Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

18. ágúst 2021 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 848

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Berglind Björg Sigvaldadóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2108128 – Brekkuás 9-11, breyting á gluggum

      Brekkuás 9-11, húsfélag sækir 5.8.2021 um að breyta gluggum samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dagsettar 20.7.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2107649 – Völuskarð 8, byggingarleyfi

      Andri F. Helgason sækir þann 29.07.2021 um leyfi til að byggja einbýlishús á 2 hæðum samkvæmt teikningum Guðmundar Gunnlaugssonar dags. 27.07.2021.
      Nýjar teikningar bárust 9.8.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2107305 – Reykjavíkurvegur 50, byggingarleyfi

      Festi Fasteignir ehf. sækir 14.7.2021 um stækkun á núverandi starfsemi á 1 hæð samkvæmt teikningum G. Odds Víðissonar dagsettum 14.07.2021.
      Nýjar teikningar bárust 12.8.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2108329 – Hraunskarð 2 (mhl. 04), breyting

      Hraunskarð 2 ehf. leggja inn 12.8.2021 reyndarteikningu vegna athugasemda í lokaúttekt samkvæmt teikningum Jóhanns Einars dagsettar 11.8.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2108328 – Hraunskarð 6 (mhl. 03), breyting

      Hraunskarð 2 ehf. leggja inn 12.8.2021 reyndarteikningu vegna athugasemda í lokaúttekt samkvæmt teikningum Jóhanns Einars dagsettar 11.8.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2108327 – Hraunskarð 4 (mhl. 02), breyting

      Hraunskarð 2 ehf. leggja inn 12.8.2021 reyndarteikningu vegna athugasemda í lokaúttekt samkvæmt teikningum Jóhanns Einars dagsettar 11.8.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2108326 – Hraunskarð 2 (mhl. 01), breyting

      Hraunskarð 2 ehf. leggja inn 12.8.2021 reyndarteikningu vegna athugasemda í lokaúttekt samkvæmt teikningum Jóhanns Einars dagsettar 11.8.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2108444 – Álhella 14 (mhl 05), byggingarleyfi

      Litlaland ehf. sækir 17.8.2021 um breytingu á samþykkt byggingaráforma frá 16.6.2021 vegna mhl. 05.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
      Vakin er athygli á að um er að ræða samþykkt á þegar byggðu húsi að hluta sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um uppbyggingu og útfærslu á þeim hluta framkvæmdarinnar. Verktrygging var ekki skráð á verkið né ábyrgðaraðilar.

    B-hluti skipulagserindi

    • 2102298 – Krýsuvíkurberg, breyting á deiliskipulagi

      Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 28. júlí sl. var inngangur málsins rangur og er leiðréttur hér með.
      Á fundi bæjarstjórnar 3. mars sl. var tekin fyrir 12. liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 23. febrúar sl.
      “Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Krýsuvíkurbergs.
      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Krýsuvíkurbergs skv. 43. gr. skipulagslaga og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn”
      Bæjarstjórn samþykkti samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.
      Tillagan var auglýst 11.6-23.7.2021. Engar athugasemdir bárust.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að ljúka málinu í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010.

    C-hluti tilkynningarskyldar framkvæmdir

    • 2108401 – Nónhamar 3h, tilkynningaskyld framkvæmd, dreifistöð

      Þann 16.08.2021 leggja Hs veitur inn tilkynningarskylda framkvæmd vegna dreifistöðvar 9.5m2 að stærð.

      Erindið er samþykkt. Framkvæmdin fellur undir 3. málsl. 1. mgr. 9. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010. Tilkynna skal byggingarfulltrúa um lok framkvæmdar.

    • 1911289 – Svalbarð 14h, tilkynningaskyld framkvæmd

      Þann 12.11.2019 leggja Hs veitur inn tilkynningarskylda framkvæmd vegna dreifistöðvar 8 m2 að stærð.

      Erindið er samþykkt. Framkvæmdin fellur undir 3. málsl. 1. mgr. 9. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010. Tilkynna skal byggingarfulltrúa um lok framkvæmdar.

    D-hluti fyrirspurnir

    • 2011596 – Norðurvangur 31, fyrirspurn

      Þann 6.7.2021 leggur Klara Jónsdóttir inn fyrirspurn um að hækka húsið um eina hæð.

      Tekið er neikvætt í erindið, samræmist ekki deiliskipulagi.

    E-hluti frestað

    • 2108333 – Strandgata 9, flóttaleið

      S.L. Kaffi ehf. sækja um að setja svalir/flóttaleið á efrihæð samkvæmt teikningum Kára Eiríkssonar. Málið hefur verið skoðað samkvæmt fyrirspurn mál; 210630
      Samþykki húseigenda að Strandgötu 11 barst með málinu, 2x bréf annað frá 23.5.2019 undirritað og hitt frá júní 2021 sem er ekki undirritað.

      Erindi frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2108075 – Borgahella 7, MHL 01og 02, byggingarleyfi

      Jón Magnús Halldórsson fh. K16 ehf. sækir 4.8.2021 um byggingarleyfi fyrir MHL 01 og 02. Stálgrindarhús á staðsteyptum undirstöðum, á einni hæð, klæddar viðurkenndum steinullar yleiningum.

      Erindi frestað gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt