Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

9. febrúar 2022 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 871

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Berglind Björg Sigvaldadóttir starfsmaður
  • Anna Margrét Tómasdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. B-hluti skipulagserindi

    • 2202162 – Lækjarberg 44, fyrirspurn

      Markús Jóhannsson og Guðný Björg Kristjánsdóttir leggja 7.2.2022 inn fyrirspurn vegna byggingu sólskála og skipta út bílskúrshúrð fyrir glugga og inngangshurð.

      Fyrirspurnin er tvíþætt. Tekið er jákvætt í byggingu sólskála en neikvætt í bílskúrsbreytingu sjá minnisblað.

    • 2202163 – Staðarberg 2-4, fyrirspurn

      Lögð fram fyrirspurn Reita dags. 7.2.2022 um stækkun á verslunarrými.

      Tekið er neikvætt í fyrirspurnina eins og hún liggur fyrir sjá minnisblað.

    E-hluti frestað

    • 2202075 – Sólvangsvegur 2, reyndarteikningar

      Þann 1.2.2022 eru lagðar inn reyndarteikningar 2-4 hæðar gamla Sólvangs. Nýjar teikningar bárust 03.02.2022.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt