Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

16. febrúar 2022 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 872

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Anna Margrét Tómasdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2202075 – Sólvangsvegur 2, reyndarteikningar

      Þann 1.2.2022 eru lagðar inn reyndarteikningar 2-4 hæðar gamla Sólvangs. Nýjar teikningar bárust 03.02.2022.

      Erindið samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2202091 – Hádegisskarð 27, reyndarteikningar

      Nýsmíði ehf. leggur þann 02.02.2022 inn reyndarteikningar.

      Erindið samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2106409 – Norðurbraut 17, byggingarleyfi

      Dagný Dís Magnúsdóttir og Nicolas Krim Boumour sækja 16.06.2021 um leyfi til viðbyggingar við Norðurbraut 17 samkvæmt teikningum Eggerts Guðmundssonar dags 31.05.2021.
      Nýjar teikningar bárust 27.07.2021.
      Nýjar teikningar bárust 28.12.2021.

      Erindið samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2112233 – Gullhella 1, byggingarleyfi mhl. 06

      Guðni Sigurbjörn Sigurðsson fh. lóðarhafa sækir um byggingu stálgrindarhúss. Um er að ræða nýtt iðnaðarhúsnæði í notkunarflokki 1. Í húsnæðinu verður vélaskemma og þvottaaðstaða.

      Erindið samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2202340 – Hringhamar 2, breyting á geymslum

      Bjarg íbúðafélag leggur 11.2.2022 inn teikningar unnar af Ásgeiri Ásgeirssyni dags. 10.2.2022 vegna breytinga á kjallara.
      Nýjar teikningar bárust 14.2.2022

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    B-hluti skipulagserindi

    • 2202100 – Tinnuskarð 20, 22, 26, breyting á deiliskipulagi

      Smári Björnsson fh. lóðarhafa sækir þann 03.02.2022 um breytingu á deiliskipulagi. Hestu breytingar eru að hús verða parhús á tveimur hæðum og íbúðum fjölgar um eina á hverri lóð.

      Erindið verður grenndarkynnt.

    • 2201501 – Völuskarð 22, breyting á deiliskipulagi

      Samþykkt var 27.1.2022 að grenndarkynna erindi Jóhanns Ögra Elvarssonar vegna breytinga á deiliskipulagi. Breytingin snýr að breytingu á húsgerð. Í stað tveggja hæða húss verði parhús á einni hæð. Erindið var grenndarkynnt. Samþykki allra sem fengu grenndarkynninguna hefur borist.

      Málinu verður lokið í samræmi við skipulagslög.

    • 2202367 – Völuskarð 20, fyrirspurn

      Gylfi Andrésson leggur 14.2.2022 inn fyrirspurn varðandi breytingu á deiliskipulagi. Óskað er eftir að breyta tveggja hæða húsi í einnar hæða.

      Tekið er neikvætt í fyrirspurnina eins og hún liggur fyrir.

    C-hluti tilkynningarskyldar framkvæmdir

    • 2202348 – Álhella 7H, tilkynningskyld, veitustöð

      Þann 14.2.2022 tilkynna HS veitur um framkvæmd vegna endurnýjunar dreifistöðvar.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr.160/2010. Tilkynna skal til byggingarfulltrúa um lok framkvæmdar.

    • 2202421 – Berjahlíð 1a, tilkynningarskyld framkvæmd

      Þann 14.2.2022 tilkynna HS veitur um framkvæmd vegna endurnýjunar dreifistöðvar.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr.160/2010. Tilkynna skal til byggingarfulltrúa um lok framkvæmdar.

    E-hluti frestað

    • 2202345 – Íshella 1, breyting

      Vallarbyggð sækir 11.2.2022 um að breyta innra skipulagi. Bæta við einni einingu í syðrihluta hússins.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2008162 – Flatahraun 7, reyndarteikningar af MHL.01

      FF7 ehf. leggja inn reyndarteikningu af Flatahrauni 7. MHL.01 vegna lokaúttektar sem er verið að vinna að samkvæmt teikningum Jóhanns Kristinssonar dagsettar 29.7.2020.
      Nýjar teikningar bárust 03.2.2022.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2202191 – Hringhella 7, reyndarteikningar

      SSG verktakar ehf. leggja 8.2.2022 inn reyndarteikningar unnar af Ívari Haukssyni.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    F-hluti önnur mál

    • 2202442 – Stóri-Skógarhvammur, vegslóði frá Vatnsskarðsnámum

      Skógræktarfélag Hafnarfjarðar óskar eftir með tölvupósti dags. 16. febrúar 2022 að lagfæra vegslóða að Stóra-skógarhvammi í Undirhlíðum. Jákvæð umsögn heilbrigðiseftirlits liggur fyrir þar sem stígurinn liggur í jaðri fjarsvæðis vatnsverndar.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að umræddur stígur sé lagaður.

Ábendingagátt