Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

23. júní 2021 kl. 09:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 842a

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Berglind Björg Sigvaldadóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2103646 – Móhella 2, breyting á rýmum 0101-0107

      Benedikt Rúnar Steingrímsson og Klakkur fasteignir leggja inn leiðréttar teikningar á rýmum 0101-0107, vegna athugasemda við lokaúttekt, unnar af Sigurði Þorvarðasyni dagsettar 24.3.2021. Nýjar teikningar bárust 29.04.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Vakin er athygli á að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Verktrygging er ekki skráð á verkið né ábyrgðaraðilar. Gera þarf nýja eignaskiptayfirlýsingu.

    • 2105259 – Stuðlaskarð 8, byggingarleyfi

      SSG verktakar ehf sækir 17.05.2021 um leyfi til að byggja 4 íbúða fjölbýlishús við Stuðlaskarð 8 skv. teikningum Smára Björnssonar dags. 11.04.2021. Teikningar bárust 31.05.2021.
      Nýjar teikningar bárust 21.06.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1803119 – Eyrartröð 2, byggingarleyfi

      Hvaleyri ehf. sækir um leyfi til að innrétta skrifstofu og geymsluhúsnæði samkvæmt teikningu Sigurðar Þorvarðarsonar dags. 20.02.2012. Nýjar teikningar bárust 15.06.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2005532 – Dalshraun 12, fjölgun eignarhluta

      Dalshraun 12 ehf. sækir þann 27.05.2020 um fjölgun eignarhluta samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarssonar dags. 22.05.2020.
      Nýjar teikningar bárust 23.03.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Gera þarf nýja eignaskiptayfirlýsingu.

    • 2104100 – Grandatröð 12, breyting

      H-Berg ehf. sækir 08.04.2021 um að breytingu á áður samþykktum aðaluppdráttum: staðsetningu á sorpi, litavali, gólfniðurföllum, brunavörnum á burði, lyftarahleðslu og stjórnstöð brunavarna samkvæmt teikningum Þorleifs Eggertssonar dags. 26.04.2018.
      Nýjar teikningar bárust 27.05.2021.
      Nýjar teikningar bárust 15.06.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 2105069 – Móbergsskarð 11, deiliskipulagsbreyting

      Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 12.05.2021 var samþykkt að grenndarkynna frávik frá deiliskipulagi Skarðshlíðar 2. áfanga er nær til lóðanna við Móbergsskarð 2 og 11 í samræmi við skipulagslög. Í breytingunni felst að: Móbergsskarð 11, í stað þriggja íbúða húss verði komið fyrir einnar hæðar parhúsi á lóðinni. Byggingareitur breytist og gert er ráð fyrir fjórum stæðum í stað sex innan lóðar. Þakkótar breytast og fara umfram sem nemur 20cm á fyrirhugaðri bílskúrsbyggingu.
      Erindið var grenndarkynnt frá 17.5.-21.6.2021. Engar athugasemdir bárust.

      Skipulagsfulltrúi samþykkir deiliskipulagsbreytingarnar og að málsmeðferð skuli lokið í samræmi við skipulagslög.

    • 2105068 – Móbergsskarð 2, deiliskipulagsbreyting

      Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 12.05.2021 var
      samþykkt að grenndarkynna frávik frá deili-skipulagi Skarðshlíðar 2. áfanga er nær til lóðanna við Móbergsskarð 2 og 11 í samræmi við skipulagslög.
      Í breytingunni felst að: Móbergsskarð 2, í stað þriggja íbúða húss verði komið fyrir parhúsi á lóðinni. Byggingareitur færist til og fjölgar um eitt stæði innan lóðar. Almenn stæði við götu hliðrast til.
      Erindið var grenndarkynnt frá 17.5.-21.6.2021. Engar athugasemdir bárust.

      Skipulagsfulltrúi samþykkir deiliskipulagsbreytingarnar og að málsmeðferð skuli lokið í samræmi við skipulagslög.

    • 2105009 – Völuskarð 1, deiliskipulags breyting

      Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 12.5.2021 var samþykkt að grenndarkynna frávik frá deiliskipulagi Skarðshlíðar 3. áfanga er nær til lóðarinnar við Völuskarð 1 í samræmi við skipulagslög. Erindið var grenndarkynnt frá 31.5.-2.7.2021 með heimild til styttingar. Í breytingunum felst að: byggt verði einnar hæðar hús í stað eins til þriggja hæða. Bundin byggingarlína fellur út. Gert verður ráð fyrir fjórum bílastæðum í stað tveggja innan lóðarinnar. Hæðarkóti aðalhæðar húss verður 42.40 í stað 42.90 (lækkun um 50cm). Að öðru leyti gilda skilmálar deiliskipulagsins.

      Undirritað samþykki þeirra sem fengu grenndarkynninguna liggur nú fyrir. Grenndarkynningu telst því lokið.

      Skipulagsfulltrúi samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og að málsmeðferð skuli lokið í samræmi við skipulagslög.

    • 2103328 – Öldutún, deiliskipulagsbreyting

      Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarráðs þann 23.3.2021 var samþykkt að auglýsa breytingu á deiliskipulagi lóðar Öldutúnssskóla í samræmi við 1.mgr. 43. gr. skipulagslaga. Í breytingunni felst að stofnuð er ný lóð undir dælustöð. Lóðarheitið verður Öldutún 9d. Tillagan var auglýst frá 4.5.-15.6.2021 í samræmi við skipulagslög. Engar athugasemdir bárust.

      Skipulagsfulltrúi samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og að málsmeðferð skuli lokið í samræmi við skipulagslög.

    • 2106548 – Óseyrarbraut 25, breyting á deiliskipulagi

      Álsey ehf sækir um breytingu á nýtingarhlutfalli úr 0,4 í 0,45 og að bundin byggingarlína falli niður og að hámarksvegghæð hækki um 1 meter.

      Skipulagsfulltrúi samþykkir að grenndarkynna erindið skv. 2. mgr. 43.gr. skipulagslaga.

    C-hluti tilkynningarskyldar framkvæmdir

    • 2106520 – Suðurvangur 17, tilkynningarskyld framkvæmd

      Sigríður Kristjánsdóttir og Guðmundur Hilmarsson leggja 22.6.2021 inn tilkynningu vegna framkvæmda. Niðurrif á burðarvegg milli stofu og eldhúss. Samþykki meðeigenda er fyrirliggjandi.

      Erindið er móttekið. Samræmist tilkynningarskyldum framkvæmdum sem tilgreindar eru í grein 2.3.5. byggingarreglugerðar 112/2012. Tilkynna skal til byggingarfulltrúa um lok framkvæmdar.

    D-hluti fyrirspurnir

    • 2106180 – Hraunkambur 10, fyrirspurn

      Ólöf Flygenring fh. lóðarhafa sendir fyrirspurn þann 8.6.2021 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að hækka þak og stækka kvisti. Eigandi óskar eftir að færa þakrennu út fyrir þakkant og hækka efsta punkt þaks úr ca 265 cm í 350 cm. Þakhalli er nú ca 31° en verður rúmar 37°. Einnig er spurt hvort stækka megi núverandi anddyri með því að reisa litla viðbyggingu við vesturhlið, 5-6 fm. Núverandi útitröppur þarf þá að færa til suðurs sem nemur um 140 cm og gera þær um leið betri að ganga um.

      Erindinu er frestað. Verið er að vinna deiliskipulag fyrir svæðið sem tekur á stækkunum og hæðum húsa.

    • 2106253 – Reykjavíkurvegur 39a, fyrirspurn

      Pálmar Kristmundsson sendir fyrirspurn dags. 11.6.2021 þar sem óskað er eftir að fá að breyta byggingarreit. Breytingin felur í sér að hluti byggingareits neðri hæðar er færður til vesturs um 1,6 metra í átt að Norðurbraut og hluti byggingareits 1. hæðar er færður til austurs um 9 metra í átt að Reykjavíkurvegi. Einnig að kóti 1. hæðar hækki og hámarks hæð hússins mælt frá gólfkóta 1. hæðar lækkar á móti. Byggingarmagn og nýtingarhlutfall er óbreytt. Að öðru leyti gilda samþykktir skilmálar óbreyttir.

      Tekið er jákvætt í erindið.

    • 2104254 – Hraunbrún 27, fyrirspurn

      Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 16. apríl 2021 var fyrirspurnarerindi vegna Hraunbrúnar 27 lagt fram. Óskað var eftir að útbúa bílastæði innan lóðar ásamt gerð svalahurðar. Afgreiðsla erindisins var: Tekið er neikvætt í erindið vegna umferðartæknilegra sjónarmiða, að auki skerðast almenn bílastæði í götu samkvæmt fyrirliggjandi tillögu.
      Þann 21. apríl s.á. óska eigendur eftir frekari rökstuðningi vegna afgreiðslunnar ásamt endurupptöku erindisins jafnframt þar sem óskað er eftir niðurstöðu vegna óska um svalahurð.

      Tekið er jákvætt í erindið að uppfylltum skilyrðum sem sett eru fram í umsögn arkitekts dags. 21.6.2021.

    • 2106446 – Lækjargata 16, fyrirspurn

      Fyrirspurn tii skipulagsfulltrúa um leyfi til að byggja nýja bílgeymslu/vinnustofu og stækka á íbúðarhús.

      Lækjargata 16 fellur undir lög um menningarminjar. Með erindinu þarf að fylgja umsögn Minjastofnunar Íslands vegna þeirra breytinga sem óskað er eftir. Jafnframt skal leggja erindið fyrir skipulags- og byggingarráð í samræmi við greinagerð deiliskipulagsins Lækjargata – Hamar. Erindið verður lagt fyrir ráðið þegar umsögn Minjastofnunar Íslands hefur borist embættinu.

    • 2106304 – Strandgata 9, fyrirspurn svalir

      Þann 8.6 leggur Kári Eiríksson inn fyrirspurn vegna flóttasvala á lóðarmörkum á Strandgötu 9-11.

      Tekið er jákvætt í erindið að uppfylltum skilyrðum.

Ábendingagátt