Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

26. janúar 2022 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 869

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Anna Margrét Tómasdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2112394 – Reykjavíkurvegur 74, breyting

      Reginn atvinnuhúsnæði sækir 21.12.2021 um breytingu á innra fyrirkomulagi á 1. hæð og hluta kjallara samkvæmt teikningum Sigríðar Ólafsdóttur dags. 17.12.2021. Engar breytingar eru gerðar á burðavirki, lögnum, eldvörnum eða stærðum.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2201424 – Lækjargata 2, breyting á skráningartöflu

      Klapparholt ehf. sækja þann 13.01.2022 um breytingu á skráningartöflu sem fellst aðallega í tilfærslu og leiðréttingu á rýmisnúmerum samkvæmt teikningum Kristjáns Arnar Kjartanssonar dags. 07.12.2021.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 2112056 – Tinnuskarð 6, breyting á deiliskipulag

      Á fundi skipulags- og byggingarráð þann 16. nóvember sl. var samþykkt að grenndarkynna erindi Matthíasar Óskars Barðasonar fh. lóðarhafa dags. 3.12.2021 um breytingu á deiliskipulagi Tinnuskarðs 6 í samræmi við 2. gr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
      Helstu breytingar eru fjölgun íbúða úr tveimur í þrjár, stækka byggingarreit og fella niður kröfu um bundna byggingarlínu. Fjölga bílastæðum um eitt á lóðinni, heimila minniháttar útbyggingar 80 cm út fyrir byggingarreit og auka byggingarmagn um 10 m2.
      Erindið var grenndarkynnt 15.12.2021-15.1.2022. Athugasemd barst.

      Erindinu er vísað til skipulags- og byggingarráðs.

    • 2109613 – Vikurskarð 5, breyting á deiliskipulagi

      Á fundi skipulags- og byggingarráði þann 16. nóvember sl. var samþykkt að grenndarkynna erindi Hástígs ehf. dags. 17.9.2021 um breytingu á deiliskipulagi Vikurskarð 5 í samræmi við 2. gr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
      Helstu breytingar snúa að breytingu á lögun byggingarreits, kóti á inngangshæð hækkaður og aðlagaður betur að hæð lóðarinnar. Íbúðum fjölgað úr þremur í fjórar. Húsið verður tvær hæðir. Hámarkshæð til
      norðurs hækkar.
      Erindið var grenndarkynnt 21.12.2021-20.1.2022. Engar athugasemdir bárust.

      Erindið er samþykkt og að afgreiðslu verði lokið í samræmi við skipulagslög.

    • 2112024 – Suðurhöfn reitur 4.1 - Suðurbakki, breyting á deiliskipulag

      Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 08.12. 2021 var samþykkt að grenndarkynna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Suðurhafnar samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í að ný lóð verði útbúin með byggingarreit fyrir 30 m² veituhús rafmagns. Erindið var grenndarkynnt 20.12.2021 – 17.1.2022. Engar athugasemdir bárust.

      Erindið er samþykkt og að afgreiðslu verði lokið í samræmi við skipulagslög.

    • 2201549 – Víkurgata, endurnýjun á gaslögn

      Rio Tinto á Íslandi hf. sækja 19.1.2022 um að endurnýja gaslögn milli gasfélagsins og Rió á Íslandi en fyrirhuguð lagnaleið liggur undir veg á eigu Hafnarfjarðar.

      Frestað milli funda. Óskað er eftir nánari skýringum með tilliti til gildandi deiliskipulags.

    • 2201501 – Völuskarð 22, breyting á deiliskipulagi

      Þann 17.1.2022 óskar Jóhann Ögri Elvarsson eftir breytingu á deiliskipulagi Völuskarðs 22. Breytingin snýr að breytingu á húsgerð. Í stað tveggja hæða húss verði parhús á einni hæð.

      Erindinu vísað í grenndarkynningu skv. 2.mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 2201609 – Áshamar 42, framkvæmdaleyfi

      Þann 24.01.2022 leggur Gísli Jóhann Johnsen inn umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir fleygun og greftri við Áshamar 42.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi.

    • 2201563 – Bláfjallasvæðið, framkvæmdaleyfi

      Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sækja 20.1.2022 um framkvæmdaleyfi til borunar á fjórum nýjum rannsóknarholum til grunnvatnsmælinga á Bláfjallasvæðinu.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi.

    D-hluti fyrirspurnir

    • 2201606 – Álfaskeið 31, fyrirspurn um svalir

      Þann 24.01.2022 leggur Haraldur Ingvarsson inn fyrirspurn fyrir hönd eiganda vegna svala á vesturhlið hússins.

      Tekið er neikvætt í erindið eins og það liggur fyrir. Fallist er á stækkun að hámarki einn meter út fyrir byggingarreit á báðum hæðum.

    E-hluti frestað

    • 2201546 – Borgahella 1, byggingarleyfi

      KB Verk ehf. sækir 19.1.2022 um að byggja geymslu/atvinnuhúsnæði, úr límtré með 15 aðskildum einingum samkvæmt teikningum Sigríðar Óladóttur dagsettar 9.1.2022.

      Erindi frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2201578 – Völuskarð 24, byggingarleyfi

      Viktor Tyscenko Viktorsson sækir 24.1.2022 að byggja tveggja hæða staðsteypt einbýlishús samkvæmt teikningum Róberts Svavarssonar.

      Erindi frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2201506 – Hádegisskarð 8, byggingarleyfi

      Byggingarfélagið Bogi ehf. sækir um heimild fyrir byggingu tvíbýlishús á tveimur hæðum á með tveimur innbyggðum bílskúrum.

      Erindi frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2201530 – Hjallabraut 49. MHL.04,05, byggingarleyfi

      Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf. sækir 19.1.2022 um að byggja tvö raðhús, með samtals sjö íbúðum, við Hjallabraut 49 skv. teikningum Bjarna Snæbjörnssonar dags. 17.1.2022.

      Erindi frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2201529 – Hjallabraut 49, mhl.01,02,03, byggingarleyfi

      Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf. sækir 19.1.2022 um að byggja þrjú einbýlishús að Hjallabraut 49 skv. teikningum Bjarna Snæbjörnssonar dags. 17.1.2022.

      Erindi frestað gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt