Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

8. desember 2021 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 863

Mætt til fundar

 • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
 • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
 • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
 • Anna Margrét Tómasdóttir starfsmaður

Ritari

 • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 2111367 – Hraunkambur 10, viðbygging

   Þann 15.11.2021 sækir Ólöf Flygenring um fyrir hönd eiganda 0201 að byggja viðbyggingu við núverandi hús.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 2104471 – Þórsberg 16, breyting á skráningu

   Davíð Eiríksson sækir þann 23.04.2021 um leyfi fyrir breytingu á skráningu á húsnæði sem í dag er skráð sem bílskúr en hefur verið íbúðahúsnæði s.l. 20 ár og stendur á íbúðarhúsalóð.
   Nýjar teikningar bárust 11.06.2021.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 2111459 – Vikurskarð 3, breyting

   Gísli Ólafsson sækir 19.11.2021 um breytingu á utanhúsklæðningu, wc í bílskúr, gólfhita og léttan vegg við stigaop samkvæmt teikningum Sigurðar Hafsteinssonar dags. 18.11.2021.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  B-hluti skipulagserindi

  • 2110385 – Völuskarð 24, breyting á deiliskipulagi

   Viktor Tyscenko Viktorsson sótti 19.10.2021 um breytingu á deiliskipulagi skv. tillögu Róberts Svavarssonar dagsetta 5.10.2021.
   Afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa Hafnarfjarðar dags. 27.10.2021 samþykkti að grenndarkynna erindið. Athugasemdafresti lauk 7. desember sl. engar athugasemdir bárust.

   Erindinu verður lokið í samræmi við skipulagslög.

  • 2112024 – Suðurhöfn reitur 4.1 - Suðurbakki, breyting á deiliskipulag

   Hafnarfjarðarhöfn sækir 1.12.2021 um breytingu á deiliskipulagi vegna nýrrar lóðar fyrir veituhús rafmagns. Á Suðurbakka reit 4.1 norðan Fornubúða 5, verði útbúin ný lóð og byggingareitur innan hennar fyrir veituhús rafmagns, DRE 51006. Stærð lóðar er 30 fm og stærð dreifistððvar 9,49 fm.

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að grenndarkynna erindið. Um er að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi.

  • 2112023 – Hafnargata 1, breyting deiliskipulag

   Hafnarfjarðarhöfn sækir 1.12.2021 um breytingu á deiliskipulagi Hafnargötu 1 vegna færslu á byggingareit um rúma 3m vegna nálægðar við grjótgarð.

   Erindinu verður lokið í samræmi við skipulagslög. Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa fellur frá grenndarkynningu sbr. heimild 3.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  E-hluti frestað

  • 2112067 – Borgahella 13, byggingarleyfi

   Leiguafl hf. sækir þann 03.12.2021 um leyfi til að byggja tvö geymsluhús á einni hæð samkvæmt teikningum Lárusar Ragnarssonar dags. 07.11.2021.

   Frestað gögn ófullnægjandi.

  • 2112077 – Bæjarhraun 12, viðbygging

   Þann 6.12.2021 sækir Módelhús ehf. um að byggja viðbyggingu á suðurhlið hússins skv. teikningu Rögnvalds Harðarsonar dags. 24.11.2021.

   Frestað gögn ófullnægjandi.

  • 2112006 – Rauðhella 16, breyting

   Hjálmar Ingvarsson sækir þann 01.12.2021 fyrir hönd LF-1 ehf um breytingu. Björgunarop uppfærð eftir að sprinkler var settur í húsið samkvæmt teikningum Hjálmars Ingvarssonar dags. 05.11.2021.

   Frestað gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt