Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

28. apríl 2021 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 834

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2104342 – Móbergsskarð 14, byggingarleyfi, tvíbýlishús

      Óskahús ehf. sækir 15.4.2021 um að byggja tveggja hæða parhús samkvæmt teikningum Hauks Ásgeirssonar dagsettar 8.3.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2104343 – Móbergsskarð 14b, byggingarleyfi, tvíbýlishús

      Óskahús ehf. sækir um að byggja tveggja hæða parhús samkvæmt teikningum Hauks Ásgerissonar dagsettar 8.3.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2101624 – Kjóahraun 16, viðbygging

      Sigrún Mjöll Halldórsdóttir sækir 26.1.2021 um viðbyggingu út í leyfðan byggingarreit skv. mæliblaði samkvæmt teikningum Gunnars Loga dagsettar 25.1.2021.
      Nýjar teikningar bárust 23.3.2021.
      Nýjar teikningar bárust 21.4.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2103698 – Nónhamar 1-3, byggingarleyfi (mhl. 02, 03, 04)

      Bjarg fasteignafélag hf. sækir þann 29.03.2021 um leyfi til að byggja fjölbýlishús með 32 íbúðum ásamt því að staðsetja djúpgáma á lóð (mhl. 03 og 04) samkvæmt teikningum Ásgeirs Ásgeirssonar dags. 25.03.2021. Brunavarnir yfirfarnar.
      Nýjar teikningar bárust 20.4.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2102435 – Unnarstígur 3, breyting

      Á fundi bæjarstjórnar þann 3. marsl sl. var samþykkt að grenndarkynna byggingaráform við Unnarstíg 3. Erindið var kynnt nágrönnum frá 13.4 til og með 17.5.2021 með heimild til styttingar fáist skriflegt samþykki þeirra sem kynninguna fengu. Undirskriftir báurst þann 20.4. sl. Byggðasafn Hafnarfjarðar lagði fram umsögn sína dags. 23.4.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samærmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Athygli er vakin á umsögn Minjastofnunar er kveður á um ytri frágang klæðninga og glugga.

    B-hluti skipulagserindi

    • 2104369 – Hádegisskarð 31, deiliskipulag

      Lögð er fram tillaga að deiliskipulagsbreytingu er nær til lóðarinnar við Hádegisskarð 31. Í breytingunni felst að lóð sem skilgreind er sem R2, par- og raðhús með tveimur íbúðum, verður einbýlishúsalóð. Byggingareitur breytist til samræmis við aðrar einbýlishúsalóðir við götuna. Almenn stæði við götu hliðrast til.

      Skipulagsfulltrúi samþykkir að grenndarkynna aðliggjandi lóðarhöfum, og öðrum þeim sem hagsmuna kunna að gæta, tillögu að deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 2.mgr. 43. gr. skipulagslaga.

    • 2104438 – Brekkuás 17, fyrirspurn

      Valur Bergmundsson leggur inn fyrirspurn þann 21.04.2021 þar sem óskað er eftir leyfi fyrir einu auka bílastæði sunnan megin við hin 2 bílastæðin sem eru fyrir við bílageymslu. Fordæmi komið við Brekkuás 14.

      Tekið er jákvætt í erindið með fyrirvara um samþykki aðliggjandi lóðarhafa.

    D-hluti fyrirspurnir

    • 2104133 – Arnarhraun 2, fyrirspurn

      Tekin fyrir að nýju fyrirspurn Ernu Þráinsdóttur þar sem óskað er eftir að byggja verönd fyrir íbúð 201 ofan á núverandi bílskúrsþaki og að byggja gegnsætt skýli/pergóla á áður samþykktum skjólvegg við sérafnotareit íbúðar 101.

      Tekið er jákvætt í erindið.

    E-hluti frestað

    • 2104504 – Lækjargata 2, byggingarleyfi, fjölbýli

      Klappholt ehf. leggur 26.04.2021 inn umsókn um byggingarleyfi fyrir Lækjargötu 2. Um er að ræða fjölbýlishúsaklasa sem er ein til tvær
      hæðir auk nýtilegrar rishæðar og kjallara samkvæmt teikningum Guðna Björns Valbergssonar dag. 22.04.2021. Byggingin er
      samtals 23 íbúðir ásamt einu atvinnurými. Í kjallara
      eru geymslur og sameiginleg rými auk tæknirýma og
      bílgeymslu.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2104439 – Steinhella 3, breyting

      G. Leifsson ehf. sækir þann 21.04.2021 um breytingu á innra skipulagi fyrir lokaúttekt samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dags. 21.04.2006.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2104432 – Hverfisgata 22, endurbygging á núverandi húsum

      Borghildur Þórisdóttir sækir þann 20.04.2021 um endurbyggingu á núverandi húsum samkvæmt teikningum Gunnlaugs Ó Johnssonar dags. 19.04.2021. Teikningar bárust í tvíriti.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2104117 – Einhella 3, breyting

      Björg Real Estate ehf. sækir þann 08.04.2021 um breytingu. Stærðum bila 0001-0005 er breytt, sem og innra skipulagi og milliloft felld út í þeim, breytingar á útihurðum.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    F-hluti önnur mál

    • 2104563 – Stöðuleyfi við fjárréttina í Krýsuvík

      Þórunn Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Heli Austria á Íslandi óskar eftir í tölvupósti dags. 20. apríl 2021 að setja upp þurrsalerni á vagni við réttina í Krýsuvík, keilur til að stýra umferð og flagg til að átta sig á vindátt í tengslum við þyrluflug að gosstöðvunum við Geldingadali.

      Leyfið er veitt með skilyrðum um góða umgengni, eins litla röskun og unnt er og að allt verði lagað sem raskað verður. Þar sem Krýsuvíkursvæðið er innan Reykjanesfólkvangs sem er friðlýstur skv. lögum um náttúruvernd verður sérstaklega að gæta þess að valda ekki mengun, spjöllum eða neikvæðum umhverfisáhrifum. Hafnarfjarðarbær ber ekki ábyrgð á neinu tjóni sem kann að hljótast vegna þessa og skal ekki skilja eftir neitt dót eða hluti á svæðinu. Vakin er athygli á að umrætt svæði er innan fjárgirðingar og eru þarna ær með lömb á beit.

Ábendingagátt