Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

24. nóvember 2021 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 861

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Berglind Björg Sigvaldadóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1907146 – Skógarás 3, byggingarleyfi

      Þann 11.7.2019 sækir Sigurður Hallgrímsson fh. lóðarhafa um byggingarleyfi fyrir steinsteyptu einbýlishúsi.
      Nýjar teikningar bárust 10.10.2019.
      Nýjar teikningar bárust 21.12.2020.
      Nýjar teikningar bárust 14.09.2021.
      Nýjar teikningar bárust 3.11.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2111368 – Völuskarð 30, breyting, ýmsar

      Þann 15.11.2021 sækir Stefanía Helga Pálmadóttir fh. lóðarhafa um breytingar á þegar samþykktum teikningum.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 2107615 – Drangsskarð 1, breyting á deiliskipulagi

      Baldur Ólafur Svavarsson fh. lóðarhafa sækir um breytingu á deiliskipulagi þar sem 1-2 hæða tvíbýlishúsi (R2) er breytt í 2. hæða parhús (P).

      Erindið verður grenndarkynnt.

    C-hluti tilkynningarskyldar framkvæmdir

    • 2111445 – Drekavellir 39, tilkynningarskyld framkvæmd

      Lárus Kristinn Ragnarsson fh. lóðarhafa sendir tilkynningu um framkvæmd. Hurðum breytt á suðurgafli, gluggar og hurðir settar í staðinn.

      Erindið er móttekið. Samræmist tilkynningarskyldum framkvæmdum sem tilgreindar eru í grein 2.3.5. byggingarreglugerðar 112/2012. Tilkynna skal til byggingarfulltrúa um lok framkvæmdar.

    E-hluti frestað

    • 2111459 – Vikurskarð 3, breyting

      Gísli Ólafsson sækir 19.11.2021 um breytingu á utanhúsklæðningu, wc í bílskúr, gólfhita og léttan vegg við stigaop samkvæmt teikningum Sigurðar Hafsteinssonar dags. 18.11.2021.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2111449 – Víkurgata 11, byggingarleyfi, gastankur

      Gasfélagið ehf. sækir 19.11.2021 um að setja upp 120m3 gastank ásamt 20 feta stjórnbúnaðarhúsi samkvæmt teikningum Lárusar Ársælssonar dags. 18.11.2021.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2111367 – Hraunkambur 10, viðbygging

      Þann 15.11 sækir Ólöf Flygenring fh. eiganda 0201 um að byggja viðbyggingu við núverandi hús.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2111417 – Óseyrarbraut 26b, byggingarleyfi

      KLINKA ehf. sækir 18.11.2021 um leyfi að byggja stálgrindarhús ásamt skrifstofum samkvæmt teikningum Þorleifs Eggertssonar dagsettar 16.11.2021.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2111447 – Tinnuskarð 18, byggingarleyfi

      Arndís Ósk Jónsdóttir sækir 13.11.2021 um byggingarleyfi fyrir tveggja hæða tvíbýlishúsi.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    F-hluti önnur mál

    • 2111471 – Selhella 1, stöðuleyfi tjald

      Byko ehf. sækir 19.11.2021 um stöðuleyfi fyrir tjaldhýsi 15x40m.

      Byggingarfulltrúi veitir stöðuleyfi til eins árs, samkvæmt umsókn eiganda, í samræmi við lög um mannvirki 160/2010.

    • 2110460 – Skautasvell í miðbæ Hafnarfjarðar

      Andri Ómarsson verkefnisstjóri menningar- og markaðsmála á þjónustu- og þróðunarsviði Hafnarfjarðar óskar eftir í tölvupósti dags. 22. nóvember að setja upp skautasvell á bílastæðinu við Linnetstíg í tengslum við jólaþorpið.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa heimilar uppsetningu skautasvells á þessum stað og benda á að afmarka þarf vel gangandi og akandi umferðarleiðir.

    • 2111537 – Tjarnarvellir, Reykjavíkurvegur, stöðuleyfi

      Björgunarsveit Hafnarfjarðar sækir 23.11.2021 um tímabundið stöðuleyfi fyrir gáma vegna flugeldasölu að Tjarnarvöllum og Reykjavíkurvegi 48. Auk þess er sótt um leyfi fyrir uppsetningu auglýsingaskilta vegna flugelda- og jólatrjáasölu tímabilið 7.12.2021 – 10.1.2022.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa veitir stöðuleyfi fyrir gáma, að uppfylltum skilyrðum vopnalaga nr 16/1998 og gildandi reglugerðar um skotelda. Einnig er Björgunarsveitinni heimiluð uppsetning skilta samkvæmt uppdráttum.

Ábendingagátt