Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

2. febrúar 2022 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 870

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Berglind Björg Sigvaldadóttir starfsmaður
  • Anna Margrét Tómasdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2112039 – Drangsskarð 8, byggingarleyfi

      Þann 2.12.2021 sækir Hamraberg byggingarfélag ehf. um að byggja tveggja hæða þríbýlishús skv. teikningum Kristins Ragnarssonar dags. 9.11.2021.
      Teikningar bárust 25.01.2022.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2201546 – Borgahella 1, byggingarleyfi

      KB Verk ehf. sækir 19.1.2022 um að byggja geymslu/atvinnuhúsnæði, úr límtré, með 15 aðskildum einingum samkvæmt teikningum Sigríðar Óladóttur dagsettar 9.1.2022.
      Nýjar teikningar bárust 1.02.2022.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2202060 – Dofrahella 3, breyting, gluggar

      1540 ehf. sækir þann 31.01.2022 um breytingu. Bætt er við 1 glugga á vesturgafl og 3 gluggum á austurgafl. Gluggar eru miðjusettir milli lóðréttra súlna og staðsetning samræmd samkvæmt teikningum Eyjólfs Valgarðssonar dags. 29.12.2021.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 2107615 – Drangsskarð 1, breyting á deiliskipulagi

      Á fundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 24. nóvember sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. gr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 umsókn Baldurs Ólafs Svavarsson fh. lóðarhafa um breytingu á deiliskipulagi. Breytingin snýr að breytingu á húsgerð, úr tvíbýlishúsi í parhús á tveim hæðum auk þess sem byggingarreit er snúið til að auðvelda aðkomu frá götu. Erindið var grenndarkynnt 29.12.sl.- 27.1.2022. Engar athugasemdir bárust.

      Erindinu verður lokið í samræmi við skipulagslög.

    • 1812023 – Skarðshlíð, farsímamastur

      Skipulags- og byggingarráð samþykkti 30.11.sl að auglýsa og kynna tillögu Strendings dags. 15.11.2021 vegna lóðar fyrir farsímamastur í Skarðshlíð. Tillagan sýnir lóð fyrir mastur sendibúnað farsíma, norðvestan við íbúðarbyggð í Skarðshlíð. Gert er ráð fyrir að mastrið verði 12 m hátt, á lóð sem er 8x8m að stærð. Aðkoma að lóðinni er úr enda Bjargsskarðs.
      Bæjarstjórn samþykkti afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs þann 8.12.2021. Frestur til að skila inn athugasemdum var til 27. janúar 2022. Engar atugasemdir bárust.

      Erindinu verður lokið í samræmi við skipulagslög.

    D-hluti fyrirspurnir

    • 2201485 – Norðurbraut 11, fyrirspurn

      Ólöf Flygenring fh. lóðarhafa óskar eftir að hækka núverandi hús á lóðinni og bæta við lítilli viðbyggingu við suðurhlið. Ný klæðning og nýtt útlit á húsið.

      Erindinu frestað á meðan erindi um lóðarstækkun verði lokið. Eigandi hefur byggt sólpall út fyrir lóðarmörk til norðurs og skjólvegg á lóðarmörkum til austurs sem er
      of hár.

    • 2201537 – Móbergsskarð 1,3,5,7, fyrirspurn

      Fyrirspurn lóðarhafa barst 12.1.2022 varðandi aðgengi að bílaplönum og frágangi götumegin við húsin.

      Tekið er neikvætt í erindið. Eigandi Móbergsskarði 5 er með innkeyrslu þar sem gestastæði á að vera samkvæmt skipulagi. Gestastæði verður því fært fyrir framan húsið.

    E-hluti frestað

    • 2201457 – Rauðhella 3, reyndarteikningar

      Reynir Kristjánsson fh. Rauðhella eignarhaldsfélag ehf. leggur 17.1.2022 inn reyndarteikningar af þegar byggðu húsi að Rauðhellu 3.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2201659 – Sævangur 52, byggingarleyfi

      Eggert Eyjólfsson sækir þann 26.01.2022 um að byggja viðbyggingu á 1. hæð, stækka gluggagöt og hurðagöt í kjallara stækka bílskurshurð og breyta stiga innanhús.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    F-hluti önnur mál

    • 2111316 – Stofnræsi, Kapelluhraun - Hraunavík

      Hafnarfjarðarkaupstaður sækir 1.2.2022 um framkvæmdaleyfi vegna stofnræsis í Kapelluhrauni.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi.

    • 2201549 – Víkurgata, endurnýjun á gaslögn

      Tekin fyrir að nýju umsókn Rio Tinto á Íslandi hf. dags. 19.1.2022 um framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar gaslagnar milli gasfélagsins og Rió á Íslandi en fyrirhuguð lagnaleið liggur undir veg á eigu Hafnarfjarðar.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi.

Ábendingagátt