Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

28. júlí 2021 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 846

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2107416 – Malarskarð 8, breyting

      Dona ehf. sækir 21.7.2021 um að lækka salarhæð efri hæðar samkvæmt teikningum Sigurðar Hafsteinssonar dags. 17.05.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 2107417 – Malarskarð 10, breyting

      Sótt um leyfi til þess að lækka salarhæð efri hæðar. Allt annað óbreytt. Samkvæmt teikningum Sigurðar Hafsteinssonar dags. 17.05.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 2107412 – Malarskarð 2, breyting

      Sótt um leyfi til þess að lækka þakplötu um 15 cm. Allt annað óbreytt samkvæmt teikningum Sigurðar Hafsteinssonar dags. 17.05.2021

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 2107413 – Malarskarð 4, breyting

      Sótt um leyfi til þess að lækka þakplötu um 15 cm. Allt annað óbreytt samkvæmt teikningum Sigurðar Hafsteinssonar dags. 17.05.2021

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 2107390 – Borgahella 17, byggingarleyfi

      Selið Fasteignafélag ehf sækir þann 19.7.2021 um leyfi til að byggja geymsluhúsnæði skv. teikningum Lárusar Ragnarssonar dags. 12.7.2021. Teikningar með stimpli Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 2104435 – Hverfisgata 12, skipulagsfulltrúa, breyting á deiliskipulagi

      Guðmundur Már Ástþórsson sendir umsókn til skipulagsfulltrúa 20.4.2021. Óskað er eftir fráviki frá deiliskipulagi lóðarinnar Hverfisgötu 12, að nýtingarhlutfall verði aukið eða að lóðin verði stækkuð.

      Erindið verður grenndarkynnt þegar fullnægjandi gögn berast.

    • 2106222 – Völuskarð 14, breyting á deiliskipulag

      Þann 10.6.2021 leggur Hans H. Tryggvason inn umsókn um breytingu á deiliskipulagi Skarðshlíðar 3. áfanga er nær til lóðarinnar við Völuskarð 14. Tillagan var grenndarkynnt frá 18.06.21-22.07.2021. Engar athugasemdir bárust.

      Skipulagsfulltrúi samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og að málsmeðferð skuli lokið í samræmi við skipulagslög

    • 2105128 – Heiðvangur 20, deiliskipulags breyting

      Skipulags- og byggingarráð heimilaði eiganda Heiðvangs 20 að vinna deiliskipulagsbreytingu á fundi sínum þann 19.05.2021. Í samræmi við þá bókun var samþykkt á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 02.06. sl. að grenndarkynna frávik frá deiliskipulagi Íbúðarhverfis í Norðurbæ er nær til lóðarinnar við Heiðvang 20 í samræmi við skipulagslög.
      Breytingin: byggingareitur er stækkaður og mun liggja 20cm frá lóðamörkum við Heiðvang 22. Bygging meðfram lóðamörkum skal vera hámark 10,7m. Ekki má veita vatni yfir á aðliggjandi lóð við Heiðvang. Samkomulag um aðgengi gegnum aðliggjandi lóð við Heiðvangi 22 að útvegg fyrirhugaðrar byggingu skal liggja fyrir og því þinglýst. Að öðru leyti gilda skilmálar deiliskipulagsins.

      Deiliskipulagsbreytingin var grenndarkynnt frá 18.06-27.07. Engar athugasemdir bárust.
      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkja deiliskipulagsbreytinguna og að málmeðferð skuli lokið í samræmi við skipulagslög.

    • 2107242 – Ljósaklif breyting á deiliskipulagi

      Breyting á deiliskupulagi lóðar Ljósaklifs. Lóðinni skipt í tvær lóðir og verkstæðishúsi breytt í íbúðarhús með tilheyrandi viðbyggingu.

      Erindið verður grenndarkynnt þegar fullnægjandi gögn berast.

    • 2102298 – Krýsuvíkurberg, breyting á deiliskipulagi

      Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar þann 3. mars sl. var samþykkt tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir Kaldársel, Kaldárbotna og Gjánna þar sem gert var ráð fyrir stækkun á bílastæði. Samhliða var breyting á mörkum deiliskipulags fyrir Sléttuhlíð auglýst. Auglýsingatíma er lokið, engar athugasemdir bárust.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að ljúka málinu í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010.

    • 2105218 – Sörlaskeið 13, stækkun lóðar

      Sörlaskeið ehf sækir 14.05.2021 um stækkun á inni aðstöðu (kennslu og þjálfunar aðstöðu) og stækkun á hesthúsaplássi.

      Erindinu vísað í skipulags- og byggingarráð.

    D-hluti fyrirspurnir

    • 2107444 – Vesturvangur 1, fyrirspurn

      Hulda B Magnúsdóttir leggur fram fyrirspurn þann 21.07.2021.
      varðandi svalarhandrið og geymslu undir svölum.

      Tekið er jákvætt í erindið.

    • 2107151 – Breiðvangur 62b, fyrirspurn, breyting á deiliskipulagi

      Arkitektar Laugavegi 164 ehf leggja inn fyrirspurn fyrir hönd eiganda að breyta deiliskipulagi við Breiðvang 62b.

      Tekið er jákvætt í erindið, byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar fullnægjandi aðaluppdrættir berast.

    F-hluti önnur mál

    • 2107475 – Hvaleyrarbraut 29, dagsektir

      Hvaleyrarbraut 29 er skráð sem fokhelt í fasteignaskrá. Ekki hefur verið brugðist við þeim athugasemdum sem gerðar voru við lokaúttekt þann 18.10.2018.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja dagsektir á eigandur Hvaleyrarbrautar 29 þar sem lokaúttekt hefur ekki farið fram á húsnæðinu. Dagsektir, 20.000 kr. pr.dag, verða lagðar á frá og með 11. ágúst 2021 í samræmi við 56 gr. laga um mannvirki 160/2010.

Ábendingagátt