Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

10. mars 2021 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 827

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2005286 – Suðurgata 35b, viðbygging, stækkun

      Davíð Snær Sveinsson og Ásbjörg Jónsdóttir sækja þann 13.05.2020 um viðbyggingu og stækkun á íbúð. Viðbyggingin tengist núverandi húsi með tengibyggingu á jarðhæð samkvæmt teikningum Hjördísar Sóleyar Sigurðardóttur dags. 17.04.2020.
      Nýjar teikningar bárust 16.6.2020.
      Nýjar teikningar bárust 01.03.2021.
      Nýjar teikningar bárust 04.03.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2102375 – Völuskarð 18, byggingarleyfi

      Eiríkur Ólafur Stefánsson og Ingunn Stefánsdóttir sækja 11.2.2021 um að byggja parhús á einni hæð með bílskúr samkvæmt teikningum Andra Andréssonar dagsettar 10.2.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2102376 – Völuskarð 18a, byggingarleyfi

      Jóhann Elvarsson og Rut Helgadóttir sækja 11.2.2021 um að byggja parhús á einni hæð með bílskúr samkvæmt teikningum Andra Andréssonar dagsettar 10.2.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2103053 – Miðvangur 41, breyting á rými 01-15

      Apartments and rooms ehf. sækir 26.02.2021 um heimild til að færa hjólageymslu út úr rými 01-15 og breyta úr vinnustofu í íbúð, færa sorpgeymslu á lóð og bæta við hjólageymslu skv. teikningum Jóns Guðmundssonar dags. 23.02.2021.

      Umsókn synjað. Uppfyllir ekki skilyrði 1. mgr., 6.7.2 greinar byggingarreglugerðar.

    D-hluti fyrirspurnir

    • 2103178 – Brekkuhlíð 22, fyrirspurn

      Kristján B. Blöndal leggur inn fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa þann 8.3. sl. þar sem óskað er eftir að reisa skjólgirðingu á lóðarmörkum við bæjarland.

      Tekið er jákvætt í erindið að uppfylltum skilyrðum sem sett eru fram í umsögn arkitekts dags. 10.3.2021.

    • 2103030 – Móabarð 37, fyrirspurn, gróðurhús

      Lárus Rúnar Ástvaldsson sendir þann 1.3.2021 inn fyrirspurn Óskað er vegna gróðurhúss við lóðarmörk aftan við hús, gróðurhúsið er 3 x 4,5 m að stærð.

      Tekið er jákvætt í erindið.

    • 2102645 – Vitastígur 2, fyrirspurn

      Kári Eiríksson fh. Himneskt ehf. sendir þann 22.2.2021 inn fyrirspurn vegna fyrirhugaðra breytinga. Breytingarnar fela í sér að þaki er lyft til að hægt sé að nýta rými í risi, gluggum á jarðhæð (garðmegin) breytt í svaladyr og rúmgóðar svalir settar á þá hlið.

      Tekið er neikvætt í fyrirspurnina eins og hún liggur fyrir, sjá umsögn arkitekts.

    E-hluti frestað

    • 2101573 – Flatahraun 1, svalalokun íbúðir 505. og 506.

      Björg Skúladóttir sendi 22.1.2021 umsókn um byggingarleyfi. Um er að ræða létta gler yfirbyggingu á efstu hæð.
      Teikningar í pappírsformi bárust 4.3.2021.

      Frestað. Umsókn þarf að berast frá húsfélagi varðandi lokun á svalgöngum.

    • 2102537 – Hringhamar 7, byggingarleyfi

      Draumar hús ehf. sækir 16.2.2021 um byggingu fjölbýlishúss á 4 hæðum. Íbúðir á hverri hæð verða 7, alls 28 íbúðir. Byggingin verður staðsteypt að mestu leyti, einangruð og klædd að utan með málmklæðningu. Eitt miðlægt upphitað stiga og lyftuhús verður í byggingunni sem svalagangar tengjast sem aðkomur fyrir íbúðir á 2 til 4 hæð. Svalagangar verða lokaðir að mestu leyti fyrir veðri og vindum en óupphitaðir.
      Teikningar í pappírformi ásamt gögnum barst 8.3.2021.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt