Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

14. júlí 2021 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 844

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2107277 – Geislaskarð 2, reyndarteikningar

      Páll Gauti Pálsson fh. VHE sendi 13.7.2021 inn reyndarteikningar vegna breytinga á aðaluppdráttum.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 2104127 – Völuskarð 8, breyting á deiliskipulagi

      Þann 8.4.2021 leggur Guðmundur Gunnlaugsson arkitekt inn umsókn um breytingu á deiliskipulagi Skarðshlíðar 3. áfanga er nær til lóðarinnar við Völuskarð 3. Í breytingunni felst að byggingareit er breytt og færist nær götu. Húsið verði tveggja í stað þriggja hæða. Samþykkt var 21.4.2021 að genndarkynna erindið.
      Samþykki þeirra sem grenndarkynninguna fengu hefur borist. Grenndarkynningu telst því lokið.

      Skipulagsfulltrúi samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og að málsmeðferð skuli lokið í samræmi við skipulagslög.

    C-hluti tilkynningarskyldar framkvæmdir

    • 2107208 – Hringhamar 5h, tilkynningarskyld framkvæmd, dreifistöð

      Þann 9.07. leggur HS veitur inn tilkynningarskylda framkvæmd vegna dreifistöðvar 9.3m2 að stærð.

      Erindið er samþykkt. Framkvæmdin fellur undir 3. málsl. 1. mgr. 9.gr. laga um mannvirki nr.160/2010. Tilkynna skal til byggingarfulltrúa um lok framkvæmdar.

    D-hluti fyrirspurnir

    • 2107044 – Smyrlahraun 7, fyrirspurn

      Þann 2.07.2021 leggur Teresa Sofia Giesta Da Silva inn fyrirspurn vegna viðbyggingar við húsið.

      Tekið er jákvætt í erindið, sjá umsögn.

    E-hluti frestað

    • 2107263 – Bjargsskarð 3, byggingarleyfi, fjölbýlishús

      Almannakór ehf sækir um leyfi til að byggja 4 íbúðir við Bjargskarð 3.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2106016 – Drangsskarð 11, byggingarleyfi

      Þann 1.6. sl. leggja Rentur starfsemi ehf. inn byggingarleyfi fyrir tvílyftu fjölbýlishúsi. Óskað er eftir að fjölga íbúðum um eina íbúð og verði þá sjö í stað sex.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    F-hluti önnur mál

    • 2106198 – Ásvellir, stöðuleyfi matarvagn

      Hlöllabátar ehf. sækja um stöðuleyfi fyrir matarvagn við Ásvallalaug.

      Byggingarfulltrúi samþykkir stöðuleyfi til 12 mánaða fyrir matarvagn við Ásvallalaug.
      Leyfishafa er bent á að kynna sér þær reglur sem um götusölu og útimarkaði í landi Hafnarfjarðar gilda https://www.hafnarfjordur.is/media/stefnur-og-reglur/ReglurUMgotusoluUtimarkadir.pdf

Ábendingagátt