Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

26. maí 2021 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 838

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Berglind Björg Sigvaldadóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2008115 – Hverfisgata 32, stækkun

      Þann 10.8.2021 leggur Ingibjörg Sigurðardóttir inn byggingarleyfi til að byggja við húsið, þak hækkað og andyrisbyggingu bætt á húsið.
      Nýjar teikingar bárust 14.5.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010 og með vísan til 3. mgr 43.gr. skipulagslaga.

    • 2105466 – Vesturgata 12a, byggingarleyfi

      Þann 25.05 leggur Michael Blikdal inn umsókn um að bæta við skrifstofurými á efstu hæð hússins.

      Gunnþóra Guðmundsdóttir vék af fundi við afgreiðslu 2. dagskrárliðar.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2011057 – Grandatröð 10, viðbygging

      Grotti ehf. sækja þann 04.11.2020 um viðbyggingu samkvæmt teikningum Emils Þórs Guðmundsonnar dags. 29.09.2020. Breytingin felst í viðbyggingu við bakhlið hússins að Grandatröð 10, um 36 m² að stærð. Viðbyggingin snýr að lóðarmörkum Eyrartraðar 10 og er gert ráð fyrir að ný viðbygging verði í 1 m fjarlægð frá lóðarmörkunum. Erindið var grenndarkynnt 7.1-4.2.2021.

      Grenndarkynningu er lokið. Engin athugasemd barst. Endanleg umfjöllun umsókninnar bíður þar til endanlegir aðaluppdrættir berast.

    • 2104593 – Furuvellir 17, breytingar

      Þann 26.04.2021 leggur Þórður Kristjánsson fh. lóðarhafa inn teikningar vegna þegar gerðrar beytinga á húsinu við Furuvelli 17.
      Nýjar teikningar bárust 20.05.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2104267 – Kvistavellir 44, svalalokanir

      Kvistavellir 44, húsfélag sækir 13.4.2021 um svalalokun á húsið samkvæmt teikningum Jóns Guðmundssonar dagsettar 25.3.2021.
      Samþykki eigenda barst með umsókninni.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2104268 – Kvistavellir 44, svalalokun á íbúð 401

      Skúli Ásgeirsson sækir 13.4.2021 um svalalokun á íbúð 401.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2105394 – Hádegisskarð 10,byggingarleyfi

      MA Verktakar ehf. sækja 21.5.2021 að byggja parhús á einni hæð samkvæmt teikningum Jóhanns E. Jónssonar dagsettar 20.5.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    E-hluti frestað

    • 2105258 – Glimmerskarð 7, byggingarleyfi

      Pétur Þórarinsson og Íris Björk Gylfadóttir sækja 17.5.2021 um leyfi fyrir byggingu staðsteypts einbýlishúss á einni hæð skv. teikningu Davíðs Kristjárns Pitt. Teikningar bárust 18.5.2021.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2105301 – Sléttuhlíð E3, byggingarleyfi

      Jakob Schweitz Þorsteinsson sækir þann 19.05.2021 um heimild til að byggja frístundahús úr timbri á steinsteyptum undirstöðum í stað eldra húss samkvæmt teikningum Gísla G. Gunnarssonar dags. 10. maí 2021.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2105290 – Stuðlaskarð 1-7, breyting

      Þann 18.05.2021 leggur Byggingarfélag Gylfa og Gunnars inn teikningar vegna breytinga.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2105397 – Nónhamar 8, byggingarleyfi

      Valhús ehf. sækir þann 21.05.2021 um leyfi til að byggja 4 hæða fjölbýlishús byggt úr steinsteypu samkvæmt teikningum Kristins Ragnarssonar dags. 10.05.2021. Mæliblað, hæðablað, greinargerð aðalhönnuðar og greinagerð um hljóðvist fylgja.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2105402 – Fjarðargata 13-15, breyting, rými 02-01

      220 Fjörður ehf. sækir þann 21.05.2021 um leyfi til að stækka leigurými 02-01, einnig um breytingu á innra skipulagi veitingarstaðarins samkvæmt teikningum Guðrúnar Rögnu Yngvadóttur dags. 17.05.2021.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2105039 – Tinnuskarð 8, byggingarleyfi

      Börk eignir sækir 4.5.2021 um leyfi fyrir byggingu tveggja hæða staðsteyptu parhúsi skv. teikningu Jóns Magnúsar Halldórssonar dags. 22.4.2021.
      Nýjar teikningar unnar af Jóni Magnúsi Halldórssyni bárust þann 14.05.2021 (í einu eintaki samkvæmt óskum byggingarfulltrúa).Nýjar teikningar bárust þann 25.05.2021.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    F-hluti önnur mál

    • 2105442 – Lónsbraut 1, flutningsleyfi á húsi

      Þann 25 maí sækir Smári Björnsson um að flytja skúr frá Lindarhvammi 9 að Lónsbraut 1 í Hafnarfirði. Skúrinn verður fluttur þann 25 maí.

      Byggingarfulltrúi samþykkir að veita leyfi til flutnings á húsi.

    • 2105451 – Strandgata 53, stöðuleyfi gáma

      Vinnuskólinn sækir um stöðuleyfi fyrir tvo gáma á bílaplaninu fyrir aftan íþróttarhúsið á Strandgötu. Annar er fyrir verkfæri en hinn er hugsaður sem skipti svæði fyrir starfsmenn. Sá fyrri á að fara beint fyrir aftan íþróttahúsið þar sem geymsla íþróttahúsins er og hinn á bílastæðinu sem snýr að Suðurgötu 14 og tónlistarskólanum. Leyfið þarf að gilda til 14. ágúst.

      Byggingarfulltrúi samþykkir umbeðið stöðuleyfi fyrir 2 gáma.

    • 2105093 – Víðistaðatún, stöðuleyfi víkingahátíð

      Jökull Tandri Ámundason fh. Rimmugýgur áhugamannafélag sækir 5.5.2021 um stöðuleyfi á Víðistaðatúni vegna Víkingahátíðar í Hafnarfirði 12-15 ágúst. Uppsetning fyrir hátíðina færi fram dagana 9-11 ágúst.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa heimilar afnot af Víðistaðatúni 9-15 ágúst en benda á að vegna afnota af salerni og tjaldstæði þarf að hafa samráð við Hraunbúa þar sem þeir eru umsjónaraðilar þess. Það má búast við að það séu tjaldgestir á tjaldstæðinu og verður að taka tillit til þeirra og viðburða er kunna að vera í kirkjunni á sama tíma. Heilbrigðiseftirlit er leyfishafi hvað varðar drykkjar- og matarsölu. Allt rusl skal fjarlægt og skal skila svæðinu í viðunandi ástandi.

Ábendingagátt