á milli stál súla mjókkaðar og kóti hækkaður samkvæmt teikningum Jóhanns Magnúsar Kristinssonar dagsettar 17.2.2016.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1901199 – Bæjarhraun 18, breyting

      RA5 ehf. leggur 4.1.2019 inn teikningar vegna breytinga samkvæmt teikningum Erlends Birgissonar dags. nóv 2018.
      Nýjar teikningar bárust 12.8.2020.
      Nýjar teikningar bárust 18.2.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2102252 – Stuðlaskarð 2, byggingarleyfi

      Þroskahjálp sækir þann 8.2.2021 um byggingarleyfi fyrir einnar hæðar raðhúsi með 6 íbúðum og þjónusturými.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2102658 – Vesturgata 6, reyndarteikning mhl 01

      þann 23.02.2021 sækir Hafnarfjarðarbær um að fá reyndarteikningar samþykktar af Pakkhúsinu mhl 01.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2102657 – Vesturgata 6, reyndarteikning mhl 02

      Þann 23.02.2021 sækir Hafnarfjarðarbær um að fá samþykkta reyndarteikningu af Sivertsen húsinu mhl 02.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2102661 – Strandgata 34, reyndarteikning, Hafnarborg

      Þann 23.02.2021 sækir Hafnarfjarðarbær um að fá samþykkta reyndarteikningu af Hafnarborg.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2102664 – Kirkjuvegur 10, reyndarteikning, Siggubær

      Þann 23.02.2021 sækir Hafnarfjarðarbær um að fá samþykkta reyndarteikningu af Siggubæ.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2102660 – Vesturgata 6, reyndarteikning, mhl 03

      Þann 23.02.2021 sækir Hafnarfjarðarbær um að fá reyndarteikningu af mhl 03, Beggubúð.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2101713 – Hrauntunga 5, byggingarleyfi

      GS Hús ehf sækir 28.1.2021 um leyfi til að reisa tvö parhús og eitt einbýli samkvæmt teikningum Sveins Ívarssonar dagsettar 15.1.2021.
      Nýjar teikningar bárust 12.2.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2102614 – Fjóluás 36, sólskáli

      Lilja Guðríður Karlsdóttir og Jónas Oddsson sækja 19.2.2021 um leyfi fyrir sólskálaviðbyggingu samkvæmt teikningum Sigríðar Sigþórsdóttur dagsettar 1.2.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1910129 – Fornubúðir 20, byggingarleyfi

      Hafnarfjarðarhöfn sækir þann 8.10.2019 um byggingarleyfi fyrir þjónustuhús við Háabakka skv. teikningum Sigurðar Einarssonar dags. 30.09.2019.
      Nýjar teikningar bárust 23.10.2019.
      Nýjar teikningar bárust 19.02.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2102612 – Dofrahella 9 b byggingarleyfi

      ER hús ehf. sækir 19.2.2021 að reisa hús, mhl. 02 fyrir léttan iðnað, samkvæmt teikningum Eyjólfs Valgarðssonar dagsettar 18.2.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2102683 – Dofrahella 9c, byggingarleyfi

      ER hús ehf. sækir 24.2.2021 að reisa hús, mhl. 03 fyrir léttan iðnað, samkvæmt teikningum Eyjólfs Valgarðssonar dagsettar 18.2.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 2011604 – Glimmerskarð 14-16, umsókn deiliskipulagsbreyting

      Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum þann 15.12.2020 að grenndarkynna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Skarðshlíðar 2. áfanga er nær til lóðarinnar við Glimmerskarð 14-16. Erindið var grenndarkynnt frá 18.01.-18.02.2021. Engar athugasemdir bárust.

      Skipulagsfulltrúi samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og að málinu skuli lokið í samræmi við skipulagslög.

    C-hluti tilkynningarskyldar framkvæmdir

    • 2102666 – Mjósund 10, tilkynningarskyld framkvæmd, bílskúr

      Mjósund 10 ehf. tilkynnir 23.2.2021 um framkvæmd, nýbyggingu bílskúrs, innan byggingarreitar.

      Erindið er móttekið. Samræmist tilkynningarskyldum framkvæmdum sem tilgreindar eru í grein 2.3.5. byggingarreglugerðar 112/2012. Tilkynna skal til byggingarfulltrúa um lok framkvæmdar.

    D-hluti fyrirspurnir

    • 2102536 – Lækjarhvammur 1, fyrirspurn, geymsluskúr á lóð

      Svandís Edda Gunnarsdóttir leggur 16.2.2021 inn fyrirspurn vegna geymsluskúrs á lóð.

      Tekið er jákvætt í erindið með vísan til gr. 2.3.5 í byggingarreglugerð, lið g.

    • 2102557 – Miðvangur 29, fyrirspurn, viðbygging

      Björn Már Sveinbjörnsson sendi 17.2.2021 inn fyrirspurn vegna fyrirhugaðrar stækkunar íbúðarhúss um 49 fm frá bílskúr.

      Tekið er neikvætt í erindið eins og það liggur fyrir þar sem það samræmist ekki gildandi deiliskipulagi.

    • 2102556 – Hádegisskarð 3-5, 7-9, 13-15, fyrirspurn

      Þann 12. febrúar sl. leggur Kristinn Ragnarsson ásamt RK bygg ehf. inn fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi Skarðshlíðar 2. áfanga er nær til lóða við Hádegisskarð 3-5, 7-9, 13-1. Í breytingunni felst að komið er fyrir einlyftum parhúsum og byggingarreitir lóða stækkar úr 12x12m í 13,5x15m.

      Skipulagsfulltrúi tekur neikvætt í erindið eins og það liggur fyrir.

    E-hluti frestað

    • 2102518 – Brúsastaðir 2, viðbygging

      María Krista Hreiðarsdóttir og Börkur Jónsson sækja 16.2.2021 um að byggja við húsið samkvæmt teikningum Jóhanns Sigurðssonar dagsettar 8.12.2021.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt