Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

1. desember 2021 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 862

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Berglind Björg Sigvaldadóttir starfsmaður
  • Anna Margrét Tómasdóttir starfsmaður
  • Ósk Soffía Valtýsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2104345 – Dofrahella 7, byggingarleyfi

      Stjörnustál ehf sækir 14.04.2021 um heimild til byggingar á 5 bila iðnaðarhúsnæði að Dofrahellu 7 skv. teikningum Gunnlaugs Johnson dags. 15.04.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2111449 – Víkurgata 11, byggingarleyfi, gastankur

      Gasfélagið ehf. sækir 19.11.2021 um að setja upp 120m3 gastank ásamt 20 feta stjórnbúnaðarhúsi samkvæmt teikningum Lárusar Ársælssonar dags. 18.11.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 2110104 – Suðurgata 40, glerskáli

      Á afgreiðslufundi þann 13. október 2021 var samþykkt að grenndarkynna uppdrætti Kára Eiríkssonar vegna byggingu glerskála við þegar samþykkt hús. Erindið var grenndarkynnt 21.10-23.11.2021.
      Grenndarkynningu er lokið engar athugasemdir bárust.

      Erindinu verður lokið í samræmi við skipulagslög þegar uppfærð gögn berast.

    D-hluti fyrirspurnir

    • 2111511 – Straumhella 4, fyrirspurn

      Björn Arnar Magnússon lagði 23.11.2021 inn fyrirspurn um leyfi til að langhlið húsnæðis verð 3 m frá bundinni byggingalínu. Tilgangurinn er að koma bilastæðum fyrir framan innkeyrsluhurðir og að 3m gróðurreitur njóti sín betur.

      Tekið er jákvætt í erindið.

    • 2111186 – Bæjarhraun 12, fyrirspurn

      Tekin fyrir að nýju fyrirspurn frá Módelhús ehf. frá 25.10.2021 vegna breytinga á framhlið húss.

      Tekið er jákvætt í erindið.

    E-hluti frestað

    • 2106305 – Norðurbraut 11, tilkynnningarskyld framkvæmd

      Freyr Þórðarson sendir 19.5.2021 inn tilkynningu um framkvæmd. Skjólgirðing færð um 1 meter að lóðarmörkum. Hæð girðingar er 170 cm.

      Erindinu er frestað þar sem deiliskipulagi við vesturbæinn hefur ekki verið lokið og ekki er hægt að taka afstöðu til þessa máls fyrr en það hefur öðlast gildi.

    • 2111543 – Bæjarhraun 22, reyndarteikningar

      RA5 ehf. leggja þann 24.11.2021 inn reyndarteikningar unnar af Erlendi Birgissyni dags. nóv 2021.

      Erindi frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2111538 – Skógarás 6, breyting úti

      Eðvarð Björgvinsson sækir 24.11.2021 um breytingu á tröppum og vegg úti samkvæmt teikningum Stefáns Ingólfssonar.

      Erindi frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2111519 – Völuskarð 21, breyting, grjóthleðsla

      Kristín Erla Bech Þórisdóttir og Birgir Kristjánsson sækja þann 24.11.2021 um breytingu á áður samþykktum teikningum. Grjóthleðsla bakvið hús á lóðarmörkum við Völuskarð 19 samkvæmt teikningum Andra Andréssonar dags. 01.11.2021. Samþykki eigenda Völuskarðs 19 liggur fyrir.

      Erindi frestað gögn ófullnægjandi.

    F-hluti önnur mál

    • 1912251 – Flugeldasýning við Hvaleyarlón

      Björgunarsveit Hafnarfjarðar sækir þann 26.11.2021 um leyfi fyrir flugeldasýningu þann 29. desember nk. kl 20:30 við Hvaleyrarlón.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að flugeldasýning verði haldin þann 29. desember 2021 að uppfylltum þeim leyfum sem skylt er að afla í tengslum við slíkar sýningar.

Ábendingagátt