Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

5. janúar 2022 kl. 13:00

á fjarfundi

Fundur 866

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Anna Margrét Tómasdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2111417 – Óseyrarbraut 26b, byggingarleyfi

      KLINKA ehf. sækja 18.11.2021 um leyfi til að byggja stálgrindarhús ásamt skrifstofum samkvæmt teikningum Þorleifs Eggertssonar dagsettar 16.11.2021.
      Nýjar teikningar bárust 2.12.2021.
      Nýjar teikningar bárust 8.12.2021.
      Nýjar teikningar bárust 10.12.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2110272 – Álhella 4, reyndarteikningar

      VR-5 ehf. leggja 13.10.2021 inn reyndarteikningar vegna breytinga á innra skipulagi og svölum unnar af Kristni Þorsteinssyni dagsettar okt. 2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2112218 – Geislaskarð 4-6, reyndarteikningar

      Þann 10.12.2021 leggur Skarðshlíð ehf. inn reyndarteikningar af Geislaskarði 4-6 vegna lokaúttektar.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    C-hluti tilkynningarskyldar framkvæmdir

    • 2112288 – Hlíðarás 27, veggur, hús, tilkynningarskyld framkvæmd

      Snorri Sigurðsson leggur 13.12.2021 inn teikningar er varða lóð.

      Erindið er móttekið. Samræmist tilkynningarskyldum framkvæmdum sem tilgreindar eru í grein 2.3.5. byggingarreglugerðar 112/2012. Tilkynna skal til byggingarfulltrúa um lok framkvæmdar.

    • 2112505 – Miðvangur 103, tilkynningarskyld framkvæmd, sólskáli

      Alexander Ágústsson leggur 29.12.2021 inn teikningar af sólskála teiknað af Ragnari Birgissyni dagsettar 6.12.2021.

      Um er að ræða þegar gerða framkvæmd. Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    D-hluti fyrirspurnir

    • 2112460 – Hamranes 21b, fyrirspurn

      Byggingarfélag Hafnarfjarðar ehf. sendir inn fyrirspurn vegna áfangaskiptingar og númeringu á húsum.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa tekur jákvætt í erindið.

    E-hluti frestað

    • 2112394 – Reykjavíkurvegur 74, breyting

      Reginn atvinnuhúsnæði sækir 21.12.2021 um breytingu á innra fyrirkomulagi á 1.hæð og hluta kjallara samkvæmt teikningum Sigríðar Ólafsdóttur dags. 17.12.2021. Engar breytingar eru gerðar á burðarvirki, lögnum, eldvörnum eða stærðum.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt