Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

14. apríl 2021 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 831

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2104179 – Hrauntunga 5, breyting

      GS Hús ehf sækir þann 09.04.2021 um breytingu á áður samþykktum teikningum. Breytingin felst í færslu húsa innan lóðar.

      Byggingarfullrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2011203 – Völuskarð 4, byggingarleyfi

      Teitur Frímann Jónsson sækir 13.11.2020 um að byggja forsteypt einingarhús samkvæmt teikningum Friðriks Friðrikssonar dagsettar 11.11.2020.
      Nýjar teikningar bárust 25.2.2021.
      Nýjar teikningar bárust 19.3.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2103690 – Völuskarð 19, byggingarleyfi

      Þórey Edda Elísdóttir og Guðmundur Hólmar Jónsson sækja 29.3.2021 um leyfi fyrir byggingu, tveggja hæða 251,5 m2, húsi sem er byggt úr krosslímdum timbureiningum. Sökkull, botnplata og stoðvegggur eru steinsteypt.
      Teikningar bárust 30.3.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2103629 – Völuskarð 30, byggingarleyfi

      Andri Þór Sigurjónsson og Anna Ragnarsdóttir sækja 23.3.2021 að byggja einbýli úr forsteyptum einingum á 2.hæðum samkvæmt teikningum Stefaníu Pálmarsdóttur dagsettar 17.3.2021.
      Nýjar teikningar bárust 09.04.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2102518 – Brúsastaðir 2, viðbygging

      María Krista Hreiðarsdóttir og Börkur Jónsson sækja 16.2.2021 um að byggja við húsið samkvæmt teikningum Jóhanns Sigurðssonar dagsettar 8.12.2020.
      Nýjar teikningar bárust 07.04.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2103365 – Mávahraun 1, gróðurhús

      Þórir Jónsson og Friðbjört Gunnarsdóttir sækja um leyfi fyrir gróðurhúsi úr áli og gleri 366 cm x 549 cm. Hæð útveggja 163 cm og hæð í mæni 297 cm. Gróðurhúsið verður staðsett við suðurhlíð hússins 630 cm frá lóðarmörkum að húsinu á Álfaskeiði 123 og 980 cm frá lóðamörkunum í austur. Nýjar teikningar bárust þann 31.03.2021.

      Gróðurhúsið fer út fyrir byggingarreit, en stendur stakstætt, og hefur ekki áhrif á aðliggjandi lóðir og núverandi hús. Skipulagsfulltrúi metur að erindið falli undir 3. mgr a-liðar í 2. gr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa.
      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2103665 – Lónsbraut 62, breyting

      Smári Björnsson fh. Gísla Steins Arnarssonar sækir 26.3.2021 um að byggja 78 m2 bátaskýli í samræmi við innsendar teikningar.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2102297 – Strandgata 25, byggingarleyfi

      Kári Eiríksson fh. Kristjáns Hafsteinssonar sækir þann 8.2.2021 um breytta nýtingu fasteignar, úr skrifstofu í íbúðarhúsnæði. Húsið var upphaflega byggt sem íbúðarhús, en hefur verið nýtt sem skrifstofuhúsnæði undanfarna áratugi. Nýjar teikningar bárust 30.3.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2102698 – Hádegisskarð 11, byggingarleyfi

      Aran Nganpanya sækir 24.2.2021 um að byggja staðsteypt hús á tveimur hæðum á staðsteyptum undirstöðum samkvæmt teikningum Þorleifs Björnssonar dagsettar 22.2.2021.
      Nýjar teikningar bárust 12.03.2021.
      Nýjar teikningar bárust 07.04.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2010624 – Hádegisskarð 27a, byggingarleyfi

      Nýsmíði ehf. sækir þann 21.10.2020 um leyfi til að byggja parhús á tveimur hæðum samkvæmt teikningum Friðriks Ólafssonar dags. 20.10.2020.
      Nýjar teikningar bárust 23.11.2020.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2010477 – Hádegisskarð 27, byggingarleyfi

      Nýsmíði ehf. sækir þann 21.10.2020 um leyfi til að byggja parhús á tveimur hæðum samkvæmt teikningum Friðriks Ólafssonar dags. 20.10.2020.
      Nýjar teikningar bárust 23.11.2020.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2103697 – Hádegisskarð 1, breyting í tónlistarskóla, snyrting

      Hafnarfjarðarkaupstaður sækir um að bæta við nýrri snyrtingu í tónlistarskóla í námunda við núverandi snyrtingakjarna við bakinngang. Ný snyrting verður loftræst með útsogi á sama hátt og aðrar snyrtingar skólans. Frágangur snyrtingar verður sambærilegur því sem þegar er til staðar.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2103507 – Álhella 1, innkeyrsluhurðar á MHL.01

      HP Gámar sækja þann 17.3.2021 um leyfi fyrir innkeyrsluhurðum á norður og suður hlið.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2104331 – Fornubúðir 3, niðurrif

      Haraldur Jónsson ehf. sækir um niðurrif á fornubúðum 3, vegna bruna í júlí 2019.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 2103510 – Ljósaklif við Garðaveg, breyting lóðar

      Gunnlaugur Björn Jónsson sækir fh. lóðarhafa um skiptingu á lóð í tvær, annarsvegar 698,8 m2 og hinsvegar 526.2 m2. Í dag er íbúðarhús og verkstæðisbygging á lóðinni sem er 1224,9 m2 að stærð. Verkstæðisbyggingunni verður breytt í íbúðarhús og og er byggingarreitur fyrir allt að 20 m2 viðbyggingu sunnan hússins. Að teknu tilliti til horfinnar 6,5 m2 skúrbyggingar norðan hússins verður stækkunin 13, 5 m2. Kvöð er um aðkomu gegnum lóð núverandi íbúðarhúss.

      Erindið sem lagt er fram er deiliskipulagsbreyting. Því er vísað til skipulags- og byggingarráðs.

    • 2103671 – Völuskarð 34, deiliskipulag

      Þann 29.03 leggur Jóhann Örn Elvarsson inn tillögu að breytingu á deiliskipulagi Skarðshlíðar 3. áfanga. Í breytingunni felst að byggingarreit er breytt og að húsið verði parhús á einni hæð í stað þriggja íbúða húss.

      Skipulagsfulltrúi samþykkir að grenndarkynna erindið í samræmi við 2.mgr. 43. gr. skipulagslaga. Aðliggjandi lóðarhafar og aðrir þeir sem taldir eru kunna að eiga hagsmuna að gæta fá kynninguna.

    • 2104180 – Malarskarð 12-14, breyting á deiliskipulagi

      HOS bygg ehf. sækir þann 09.04.2021 um breytingu á Skarðshlíð 3. áfanga er nær til lóðarinnar við Malarskarð 12-14. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit.

      Skipulagsfulltrúi samþykkir að grenndarkynna erindið i samræmi við skipulagslög.

    • 2104181 – Malarskarð 18-20, breyting á deiliskipulagi

      HOS bygg ehf. sækir þann 09.04.2021 um breytingu á deiliskipulagi Skarðshlíðar 3. áfanga er nær til lóðarinnar við Malarskarð 18-20. Í breytingunni felst að byggingareitur er stækkaður.

      Skipulagsfulltrúi samþykkir að grenndarkynna erindið í samræmi við skipulagslög.

    • 2103530 – Tinnuskarð 32, breyting á byggingareit

      Þann 18.3.2021 leggur Kristinn Ragnarsson inn umsókn um breytingu á byggingarreit á lóðinni við Tinnuskarð 32.

      Erindinu er vísað til skipulags- og byggingarráðs.

    • 2010372 – Furuás 23-27, frágangur á lóðarmörkum

      Lilja Margrét Olsen hdl. sendir bréf dags. 9.10.2020 fh. lóðarhafa þar sem krafist er að bærinn gangi frá bæjarlandi að lóðarmörkum húsanna.

      Komið hefur í ljós við hæðarmælingu á lóðarmörkum nr. 23-27 við Furuás að hæðir eru ekki í samræmi við útgefið hæðablað. Óskað er eftir að eigendur gangi frá lóð sinni í viðeigandi hæð þannig að hægt sé að ganga frá bæjarlandinu í samræmi við gildandi deiliskipulag svæðisins.

    • 2102555 – Drangsskarð 15, breyting á deiliskipulagi

      Tillaga að breyttu deiliskipulagi gerir ráð fyrir tilfærslu á byggingarreitum sem taka mið að því að minnka innskot milli eignarhluta. Tillagan gerir ráð fyrir að allir eignarhlutar verði 2 hæðir með tilheyrandi hækkun á hæðarskilum og breikkun á byggingarreitum um 1m. Íbúðafjöldi eru 6 íbúðir þar sem tvö hús eru með 2 íbúðum og tvö hús með einni íbúð. Flöt þök verða heimiluð án þakgarða. Byggingarmagn helst óbreytt. Húshæðir Fjögur tveggja hæða hús. Hæð húsa hækkar sem nemur á bilinu 0,8-1,0m. Að öðru leyti gilda skilmálar gildandi deiliskipulags. Bæjarstjórn samþykkti að málsmeðferð deiliskipulagsbreytingarinnar væri í samræmi við 43. gr. skipulagslaga. Erindið var grenndarkynnt frá 11.03.-14.04.2021. Engar athugasemdir bárust.

      Skipulagsfulltrúi samþykkir deiliskipulagsbreytingarnar og að málinu skuli lokið í samræmi við skipulagslög.

    • 2102611 – Hverfisgata 49, breyting á deiliskipulagi

      Á fundi bæjarstjórnar þann 3. mars s.l. var staðfest samþykkt skipulags- og byggingarráðs að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Hverfisgötu 49 með vísan til 1. mgr. 43. gr. Skipulagsfulltrúi leggur jafnframt til að umrædd tillaga verði grenndarkynnt með vísan til 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga.

      Samþykkt er að auk auglýsingar skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga verði tillaga að breyttu deiliskipulagi grenndarkynnt með vísan til 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga.

    D-hluti fyrirspurnir

    • 2103707 – Austurgata 16, fyrirspurn til skipulags- eða byggingarfulltrúa

      Ingibjörg Þóra Gestsdóttir leggur 30.03.2021 inn fyrirspurn vegna bílastæðis innan lóðar.

      Tekið er jákvætt í erindið.

    • 2103699 – Holtsgata 13, fyrirspurn

      Hildur Kristinsdóttir leggur inn fyrirspurn þann 29.03.2021 um að breyta gluggum, setja svalarhurð og breyta þakhalla á bílskúr við Holtsgötu 13.

      Tekið er jákvætt í erindið.

    • 2103606 – Drangsskarð 8, fyrirspurn

      Þann 20.3. sl. leggur Krstinn Ragnarsson inn fyrirspurn til skipulagsfulltrúa þar sem óskað er eftir að fara í deiliskipulagsbreytingu á Skarðshlíð 2. áfanga við lóðina að Drangsskarði 8. Í breytingunni felst að: byggingarreit er breytt og hann stækkaður. Í stað parhúsa verði komið fyrir tvíbýli á lóðinni með einhalla eða flötu þaki. Byggingarmagn helst óbreytt.

      Skipulagsfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 2103555 – Spóaás 15, fyrirspurn, lóðarbreytingar

      Þann 20.3.sl. leggur Ingibjörg J. Þorbergsdóttir inn fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa.
      Óskað er eftir að fara í framkvæmdir á lóðinni er snúa að gerð auka bílastæðis og skjólgirðingar á lóðamörkum út mót bæjarlandi ásamt tilfærslu á sorpskýli.

      Sjá umsögn arkitekts dags. 25.3.2021.

    • 2104254 – Hraunbrún 27, fyrirspurn

      Þann 12.04. sl. leggur Bjartmar S. Guðjónsson inn fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa þar sem óskað er eftir að útbúa bílastæði innan lóðar við Hraunbrún 27 ásamt gerð svalahurðar.

      Tekið er neikvætt í erindið vegna umferðartæknilegra sjónarmiða, að auki skerðast almenn bílastæði í götu samkvæmt fyrirliggjandi tillögu.

    • 2104167 – Grandatröð 4, fyrirspurn

      Óskað er eftir að byggja viðbyggingu við norð-austur hlið byggingarinnar. Grunnstærð viðbyggingar verður um 216 m4 á tveimur hæðum.

      Tekið er jákvætt í erindið að uppfylltum kröfum gildandi deiliskipulags.

    • 2104222 – Reykjavíkurvegur 64, fyrirspurn

      Þórður B Benediktsson leggur þann 12.04.21 inn fyrirspurn vegna byggingar ofan á húsið við Reykjavíkurveg 64.

      Tekið er jákvætt í erindið.
      Fyrirspyrjanda er bent á fyrirhugaða uppbyggingu á reit sem afmarkast af Reykjavíkurvegi, Flatahrauni og Fjarðarhrauni, sem ber að taka mið af. Fyrir liggur samþykkt rammaskipulag reitsins: https://www.hafnarfjordur.is/stjornsysla/frettir/rammaskipulag-hrauns-vesturs-samthykkt-i-skipulags-og-byggingaradi

    E-hluti frestað

    • 2103401 – Glimmerskarð 1, umsókn um byggingarleyfi

      MA verktakar ehf. sækir 15.03.2021 um byggingarleyfi fyrir tvíbýlishúsi á einni hæð að hluta og á tveimur hæðum að hluta. Burðarvirki húss er staðsteypt, einangrað að innan og múrað. Húsið er sléttpússað og málað að utan. Þak er viðsnúið. Samkvæmt teikningum Jóhanns Einars Jónssonar dags. 15.03.2021.
      Nýjar teikningar bárust 30.3.2021.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2104100 – Grandatröð 12, breyting

      H-Berg ehf. sækir þann 08.04.2021 um að breyta lítillega áður samþykktum aðaluppdráttum: staðsetningu á sorpi, litavali, gólfniðurföllum, brunavörnum á burði, lyftarahleðslu og stjórnstöð brunavarna samkvæmt teikningum Þorleifs Eggertssonar dags. 26.04.2018. Teikningar yfirfarnar af brunarhönnuði.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2103667 – Mjósund 8, breyting

      Þann 26.03.2021 leggur Einar Þór Harðarson inn breyttar teikningar frá þegar samþykktum teikningum, vegna nýbyggingar.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2103698 – Nónhamar 1-3, byggingarleyfi (mhl. 02, 03, 04)

      Bjarg fasteignafélag hf. sækir þann 29.03.2021 um leyfi til að byggja fjölbýlishús með 32 íbúðum ásamt því að staðsetja djúpgáma á lóð (mhl. 03 og 04) samkvæmt teikningum Ásgeirs Ásgeirssonar dags. 25.03.2021. Brunavarnir yfirfarnar.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2104134 – Nónhamar 2, byggingarleyfi

      Byggingarfélag Gylf/Gunnar hf sækja um 07.04.2021 leyfi fyrir 4.hæða fjölbýlishúsi með 24 íbúðum, hannað af Gunnari Páli Kristinssyni dags. 31.03.2021.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2101116 – Álhella 14, byggingarleyfi

      Litaland ehf. sækir þann 6.1.2021 um byggingarleyfi fyrir 5 hús á lóð – hvert hús er einn matshluti. Húsin eru á einni hæð og er reist ofan á steypta sökkla. Aðal byggingaefni eru steinullareiningar í veggjum og þaki. Teikningar bárust í tvíriti þann 29.03.2021.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2104131 – Völuskarð 26, byggingarleyfi

      Jón Valberg Sigurjónsson og Gundega Jaunlinina sækja þann 09.04.2021 um leyfi til að byggja einbýlishús samkvæmt teikningum Sæmundar Eiríkssonar dags. í apríl 2021.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2103607 – Hringbraut 9, byggingarleyfi, kvistur

      Óskað er eftir leyfi til að lyfta þaki í hámarks leyfilega hæð samkvæmt deiliskipulagi ásamt því að bæta við kvistum á suðvestur og norðaustur hliðum hússins og stækka núverandi kvisti á norðvestur og suðaustur hliðum hússin. Baðherbergi bætt við í risi ásamt því að herbergi verða þrjú í stað tveggja í dag. Nýjar teikningar bárust þann 29.03.2021.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2104149 – Gjáhella 9, byggingarleyfi

      Járn og Blikk ehf. sækja 06.04.2021 um leyfi til að byggja stálgrindarhús skv. teikningum Vigfúsar Halldórssonar dags. 11.02.2019. Einnig er sótt um breytingu á lóðarhæð milli lóða að Gjáhellu 9 og 11 samþykki eigenda lóða nr. 9 og 11 fylgja með.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    F-hluti önnur mál

    • 2104315 – Hvaleyrarvatn, kvikmyndataka

      María de Araceli Quintana nemandi í Kvikmyndaskóla Íslands óskar eftir leyfi til kvikmyndatöku við Hvaleyrarvatn á bilinu 22 – 27. apríl. Takan tekur einn eða tvo daga og er hluti af útskriftarverkefni. Jákvæð umsögn skógræktarfélags Íslands liggur fyrir.

      Skipulags- og byggingarfulltrúar gefa leyfi sitt fyrir þessari kvikmyndatöku og skal skilja svæðið eftir í viðunandi ástandi eftir að tökum líkur. Fara skal mjög varlega með eld og leita umsagnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðis.

    • 2104224 – Sléttuhlíð E3, flutningur

      Jakob S. Þorsteinsson sækir þann 9.4.2021 um flutning á sumarhúsi Fnr. 2081007 úr Sléttuhlíð. Ráðgert er að flutningur fari fram þann 15. maí 2021. Húsið verður flutt á geymslusvæðið í Hafnarfirði,

      Byggingarfulltrúi samþykkir að veita flutningsleyfi.

Ábendingagátt