Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

21. desember 2021 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 865

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Berglind Björg Sigvaldadóttir starfsmaður
  • Anna Margrét Tómasdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2111373 – Hringhamar 3, byggingarleyfi, fjölbýlishús

      Þann 26.10.2021 sækir Fjarðarmót um að byggja 25 íbúða fjölbýlishús við Hringhamar 3 skv. teikningum Sigurlaugar Sigurjónsdóttur dags. 26.10.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2107408 – Langeyrarvegur 20, byggingarleyfi

      Fasteignafélagið Langeyri ehf. óskar eftir að breyta einbýlishúsi við Langeyrarveg í 3 íbúðir. Lítlisháttar breyting verður á ytra byrði hús, komið verður fyrir nýrri hurð við inngang á 3. hæð. Nýjar svalir. Nýtt bílastæðabókhald og úrbætur á aðkomu lóðar. Innanhúsbreytingar eiga við á hverri hæð.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2112270 – Smyrlahraun 43, breyting

      Ólafur Óskar Axelsson og Erna Mjöll Grétarsdóttir sækja um að breyta innra fyrirkomulagi íbúðar á tveimur hæðum. Gerður er nýr stigi, innan íbúðar, á milli hæða. Ekki er um breytingar á skráningu að ræða.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2112266 – Austurgata 11, breyting

      Jón Birgir Jónsson sækir um breytingu frá áður samþykktri umsókn. 2. hæð viðbyggingar er felld niður. Sótt er um bílgeymslu á þak hennar kemur sólarverönd tengd húsi sem fyrir er með léttri brú úr stáli og timbri skv. teikningum Ólafs Axelssonar dags. 15.11.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 2112019 – Drangsskarð 13, breyting á deiliskipulagi

      Hamraberg byggingarfélag ehf. óskar þann 1.12.2021 eftir breytingu á deiliskipulagi, sameiningu lóða og R6 húsi. Breytingin gerir ráð fyrir sameiningu lóða og tilfærslu á byggingarreitum sem taka mið að því að minnka innskot milli eignarhluta. Allir eignarhlutar verði 2 hæðir með tilheyrandi hækkun á hæðarskilum og breikkun á byggingarreitum um 1 m. Hæð húsa hækkar sem nemur á bilinu 0,8-1,0 m. Einhalla með hæsta punkt til suðurs og/eða flatt þak. Íbúðafjöldi eykst úr fjórum íbúðum í sex íbúðir þar sem tvö hús eru með tveim íbúðum og tvö hús með einni íbúð.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að grenndarkynna erindið.

    E-hluti frestað

    • 2112247 – Hlíðarás 43, breyting á deiliskipulagi

      Hörður Jóhann Halldórsson sækir 10.12.2021 um breytingu á deiliskipulagi vegna fyrirhugaðra byggingaframkvæmda. Um er að ræða breytingu á nýtingarhlutfalli.

      Frestað, skipulagsfulltrúi ítrekar fyrri bókun um stærð viðbyggingar allt að 25m2.

    • 2111447 – Tinnuskarð 18, byggingarleyfi

      Arndís Ósk Jónsdóttir sækir 13.11.2021 um byggingarleyfi fyrir tveggja hæða tvíbýlishúsi skv. teikningum Snorra Steins Þórðarsonar dags. 11.11.2021.

      Frestað samræmist ekki gildandi deiliskipulagi.

    • 2112039 – Drangsskarð 8, byggingarleyfi

      Þann 2.12.2021 sækir Hamraberg byggingarfélag ehf. um að byggja tveggja hæða þríbýlishús skv. teikningum Kristins Ragnarssonar dags. 9.11.2021.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2112306 – Gjáhella 5, reyndarteikningar

      Kristinn Már Þorsteinsson leggur 15.12.2021 inn reyndarteikningar vegna ýmissa breytinga innanhúss svo sem innveggir, geymslupallar og milliloft rýma 0101, 0102, 0104, 0106, 0108, 0109 og 0110.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt