Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

13. desember 2021 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 864

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Anna Margrét Tómasdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2112067 – Borgahella 13, byggingarleyfi

      Leiguafl hf. sækir þann 03.12.2021 um leyfi til að byggja 2 geymsluhús á einni hæð samkvæmt teikningum Lárusar Ragnarssonar dags. 07.11.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2110430 – Tjarnarvellir 7, breyting

      Laugar ehf. sækja 20.10.2021 um leyfi til að sameina tvö rými í eitt á hvorri hæð. Teikningar bárust 10.12.2021 unnar af Baldri Ó Svavarssyni.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2112143 – Reykjavíkurvegur 54, breyting afgreiðsla

      Festi hf sækir 07.12.2021 um að breyta afgreiðslu þjónustustöðvar N1 samkvæmt teikningum Helgu Guðrúnar Vilmundsdóttur dags. 01.12.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2110395 – Völuskarð 11, breyting

      Ingi Björnsson og Erla Arnardóttir sækja um heimild til að framlengja þak yfir svalir, lækka þakhalla um 2°og rúmmálið breitt skv. teikningum Friðriks Friðrikssonar dags. 18.10.2021.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að grenndarkynna erindið.

    B-hluti skipulagserindi

    • 2112056 – Tinnuskarð 6, breyting á deiliskipulag

      Matthías Óskar Barðason fh. lóðarhafa sækir 3.12.2021 um breytingu á deiliskipulagi Tinnuskarðs 6. Skiplags- og byggingarráð tók jákvætt í fyrirspurnarerindi á fundi sínum þann 16.11.sl. og samþykkti að grenndarkynna tillöguna þegar fullnægjandi gögn bærust. Tillagan gerir ráð fyrir fjölgun íbúða um eina. Aukið byggingarmagn 10fm og nýtingarhlutfall fer úr 0,525 í 0,534.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að grenndarkynna erindið.

    • 2112297 – Einhella 1 og Álfhella 2

      Argos Móhella 1 sækir um framkvæmdaleyfi fyrir jarðvegsvinnu á lóðunum Einhella 1 og Álfhellu 2.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi.

    • 2112322 – Hamranes reitur 7A, jarðvegsframkvæmdir

      XP3 ehf sækir um leyfi til að hefja jarðvegsframkvæmdir á reit 7.A.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi.

    D-hluti fyrirspurnir

    • 2111556 – Suðurhella 9, fyrirspurn

      Ómar Þorgils Pálmason fh. Aðalskoðunar hf. sendir fyrirspurn þann 26.11.2021 er varðar snúning á byggingarreit.

      Tekið er neikvætt í erindið eins og það liggur fyrir sjá umsögn arkitekts.

    • 2112174 – Breiðhella 3, fyrirspurn

      Jón Magnús Halldórsson fh. lóðarhafa sendir þann 8.12.2021 inn fyrirspurn er varðar byggingarreit og bundna byggingarlínu.

      Tekið er neikvætt í erindið eins og það liggur fyrir sjá umsögn arkitekts.

    E-hluti frestað

    • 2112192 – Flatahraun 27, breyting innanhús

      Furðufiskar ehf. sækja þann 09.12.2021 um innanhúsbreytingar á fyrstu hæð samkvæmt teikningum Hans-Olavs Andersen dags. 6.12.2021.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt