Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

11. ágúst 2021 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 847

Mætt til fundar

 • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
 • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
 • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
 • Berglind Björg Sigvaldadóttir starfsmaður

Ritari

 • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 2108058 – Nónhamar 4, breyting

   Þann 4.08 leggur Byggingarfélag Gylfa/Gunnars hf inn umsókn um breytingu á þegar samþykktu húsi.
   Nýjar teikningar bárust 9.8.2021 með stimpli brunahönnuður

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

  • 2108057 – Hringhamar 1, breyting

   Þann 4.08 leggur Byggingarfélag Gylfa/Gunnars hf inn umsókn um breytingu á þegar samþykktu húsi.
   Nýjar teikningar bárust 9.8.2021 með stimpli brunahönnuður

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

  • 2107588 – Breiðvangur 9-13, klæðning

   Breiðvangur 9,11 og 13,húsfélag sækir þann 27.07.2021 um leyfi til að klæða vesturhlið hússins með 2 mm þykkri sléttri áklæðningu á undirkerfi úr áli samkvæmt teikningum Reynir Kristjánssonar dags. 08.07.2021

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

  • 2105260 – Stuðlaskarð 10, byggingarleyfi

   SSG verktakar ehf sækja um að byggja raðhús. Teikningar unnar af Smára Björnssyni dagsettar 10.07.2021, bárust þann 19.07.2021.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

  • 2106522 – Stuðlaskarð 12, byggingarleyfi

   Þann 22.06.2021 sækja SSG verktakar um að byggja raðhús úr timbri.
   Teikningar unnar af Smára Björnssyni dagsettar 12.07.2021, bárust þann 19.07.2021.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

  B-hluti skipulagserindi

  • 2105502 – Skógarás 2, deiliskipulag

   Jóhannes H. Sigmarsson sendi þann 26.5.2021 inn umsókn um breytingu á deiliskipulagi vegna breytingu á stærð lóðar.

   Erindið fer í grenndarkynningu þegar fullnægjandi gögn berast.

  • 2106548 – Óseyrarbraut 25, breyting á deiliskipulagi

   Álsey ehf sækir um breytingu á nýtingarhlutfalli úr 0,4 í 0,45 og að bundin byggingarlína falli niður og að hámarksvegghæð hækki um 1 meter.

   Grenndakynningu er lokið, engar athugasemdir bárust. Erindinu verður lokið í samræmi við skipulagslög. Grenndarkynnt var frá 29.06-27.07.

  C-hluti tilkynningarskyldar framkvæmdir

  • 2105379 – Selvogsgata 14, tilkynningaskyld framkvæmd

   Áslaug Elísa Guðmundsdóttir sækir 20.5.2021 um byggingu á bílskúr við lóðina Selvogsgata 14. Bílskúr verður eign efri hæðar. Bygging verður í samræmi við núverandi húsnæði skv. teikningu unnar af Svövu Björk Jónsdóttur er bárust 27.05.2021 ásamt samþykki nágranna og meðeigenda.
   Nýjar teikningar bárust 10.8.2021

   Erindið er samþykkt. Framkvæmdin fellur undir 3. málsl. 1. mgr. 9.gr. laga um mannvirki nr.160/2010. Tilkynna skal til byggingarfulltrúa um lok framkvæmdar.

  D-hluti fyrirspurnir

  • 2107350 – Krosseyrarvegur 3, fyrirspurn

   Þann 15.07 leggur Hulda Jónsdóttir inn fyrirspurn um stækkun á húsi.

   Tekið er jákvætt í erindið, hönnuði bent á að kynna sér drög af deiliskipulagi.

  F-hluti önnur mál

  • 2107137 – Kelduhvammur 4, óleyfisframkvæmdir, dagsektir

   Gerðar hafa verið breytingar á eign 0101, Kelduhvammi 4 sem ekki hefur verið veitt byggingarleyfi fyrir. Eiganda fasteignar hafa verið send bréf þar sem upplýst er um að ekki er heimilt að breyta útliti húss án leyfis byggingarfulltrúa og samþykki allra eigenda hússins. Upplýst var um heimildir byggingarfulltrúa í mannvirkjalögum til að beita dagsektum ef ekki yrði brugðist við innan tilskilins frests.

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja dagsektir 20.000 kr. pr. dag á eiganda Kelduhvamms 4, 0101, frá og með 25. ágúst 2021 í samræmi við 56.gr. laga um mannvirki nr. 160/2010.

  • 2107253 – Ásbúðartröð 13, dagsektir, óleyfisframkvæmdir

   Eigandi efri hæðar hefur smíðað svalir sem ekki hefur verið sótt um leyfi fyrir. Eigandi hefur fengið póst vegna þessa og ekki brugðist við.

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja dagsektir 20.000 kr. pr. dag á eiganda efri hæðar að Ásbúðartröð 13, frá og með 25. ágúst 2021 í samræmi við 56.gr. laga um mannvirki nr. 160/2010.

  • 2106246 – Krýsuvík,ljósleiðari

   Elísabet Guðbjörnsdóttir fyrir hönd Gagnaveitu Reykjavíkur óskar eftir í tölvupóstir dags. 15. júní sl. að setja niður ljósleiðara í samræmi við meðfylgjandi uppdrátt. Sjá rauða línu.

   Ekki er hægt að verða við erindu eins og það liggur fyrir vegna umsagnar Minjastofnunnar. Um er að ræða heimatún þar sem mikið er af fornminjum og miklar líkur á að aðrar fornleifar finnist undir yfirborði og í grennd þeirra sem þegar eru skráðar. Minjastofnun fer fram á að legan verði færð frá heimatúni til þess að hlífa þessum minjum. Bent er á æskilegast væri að færa ljósleiðarann suður fyrir Arnarfell.

  • 2108236 – Fjarðargata-Bæjartorg, framkvæmdaleyfi f malbikun

   Þann 9 ágúst óskar Vegagerðin eftir að breyta Fjarðargötu og Bæjartorgi.

   Skipulagsfulltrúi samþykkir framkvæmdir, eins og þeim er lýst í erindinu.

  • 2103695 – Ásvellir 1, framkvæmdaleyfi f grasvöll

   Lagt fram erindi Knattspyrnufélagsins Hauka og Hafnarfjarðarbæjar varðandi ósk um framkvæmdaleyfi vegna grasvallar á lóð Hauka.

   Skipulagsfulltrúi samþykkir framkvæmdir, eins og þeim er lýst í erindinu.

Ábendingagátt