Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

8. september 2021 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 850

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Berglind Björg Sigvaldadóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2104620 – Drangsskarð 17, byggingarleyfi

      Kári Eiríksson fh. lóðarhafa sækir um frávik frá skilmálum sem felst í að koma fyrir 3 íbúðum í húsinu, án þess að breyta byggingarreit eða nýtingarhlutfalli. Húsið verður byggt úr CLT einingum.
      Nýjar teikningar bárust 29.6.2021.
      Nýjar teikningar bárust 9.8.2021.
      Nýjar teikningar bárust 30.8.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2105258 – Glimmerskarð 7, byggingarleyfi

      Pétur Þórarinsson og Íris Björk Gylfadóttir sækja 17.5.2021 um leyfi fyrir byggingu staðsteypts einbýlishúss á einni hæð skv. teikningu Davíðs Kristjárns Pitt. Teikningar bárust 18.5.2021.
      Nýjar teikningar bárust 24.08.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2106016 – Drangsskarð 11, byggingarleyfi

      Þann 1.6. sl. leggja Rentur starfsemi ehf. inn byggingarleyfi fyrir tvílyftu fjölbýlishúsi.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2106019 – Drangsskarð 15, byggingarleyfi

      Þann 1.06.2021 sækir Húsvirki ehf. um að byggja fjölbýlishús

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2109262 – Dofrahella 5, breyting

      Smári Björnsson leggur 6.9.2021 inn umsókn vegna breytinga. Um er að ræða útlitsbreytingu á göflum og hækkun á kóda um 30 cm. vegna frárennslislagna skv. teikningu Smára Björnssonar dags. 17.1.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2108431 – Berghella 1, byggingarleyfi, útiskýli

      Terra efnaeyðing sækir þann 17.8.2021 um leyfi til að byggja opið útiskýli skv. teikningum Jóhanns M. Kristinssonar.
      Nýjar teikningar bárust 30.8.2021.

      Erindið verður grenndarkynnt þar sem mannvirkið fer út fyrir byggingarreit.

    • 2105336 – Borgahella 2, byggingarleyfi

      Þann 19.05.2021 sækir Almannakór ehf. um að byggja stálgrindarhús. Teikningar Smára Björnssonar dags. 30.3.2021 bárust 21.5.2021.
      Nýjar teikningar bárust 24.8.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    E-hluti frestað

    • 2103053 – Miðvangur 41, breyting á rými 01-15

      Apartments and rooms ehf sækir 26.02.2021 um heimild til að færa hjólageymslu út úr rými 01-15 og breyta úr vinnustofu í íbúð, færa sorpgeymslu á lóð og bæta við hjólageymslu skv. teikningum Jóns Guðmundssonar dags. 23.02.2021.

      Frestað, gera þarf viðauka við eignaskiptasamning og samþykki meðeigenda þarf vegna færslu hjólageymslu og sorps.

    • 2109276 – Óseyrarbraut 25, byggingarleyfi

      Álsey ehf. sækir 6.9.2021 um byggingu atvinnuhúsnæðis með skrifstofuhluta í suðurenda skv. teikningu Guðmundar Gunnlaugssonar dags. 19.8.2021.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2107210 – Tinnuskarð 32, byggingarleyfi

      Gunnar Agnarsson sækir 9.7.2021 um að byggja staðsteypt parhús á tveimur pöllum með einhalla þaki og klætt að utan með standandi báruálsklæðningu skv. teikningu Andra Ingólfssonar dags. 9.8.2021.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2108842 – Völuskarð 32, byggingarleyfi

      Ragnar Kaspersen sækir 30.8.2021 um að byggja einbýlishús á 2. hæðum samkvæmt teikningum Helga Kjartanssonar dagsettar 25.8.2021.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    F-hluti önnur mál

    • 2108844 – Ásvellir, íþróttahús, stöðuleyfi gáma

      Knattspyrnufélagið Haukar sækir 31.8.2021 um stöðuleyfi fyrir 2 gámum sem nýttir verða sem búningaaðstaða við Ásvelli.

      Erindinu frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2108853 – Strandstígur, skilti

      Hafnarfjarðarkaupstaður sækir um að setja upp söguskilti við Kugelbake á Strandstígnum um sögu vinabæjarsamstarfs Hafnarfjarðar og Cuxhaven í Þýskalandi. Skiltið er gjöf frá Cuxhaven í tilefni af 30 ára vinabæjarsamstarfi.

      Erindinu frestað gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt