Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

13. október 2021 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 855

Mætt til fundar

 • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
 • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
 • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
 • Berglind Björg Sigvaldadóttir starfsmaður

Ritari

 • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 2110104 – Suðurgata 40, glerskáli

   Kári Eiríksson fh. lóðarhafa sækir 5.10.2021 um leyfi til að byggja glerskála við þegar samþykkt hús.

   Erindið verður grenndarkynnt þegar fullnægjandi gögn berast.

  • 2109603 – Malarskarð 14, byggingarleyfi

   HOS bygg ehf. sækir 16.9.2021 um leyfi til að byggja parhús á tveimur hæðum úr forsteyptum einingum og hafbundnu timbur þaki samkvæmt þegar samþykktum teikningum Róberts Svavarssonar dagsettar 14.9.2021.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  B-hluti skipulagserindi

  • 2107046 – Drangsskarð 8, breyting á deiliskipulagi

   Á fundi skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar dags. 10. ágúst 2021 var samþykkt að grenndarkynna tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar Drangsskarð 8. Tillagan gerir ráð fyrir fjölgun íbúða úr tveimur í þrjár á lóðinni Drangsskarð 8. Byggingarreitur og byggingarmagn helst óbreytt. Tillagan var grenndarkynnt 25.8-23.9.2021. Engar athugasemdir bárust.

   Deiliskipulagsbreytingin er samþykkt og að málsmeðferð skuli lokið í samræmi við skipulagslög.

  C-hluti tilkynningarskyldar framkvæmdir

  • 21091034 – Kirkjuvegur 3a, breyting, hurð

   Guðrún Hansen Bedrosian sækir 29.9.2021 um að fá að færa hurð í upprunalegt horf samkvæmt teikningum Gísla Gíslasonar dagsettar 27.9.2021.

   Erindið er móttekið. Samræmist tilkynningarskyldum framkvæmdum sem tilgreindar eru í grein 2.3.5. byggingarreglugerðar 112/2012. Tilkynna skal um lok framkvæmdar til byggingarfulltrúa.

  • 2109684 – Hellisgerði, Reykjavíkurvegur, bókaviti

   Hafnarfjarðarkaupstaður sendir 20.9.2021 inn tilkynningarskylda framkvæmd vegna uppsetningar á bókavita. Verkefnið var unnið af Heilsubænum Hafnarfirði í samstarfi við Karla í skúrnum sumarið 2021.

   Erindið er móttekið. Samræmist tilkynningarskyldum framkvæmdum sem tilgreindar eru í grein 2.3.5. byggingarreglugerðar 112/2012. Tilkynning um lok framkvæmdar hefur verið tilkynnt til byggingarfulltrúa.

  D-hluti fyrirspurnir

  • 2108076 – Arnarhraun 30, breyting lóðar

   Sonja Hrund Steinarsdóttir sækir um leyfi til að búa til bílastæði við hægri hlið hússins þar sem aðeins eitt bílastæði er fyrir eigendur hússins.

   Tekið er jákvætt í erindið að því uppfylltu að tvö lögleg bílastæði komist fyrir á þessu svæði.

  • 2109068 – Hverfisgata 17, fyrirspurn

   Eigendur Hverfisgötu 17 leggja 1.9.2021 inn fyrirspurn vegna ýmissa breytinga.

   Tekið er neikvætt í fyrirspurnina eins og hún liggur fyrir, samræmist ekki deiliskipulagi, sjá umsögn arkitekts.

  E-hluti frestað

  • 2110022 – Ljósatröð 2, breyting inni

   Halldór Guðmundsson sækir 30.9.2021 um breytingar á innra skipulagi.
   Teikning Halldórs Guðmundssonar dags. 4.2.2020 barst í tvíriti 12.10.2021 með stimpli frá brunahönnuði.

   Erindi frestað gögn ófullnægjandi.

  • 2109754 – Suðurgata 55, viðbygging

   Andri Már Ólafsson sækir þann 22.09.2021 um viðbyggingu samkvæmt teikningum Páls Poulsen dags. 20. sept. 2021.

   Erindi frestað gögn ófullnægjandi.

  • 2110100 – Álfaberg 20, breyting

   Rúnar Ingi Guðjónsson fh. lóðarhafa sækir 5.10.2021 um breytingar á innra rými kjallara. Bætt er við hringstiga og snyrtingu. Lóðarhönnun er einnig breytt.

   Erindi frestað gögn ófullnægjandi.

  • 2110102 – Sléttuhlíð C2, viðbygging

   Jón Davíð Ásgeirsson fh. lóðarhafa sækir 5.10.2021 um að stækka húsið í norðvestur um tæpa 3,8m.

   Erindi frestað gögn ófullnægjandi.

  F-hluti önnur mál

  • 2109927 – Hringhamar 24b, stöðuleyfi, vinnubúðir

   Snókur verktakar sækja um stöðuleyfi fyrir vinnubúðir, 6 gáma, vegna framkvæmda á lóð fyrir leikskóla að Hringhamri 24b.

   Byggingarfulltrúi veitir umbeðið stöðuleyfi. Gildistími er október 2021 – september 2022.

Ábendingagátt