Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

22. september 2021 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 853

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Berglind Björg Sigvaldadóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2108746 – Stekkjarberg 9, byggingarleyfi MHL 03, 04 og rest af 05

      GG verk ehf. sækir 26.8.2021 um byggingarleyfi fyrir seinni hluta framkvæmda. Á lóðinni Stekkjarberg 9 er fyrirhugað að reisa þrjú raðhús og eitt parhús ásamt bílskúrum. Nú er sótt um byggingu raðhúss, mhl. 02, með fjórum íbúðum, (húsnr. H, I, J og K) ásamt fjórum bílskúrum, mhl. 05, og parhúss, mhl. 04 (Húsnr. L og M) með innbyggðum bílskúr.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    C-hluti tilkynningarskyldar framkvæmdir

    • 2109618 – Skipalón 1, svalalokun íbúð 201

      Jón S Friðjónsson sækir þann 17.09.2021 um svalalokun á íbúð 201.

      Erindið er móttekið. Samræmist tilkynningarskyldum framkvæmdum sem tilgreindar eru í grein 2.3.5. byggingarreglugerðar 112/2012. Tilkynna skal til byggingarfulltrúa um lok framkvæmdar.

    D-hluti fyrirspurnir

    • 2109195 – Arnarhraun 36, stækkun á bílastæði

      Guðbjörg Hanna Gylfadóttir sækir 2.9.2021 um stækkun á bílastæði þannig að koma megi fyrir 2 bílum.

      Tekið er jákvætt í erindið sjá umsögn arkitekts.

    • 2109734 – Öldugata 17, fyrirspurn

      Hafþór Már Benjamínsson og Erla Sigurðardóttir legja þann 22.09.2021 fram fyrirspurn þess efnis að byggja bílskúr á lóð einbýlishúss við Öldugötu 17, ca 7x5m að stærð og skv. deiliskipulagi. Bílskúrinn kæmi í framhaldi bílastæðis sem er við hlið hússins, en garðurinn er afar djúpur eða um 1.80m niður frá bílastæðinu svo það þyrfti að byggja djúpan sökkul undir skúrinn.

      Tekið er jákvætt í erindið sjá umsögn arkiekts.

    • 2109691 – Öldutún 4, bílastæði, fyrirspurn

      Þráinn Gunnarsson og Elizabeth Akoto Ofori leggja þann 20.09.2021 inn fyrirspurn um bílastæði.

      Tekið er jákvætt í að fjölga um eitt bílastæði, sjá umsögn arkitekts.

    E-hluti frestað

    • 2109602 – Malarskarð 12, byggingarleyfi

      HOS bygg ehf. sækir 16.9.2021 um leyfi til að byggja parhús á tveimur hæðum úr forsteyptum einingum og hafbundnu timburþaki samkvæmt teikningum Róberts Svavarssonar dagsettar 14.9.2021.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2109603 – Malarskarð 14,byggingarleyfi

      HOS bygg ehf. sækir 16.9.2021 um leyfi til að byggja parhús á tveimur hæðum úr forsteyptum einingum og hafbundnu timburþaki samkvæmt teikningum Róberts Svavarssonar dagsettar 14.9.2021.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2109648 – Sörlaskeið 13a, byggingarleyfi, reiðhöll

      Hafnarfjarðarkaupstaður sækir 17.9.2021 um leyfi fyrir byggingu reiðhallar og félagsaðstöðu skv. teikningum Þorkels Magnússonar dags. 16.9.2021.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2109292 – Gauksás 13, svalaskýli

      Guðmundur Adolf Adolfsson sækir 7.9.2021 um leyfi til að gera svalaskýli samkvæmt teikningum Sigurbjarts Halldórssonar dagsettar 5.9.2021.
      Undirskriftir nágranna barst á teikningum.
      Nýjar teikningar bárust 13.9.2021.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt