Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

27. október 2021 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 857

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Berglind Björg Sigvaldadóttir starfsmaður
  • Anna Margrét Tómasdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2109902 – Hraunhvammur 3, bílskúr

      Hákon Ingi Sveinbjörnsson sækir 24.9.2021 um að færa byggingarreit nær götu til að hrófla ekki við hrauni um 1.6m samkvæmt teikningum Sigurðar Harðarsonar dagsettar 15.9.2021.
      Nýjar teikningar bárust 18.10.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2110022 – Ljósatröð 2, breyting inni

      Halldór Guðmundsson sækir 30.9.2021 um breytingar á innra skipulagi.
      Nýjar teikningar bárust 12.10.2021.
      Nýjar teikningar bárust 20.10.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2109491 – Álfhella 15, byggingarleyfi

      Byggingarfélag Gylf/Gunnars hf. sækir 14.9.2021 um breytingar frá áður samþykktum teikningum. Gönguhurð fjarlægð úr iðnaðarhurð á austurhlið. Gönguhurðir settar við hlið iðnaðarhurða á vesturhlið. Iðnaðarhurðir mjókkaðar um 10cm og innihurðir fyrir innan breytingar færðar inn um 40cm.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2108072 – Vesturbraut 1, svalir

      Andri Björn Ómarsson sækir 4.8.2021 um leyfi að setja svalir sem samþykktar voru á teikningum árið 2002.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2109897 – Hvaleyrarbraut 39, breyting á innra skipulagi

      Dverghamar ehf sækir 24.09.2021 um breytingu á innra skipulagi 1 hæðar, færa til innkeyrsluhurðir og setja upp öryggisgirðingu, samkvæmt teikningum Jóns Gunnarssonar dags. 15.09.2021.
      Teikningar með samþykki eigenda að Hvaleyrarbraut 37 og 41 bárust 19.10.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 2110385 – Völuskarð 24, breyting á deiliskipulagi

      Viktor Tyscenko Viktorsson sækir 19.10.2021 um breytingu á deiliskipulagi skv. tillögu Róberts Svavarssonar dagsetta 5.10.2021.

      Erindið verður grenndarkynnt

    D-hluti fyrirspurnir

    • 2110197 – Borgahella 13, fyrirspurn

      Lárus Kristinn Ragnarsson fh. lóðarhafa sendir 5.10.2021 inn fyrirspurn er varðar byggingu tveggja húsa á lóðinni, geymsluhús á einni hæð.

      Tekið er jákvætt í erindið.

    E-hluti frestað

    • 2110272 – Álhella 4, reyndarteikningar

      VR-5 ehf. leggja 13.10.2021 inn reyndarteikningar vegna breytinga á innra skipulagi og svölum unnar af Kristni Þorsteinssyni dagsettar okt. 2021.

      Erindi frestað, gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt