Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

3. nóvember 2021 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 858

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Berglind Björg Sigvaldadóttir starfsmaður
  • Anna Margrét Tómasdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2108075 – Borgahella 7, mhl. 01 og 02, byggingarleyfi

      Jón Magnús Halldórsson fh. lóðarhafa sækir 4.8.2021 um byggingarleyfi fyrir mhl. 01 og 02. Stálgrindarhús á staðsteyptum undirstöðum, á einni hæð, klæddar viðurkenndum steinullar yleiningum skv. teikningu Jóns M. Halldórssonar dags. 3.8.2021.
      Nýjar teikningar bárust 20.8.2021.
      Nýjar teikningar bárust 27.8.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2110633 – Stuðlaskarð 12, breyting

      SSG verktakar ehf. sækja um breytingu, hæðarkóði á húsi hækkaður um 40 cm vegna hæðarlegu götu samkvæmt teikningum Smára Björnssonar dags. 12.07.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 2107242 – Ljósaklif breyting á deiliskipulagi

      Gunnlaugur Björn Jónsson fh. lóðarhafa sótti 12.7.2021 um breytingu á deiliskupulagi lóðar Ljósaklifs. Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 28. júlí sl. var samþykkt að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulaginu Hleinar Langeyrarmalir þar sem lóðinni er skipt upp í 2 lóðir og verkstæðishúsi breytt í íbúðarhús með stækkun á byggingarreit um 20 fm. Erindið var grenndarkynnt 16. ágúst – 13. september 2021. Engar athugasemdir bárust.

      Erindið er samþykkt og að afgreiðslu verði lokið í samræmi við skipulagslög.

    D-hluti fyrirspurnir

    • 2110479 – Hraunvangur 7, fyrirspurn

      Lögð fram fyrirspurn Sjómannadagsráðs um byggingu tveggja fjölbýlishúsa við Hrafnistu í Hafnarfirði. Húsin eru hluti af frekari uppbyggingu á lóð Hrafnistu skv. skipulagsuppdrætti frá því í desember 2018.

      Tekið er jákvætt í erindið.

    E-hluti frestað

    • 2110205 – Álhella 34, breyting

      Þann 12.10.2021 sækir Malbikunarstöðin Höfði um breytingar, fjarlægja núverandi malbikunarstöð, ný malbikunarstöð kemur í staðinn sem afgirt verður með færanlegum hlöðnum einingarveggjum. Bygging mhl. 05 fjarlægð og sú starfsemi sem er þar nú færð í mhl. 04.

      Frestað samræmist ekki deiliskipulagi.

    • 2110395 – Völuskarð 11, breyting

      Ingi Björnsson og Erla Arnardóttir sækja um heimild til að framlengja þak yfir svalir, lækka þakhalla um 2°og rúmmálið breitt skv. teikningum Friðriks Friðrikssonar dags. 18.10.2021.

      Frestað samræmist ekki deiliskipulagi.

    F-hluti önnur mál

    • 1909254 – Hringtorg, heiti

      Lögð fram tillaga að heitum hringtorga sem ekki hafa þegar fengið heiti.
      Auk þess er lögð fram tillaga að götuheiti nýrrar götu sem liggur að Hrauntungum.

      Tillagan er samþykkt.

Ábendingagátt