Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

3. mars 2021 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 826

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2102099 – Lækjargata 34D, breytingar innanhús

      H2 invest ehf sækir 01.02.2021 um heimild til að breyta innréttingum fyrir rekstur tannlæknastofu skv. teikningum Gísla G. Gunnars dags. 25.01.2021.
      Nýjar teikningar bárust 11.2.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 2006272 – Hamranes I, framkvæmdaleyfi

      Hafnarfjarðarkaupstaður óskar þann 26.2.2021 eftir uppfærðu framkvæmdaleyfi vegna framkvæmda við gatnagerð og lagnavinnu í Hamranesi I.

      Skipulagsfulltrúi samþykkir að gefa út framkvæmdaleyfi vegna gatnagerðar í Hamranesi.

    D-hluti fyrirspurnir

    • 2102662 – Smyrlahraun 1, sólskáli, fyrirspurn

      Kári Eiríksson fh. Hólmfríðar Helgu Jósefsdóttur sendir þann 22.2.2021 inn fyrirspurn vegna sólskála á þakplötu bílskýlis.

      Tekið er neikvætt í erindið, sjá umsögn.

    • 2103033 – Kelduhvammur 24, fyrirspurn

      Hjalti Brynjarsson fh. Heiðars Ólafssonar sendir 1.3.2021 inn fyrirspurn vegna breytinga á fjölbýlishúsi, nýr kvistur, svalir og þakgluggar ásamt innanhúsbreytingum.

      Tekið er neikvætt í erindið, sjá umsögn.

    • 2102600 – Álfhella 6, fyrirspurn

      Þórarinn Kristján Ólafsson fh. RST Net leggur þann 18.2.2021 inn fyrirspurn vegna viðbyggingar, einnar hæðar, stálgrindarbyggingu á steyptri gólfplötu yfir uppsteyptum rýmum í kjallara við vesturenda verkstæðisbyggingarinnar.

      Tekið er neikvætt í erindið, sjá umsögn.

    E-hluti frestað

    • 2102726 – Glimmerskarð 16, byggingarleyfi

      Baldur Örn Eiríksson sækir 25.2.2021 um að byggja staðsteypt parhús á einni hæð samkvæmt teikningum Sigurðar Hafsteinssonar dagsettar 24.2.2021.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2102724 – Glimmerskarð 14, byggingarleyfi

      Haukur Geir Valsson sækir 25.2.2021 um að byggja staðsteypt parhús á einni hæð samkvæmt teikningum Sigurðar Hafsteinssonar dagsettar 24.2.2021.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2102698 – Hádegisskarð 11, byggingarleyfi

      Aran Nganpanya sækir 24.2.2021 um að byggja staðsteypt hús á tveim hæðum á staðsteyptum undirstöðum samkvæmt teikningum Þorleifs Björnssonar dagsettar 22.2.2021.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    F-hluti önnur mál

    • 2102723 – Lindarberg 54-58A, breyting á staðföngum

      Sótt er um að breyta staðfangi eigna í samræmi við ný lög. Lindarberg 58 verði nr. 58 og 58A. Lindarberg 58A verði Lindarberg 58B og C.

      Byggingarfulltrúi samþykkir breytingu staðfanga í samræmi við reglugerð um skráningu staðfanga nr. 577/2017.

Ábendingagátt