Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

17. september 2021 kl. 10:30

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 852

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Berglind Björg Sigvaldadóttir starfsmaður

Aukafundur haldinn föstudaginn 17.9.2021.

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi

Aukafundur haldinn föstudaginn 17.9.2021.

  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2109596 – Lækjargata 2, breyting

      Klapparholt ehf. leggur 16.9.2021 inn breytingu á teikningum sem samþykktar voru 5. maí sl. Breytingin snýr að á jarðhæð er verslunar- og þjónusturými.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2107078 – Hafnargata 1, byggingarleyfi

      Þann 5.05.2021 sækir KAT ehf. um að byggja stálgrindarhús samkvæmt teikningum gerðar af Guðmundi Hjaltasyni.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 2109616 – Hjallabraut 49, framkvæmdaleyfi

      Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf. sækir 17.9.2021 um framkvæmdaleyfi vegna jarðvinnu, vegagerðar, vinnubúða og girðinga.

      Skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi.

    F-hluti önnur mál

    • 2108844 – Ásvellir, íþróttahús, stöðuleyfi gáma

      Knattspyrnufélagið Haukar sækir 31.8.2021 um stöðuleyfi fyrir 2 gámum sem nýttir verða sem búningaaðstaða við Ásvelli.

      Byggingarfulltrúi heimilar stöðuleyfi á umbeðnum stað til eins árs.

Ábendingagátt