Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

19. maí 2021 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 837

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2105060 – Dofrahella 3, byggingarleyfi

      1540 ehf. sækja 4.5.2021 um að reisa stálgrindarhús samkvæmt teikningum Eyjólfs Valgarðssonar dagsettar 1.5.2021.
      Nýjar teikningar bárust 12.05.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2103696 – Sléttuhlíð G3, nýtt hús

      Davíð Heimir Hjaltalín og Haukur Ingi Hjaltalín sækja 29.3.2021 um að byggja nýtt hús í stað eldra húss sem eyðilagðist í eldi. Húsið er timburhús á steyptum sökkulveggjum samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dagsettar 5.3.2021.
      Nýjar teikningar bárust 10.5.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2104131 – Völuskarð 26, byggingarleyfi

      Jón Valberg Sigurjónsson og Gundega Jaunlinina sækja þann 09.04.2021 um leyfi til að byggja einbýlishús samkvæmt teikningum Sæmundar Eiríkssonar unnar í apríl 2021.
      Nýjar teikningar bárust 07.05.2021.
      Nýjar teikningar bárust 11.05.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2105184 – Skógarás 6, gataplata í hurð

      Eðvarð Björgvinsson sækir þann 11.05.2021 um leyfi til að setja gataplötu í hurð samkvæmt teikningum Stefáns Þ Ingólfssonar dags. 18.02.2021.

      Erindinu synjað, uppfyllir ekki kröfur um skilgreiningu á B lokun.

    • 2101623 – Kirkjuvegur 9, viðbygging

      Brynjar Ingólfsson sækir 26.1.2021 um leyfi að fjarlægja geymslu við Kirkjuveg og byggja í stað þess viðbyggingu við húsið samkvæmt teikningum Gunnars Loga dagsettar 25.1.2021. Erindið var lagt fram á afgreiðslufundi skipulags og byggingaráðs þann 23.3.2021. Afgreiðsla þess var: Skipulags- og byggingarráð samþykkir að grenndarkynna byggingaráform aðliggjandi lóðarhöfum sbr. 43. grein skipulagslaga.
      Erindið var kynnt aðliggjandi lóðarhöfum frá 13.4.-17.5.2021. Engar athugasemdir bárust.

      Skipulagsfulltúi samþykkir fyrirhuguð byggingaráform við Kirkjuveg 9 enda hafa þeim sem hagsmuna kunna að gæta verið kynntar fyrirhugaðar framkvæmdir. Leggja skal inn fullnægjandi aðaluppdrætti til samþykktar hjá byggingarfulltrúa.

    B-hluti skipulagserindi

    • 2103527 – Völuskarð 21, deiliskipulag breyting

      Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 26.4.sl. samþykkti skipulagsfulltrúi að grenndarkynna deiliskipulagsbreytingu er nær til lóðarinnar við Völuskarð 21. Í breytingunni felst að: í stað fjölskylduhúss (F) verði byggt parhús á lóðinni, tvær íbúðir. Byggingareitur stækar og húsið verður á einni hæð í stað eins til tveggja. Byggingarmagn minnkar. Að öðru leyti gilda skilmálar deiliskipulagsins.
      Erindið var grenndarkynnt frá 26.4.-31.5. 2021 með heimild til styttingar berist undirritað samþykki þeirra sem grenndarkynninguna fengu. Embættinu bárust undirskriftir þann 13.5. sl. Grenndarkynningu telst því lokið.

      Skipulagsfulltrúi samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og að málsmeðferð skuli lokið í samræmi við skipulagslög.

    • 2103671 – Völuskarð 34, deiliskipulag

      Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 26.4.sl. samþykkti skipulagsfulltrúi að grenndarkynna deiliskipulagsbreytingu er nær til lóðarinnar við Völuskarð 34. Í breytingunni felst að: í stað fjölskylduhúss (F) verði byggt parhús á lóðinni, tvær íbúðir. Byggingareitur stækar og húsið verður á einni hæð í stað eins til tveggja. Byggingarmagn minnkar. Að öðru leyti gilda skilmálar deiliskipulagsins.
      Erindið var grenndarkynnt frá 26.4.-31.5. 2021 með heimild til styttingar berist undirritað samþykki þeirra sem grenndarkynninguna fengu. Embættinu bárust undirskriftir þann 13.5. sl. Grenndarkynningu telst því lokið.

      Skipulagsfulltrúi samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og að málsmeðferð skuli lokið í samræmi við skipulagslög.

    • 2105187 – Dofrahella 7, deiliskipulag

      Stjörnustál ehf sækir um deiliskipulagsbreytingu lóðarinnar Dofrahellu 7, sem felst í að innkeyrsla á lóð er færð til.

      Erindið hljóti málsmeðferð skv. 3.mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 2105241 – Þúfubarð 3 og 5, breyting á deiliskipulagi

      Alma Pálsdóttir, Þúfubarði 3, óskar eftir deiliskipulagsbreytingu vegna lóðanna Þúfubarðs 3 og Þúfubarðs 5.

      Erindið hljóti málsmeðferð skv. 2.mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010.

    C-hluti tilkynningarskyldar framkvæmdir

    • 2105294 – Leiðarendi, leyfi til kvikmyndatöku

      Sólmundur Ari Björnsson óskar eftir í tölvupósti dags. 18. maí sl.f.h kvikmyndafyrirtækisins Rán á Ránargötu ehf. að taka upp atriði fyrir bíómynd við hellinn Leiðarenda við Bláfjallaveg. Takan tekur 2 klst og verður ein myndavél með þrífót notuð við verkið.

      Leyfið er veitt með skilyrðum um góða umgengni, eins litla röskun og unnt er og að allt verði lagað sem raskað verður. Þar sem Leiðarendi er innan Reykjanesfólkvangs sem er friðlýstur skv. lögum um náttúruvernd verður sérstaklega að gæta þess að valda ekki mengun, spjöllum eða neikvæðum umhverfisáhrifum. Hafnarfjarðarbær ber ekki ábyrgð á neinu tjóni sem kann að hljótast vegna þessara kvikmyndagerðar.
      Allt rusl og drasl skal fjarlægt að kvikmyndatöku lokinni og svæðið skilið eftir í sama ástandi og fyrir tökur.

    • 2105126 – Brekkuás 17, tilkynningarskyld framkvæmd

      Valur Bergmundsson og Sylvía Pétursdóttir sækja 7.5.2021 um að setja auka bílastæði á lóð samkvæt teikningum Sigurðar Hallgrímssonar dagsettar 5.5.2021 undirskriftir nágranna á Brekkuási 19 barst einning.
      Nýjar teikningar bárust 10.5.2021.
      Nýjar teikningar bárust 18.5.2021.

      Erindið er móttekið. Samræmist tilkynningarskyldum framkvæmdum sem tilgreindar eru í grein 2.3.5. byggingarreglugerðar 112/2012. Tilkynna skal til byggingarfulltrúa um lok framkvæmdar.

    D-hluti fyrirspurnir

    • 2103033 – Kelduhvammur 24, fyrirspurn

      Tekin fyrir að nýju fyrirspurn Hjalta Brynjarssonar fh. Heiðars Ólafssonar vegna breytinga á fjölbýlishúsi, nýr kvistur, svalir og þakgluggar ásamt innanhúsbreytingum. Samþykki nágranna barst 13.04.2021.

      Tekið er jákvætt í erindið með fyrirvara, sjá umsögn.

    • 2105197 – Fálkahraun 16, fyrirspurn

      Heiðar Þór Karlsson og Elísa Björk Þorsteinsdóttir senda þann 11.5.2021 inn fyrirspurn er varðar lóðarstækkun og viðbyggingu.

      Tekið er jákvætt í erindið, sjá umsögn.

    • 2105188 – Erluhraun 1, fyrirspurn

      Andri Rafn Helgason sendi 11.5.2021 inn fyrirspurn er varðar gerð bílastæðis á lóð.

      Tekið er neikvætt í erindið eins og það liggur fyrir, sjá umsögn.

    • 2105209 – Kaldakinn 23, fyrirspurn

      Þann 12.5.2021 leggur Ágústa Sigurðardóttir inn fyrirspurn varðandi breytt útlit, setja svalahurð í stað glugga.

      Tekið er jákvætt í erindið, sjá umsögn.

    E-hluti frestað

    • 2104098 – Búðahella 4b, byggingarleyfi

      Pétur Ólafsson byggverktak ehf. sækir 7.4.2021 um byggingarleyfi fyrir geymsluhúsnæði á einni hæð skv. teikningum Arnars Inga Ingólfssonar. Teikningar bárust 14.05.2021.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2105041 – Tinnuskarð 10, byggingarleyfi

      Börk eignir sækir 4.5.2021 um leyfi fyrir byggingu tveggja hæða staðsteyptu parhúsi skv. teikningu Jóns Magnúsar Halldórssonar dags. 22.4.2021.
      Nýjar teikningar bárust þann 14.05.2021.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt