Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

20. október 2021 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 856

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Berglind Björg Sigvaldadóttir starfsmaður
  • Anna Margrét Tómasdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2104221 – Selhella 2, byggingarleyfi

      Steinabær ehf. sækir 12.4.2021 um að byggja verslunar, skrifstofu og lagerhúsnæði.
      Nýjar teikningar bárust 18.5.2021.
      Nýjar teikningar bárust 12.10.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2109754 – Suðurgata 55, viðbygging

      Andri Már Ólafsson sækir þann 22.09.2021 um viðbyggingu samkvæmt teikningum Páls Poulsen dags. 20. sept. 2021.
      Nýjar teikningar bárust 15.10.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2108333 – Strandgata 9, flóttaleið

      S.L. Kaffi ehf. sækja um að setja svalir/flóttaleið á efrihæð samkvæmt teikningum Kára Eiríkssonar. Tekið var jákvætt í breytinguna sbr. fyrirspurn mál 210630.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Skilyrt er að samþykki eigenda Strandgötu 11 berist.

    • 2109276 – Óseyrarbraut 25, byggingarleyfi

      Álsey ehf. sækir 6.9.2021 um byggingu atvinnuhúsnæðis með skrifstofuhluta í suðurenda skv. teikningu Guðmundar Gunnlaugssonar dags. 19.8.2021.
      Nýjar teikningar bárust 17.9.2021.
      Nýjar teikningar bárust 12.10.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2108431 – Berghella 1, byggingarleyfi, útiskýli

      Terra efnaeyðing sækir þann 17.8.2021 um leyfi til að byggja opið útiskýli skv. teikningum Jóhanns M. Kristinssonar.
      Nýjar teikningar bárust 30.8.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Erindið var grenndarkynnt og engar athugasemdir bárust.

    • 2109905 – Suðurgata 41, breyting

      Hafnarfjarðarbær sækir þann 27.09.2021 um breytingar innanhús á 1. og 4. hæð.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 2110205 – Álhella 34, breyting

      Þann 12.10.2021 sækir Malbikunarstöðin Höfði um breytingar, fjarlægja núverandi malbikunarstöð, ný malbikunarstöð kemur í staðinn sem afgirt verður með færanlegum hlöðnum einingarveggjum. Bygging mhl. 05 fjarlægð og sú starfsemi sem er þar nú færð í mhl. 04.

      Frestað milli funda.

    • 2110214 – Áshamar 3a, framkvæmdaleyfi

      Skuggi 6 ehf. sækir um framkvæmdaleyfi vegna Áshamars reitur 3A.

      Skipulagsfulltrúi samþykkir að gefa út framkvæmdaleyfi að uppfylltum skilyrðum sem fram koma í umsögn.

    • 2110354 – Hamranes reitur 21B, framkvæmdaleyfi

      Byggingarfélag Hafnarfjarðar sækir 19.10.2021 um framkvæmdaleyfi vegna Hamranes reitur 21B.

      Skipulagsfulltrúi samþykkir að gefa út framkvæmdaleyfi að uppfylltum skilyrðum sem fram koma í umsögn.

    • 2110385 – Völuskarð 24, breyting á deiliskipulagi

      Viktor Tyscenko Viktorsson sækir 19.10.2021 um breytingu á deiliskipulagi skv. tillögu Róberts Svavarssonar dagsetta 5.10.2021.

      Erindinu frestað gögn ófullnægjandi.

    D-hluti fyrirspurnir

    • 2110404 – Strandgata 34, hátalari, fyrirspurn

      Forstöðumaður Hafnarborgar sendir 19.10.2021 inn fyrirspurn vegna uppsetningu á hátalara ofan við inngang Hafnarborgar Strandgötumegin vegna hljóðverks í tengslum við sýninguna Lengi skal manninn reyna á verkum Þorvaldar Þorsteinssonar. Hljóðverkið verður í gangi á opnunartíma safnsins. Sýningin stendur frá 7. nóvember 2021 til 20. febrúar 2022.

      Tekið er jákvætt í erindið og umsækjanda bent á ákvæði byggingarreglugerðar er varðar hljóðstig.

    E-hluti frestað

    • 2110272 – Álhella 4, reyndarteikningar

      VR-5 ehf. leggja 13.10.2021 inn reyndarteikningar vegna breytinga á innra skipulagi og svölum unnar af Kristni Þorsteinssyni dagsettar okt. 2021.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2110309 – Hraunbrún 40, umsókn um byggingarleyfi

      Ellert B. Magnússon sækir um heimild til að gera íbúð á neðstu hæð og setja tvennar svalir skv. teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dags. 29.09.2021.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    F-hluti önnur mál

    • 2110382 – Breiðhella 14, stöðuleyfi

      RF fasteignir sækja 19.10.2021 að setja flutningshús tímabundið á lóðina, sótt er um stöðuleyfi fyrir húsið.

      Afgreiðslufundur skipulags-og byggingarfulltrúa samþykkir að veita RF fasteignum stöðuleyfi fyrir flutningshúsi, sækja þarf um flutningsleyfi fyrir flutning á húsinu.

    • 2110381 – Arnarhraun 50, stöðuleyfi skúr

      Hafnarfjarðarkaupstaður sækir 19.10.2021 um stöðuleyfi fyrir 12 fm. skúr á landi bæjarins aftan við Arnarhraun 50.

      Byggingarfulltrúi samþykkir að veita umbeðið stöðuleyfi.

Ábendingagátt