Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

7. júlí 2021 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 843

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Berglind Björg Sigvaldadóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2101623 – Kirkjuvegur 9, viðbygging

      Brynjar Ingólfsson sækir 26.1.2021 um leyfi að fjarlægja geymslu við Kirkjuveg og byggja í stað þess viðbyggingu við húsið samkvæmt teikningum Gunnars Loga dagsettar 25.1.2021.
      Nýjar teikningar bárust 16.06.2021.
      Nýjar teikningar bárust 06.07.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2106496 – Borgahella 3, byggingarleyfi

      KB verk ehf. sækir þann 21.06.2021 um leyfi til að byggja geymslu-/atvinnuhúsnæði með samtals 14 aðskildum einingum samkvæmt teikningum Sigríðar Ólafsdóttur dags. 03.06.2021. Byggingin er úr límtrés burðavirki, veggir og þak eru úr PIR einingum.
      Nýjar teikningar bárust 30.6.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2107077 – Reykjavíkurvegur 39a, byggingarleyfi

      Ívar Árnason sækir 2.7.2021 um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á 2 hæðum með flötu þaki að Reykjavíkurvegi 39A með aðkomu frá Norðurbraut skv. teikningum Pálmars Kristmundssonar dags. 2.7.2021. Teikningar bárust 6.7.2021

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2107042 – Völuskarð 21a, breyting

      Jóhann Elvarsson og Rut Helgadóttir sækja 2.7.2021 um breytingu að útliti að framanverðu og hækka hús um 20cm samkvæmmt teikningum Andra Andréssonar dagsettar 2.7.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2107041 – Völuskarð 21, breyting

      Birgir Kristjánsson og Kristín Þórisdóttir sækja 2.7.2021 um breytingu að útliti að framanverðu og hækka hús um 20cm samkvæmmt teikningum Andra Andréssonar dagsettar 2.7.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2106579 – Brattakinn 25, bílskúr

      Daníel Hjaltason sækir 25.6.2021 um að byggja steinsteyptan og hlaðinn bílskúr sem klæddur er með timbri og múrhúðaður með bárujárn á þaki. Teikningar unnar af Sigurði Einarssyni bárust 29.06.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2107050 – Völuskarð 34, byggingarleyfi

      Jóhann Ögri Elvarsson og Rut Helgadóttir sækja 2.7.2021 um að byggja staðsteypt parhús á einni hæð með bílskýli samkvæmt teikningum Andra Andréssonar dagsettar 2.7.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2107051 – Völuskarð 34a, byggingarleyfi

      Jóhann Ögri Elvarsson og Rut Helgadóttir sækja 2.7.2021 um að byggja staðsteypt parhús á einni hæð með bílskýli samkvæmt teikningum Andra Andréssonar dagsettar 2.7.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 2104473 – Tinnuskarð 32, breyting á deilskipulagi

      Þann 8. apríl 2021 leggur Kristinn Ragnarsson inn umsókn til skipulagsfulltrúa f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breytingu á byggingarreit við Tinnuskarð 32.
      Skipulagsfulltrúi samþykkti að tillaga að deiliskipulagsbreytingu yrði grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43.gr. skipulagslaga. Tillagan var grenndarkynnt 7.6-5.7.2021. Engar athugasemdir bárust

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir breytt deiliskipulag Tinnuskarðs 32. Málsmeðferð skuli lokið í samræmi við skipulagslög.

    • 2105241 – Þúfubarð 3 og 5, breyting á deiliskipulagi

      Alma Pálsdóttir, Þúfubarði 3, óskaði eftir deiliskipulagsbreytingu vegna lóðanna Þúfubarðs 3 og Þúfubarðs 5.
      Samþykkt var að grenndarkynna tillögu að breytingu á deiliskipulagi á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 19.5.2021 sbr. ákvæði 2. mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010. Erindið var grenndarkynnt 7.6.-5.7.2021. Athugasemdir bárust.

      Skipulagsfulltrúa falið að svara innkomnum athugasemdum og erindinu er vísað til afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    E-hluti frestað

    • 2107078 – Hafnargata 1, byggingarleyfi

      Þann 5.05.2021 sækir Hafnarfjarðarhöfn um að byggja stálgrindarhús samkvæmt teikningum gerðar af Guðmundi Hjaltasyni.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    F-hluti önnur mál

    • 2107096 – Umsókn um afnot af Thorsplani

      Sigríður Margrét Jónsdóttir óskar eftir að setja upp útimarkað á Thorsplani helgarnar 23 – 25. júli og 13 – 15. ágúst 2021.

      Skipulags- og byggingarfulltrúar heimila uppsetningu útimarkaðar á þessum 2 helgum.

Ábendingagátt