Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

14. mars 2022 kl. 15:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 876

Mætt til fundar

 • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
 • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
 • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
 • Berglind Björg Sigvaldadóttir starfsmaður
 • Anna Margrét Tómasdóttir starfsmaður

Ritari

 • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 2203313 – Selhella 9, breyting í anddyri

   Vesturkantur ehf. sækir um að byggja anddyri sem rúmar sjálfsafgreiðslu bögglabox við Selhellu 9.

   Erindið samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Afgreiðsla erindis byggist á heimild 3. mgr. 44. greinar skipulagslaga til að falla frá grenndarkynningu.

  • 2201506 – Hádegisskarð 8, byggingarleyfi

   Byggingarfélagið Bogi ehf. sækir um heimild fyrir byggingu tvíbýlishús á tveimur hæðum með tveimur innbyggðum bílskúrum.
   Teikningar bárust 4.3.2022.
   Nýjar teikningar bárust 08.03.2022.

   Erindið samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  D-hluti fyrirspurnir

  • 2109651 – Háihvammur 8. fyrirspurn, deiliskipulag

   Hákon Ingi Sveinbjörnsson leggur 17.9.2021 inn fyrirspurn vegna stækkunar bílskúrs til suðurs.

   Tekið er jákvætt í erindið.

  E-hluti frestað

  • 2203294 – Miðvangur 111, viðbygging ofan á bílskúr

   Jóhanna Bárðardóttir og Ingvar Már Leósson sækja 09.03.2022 um leyfi fyrir viðbyggingu ofaná núverandi bílskúr samkvæmt teikningum Jóhanns Magnúsar Kristinssonar dags. 04.03.2022.

   Frestað gögn ófullnægjandi.

  • 2203315 – Þrúðvangur 10, viðbygging

   Arnar Ingi Einarsson sækir 10.3.2022 um heimild fyrir viðbygginu sem tengir saman efri og neðri hæð hússins samkvæmt teikningum Helga Ólafssonar dagsettar 14.2.2022.

   Frestað gögn ófullnægjandi og ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag.

Ábendingagátt