Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

6. apríl 2022 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 879

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Eva Ósk Guðmundsdóttir aðstoðarmaður byggingafulltrúa
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Anna Margrét Tómasdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2007684 – Klettagata 4, breyting

      Sævar Bjarki Einarsson sækir 27.7.2020 um að breyta stiga og stækkun samkvæmt teikningum Hlyns Björgvinssonar dagsettar 2.5.2020.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2204066 – Selhella 1, byggingarleyfi, breytingar

      Eldís ehf. fh. Smáragarðs ehf. sækir 4.4.2022 um breytingar innanhúss skv. teikningu Bjarna Þórs Ólafssonar dags. 1.4.2022.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2203672 – Nónhamar 8, breyting

      Kristinn Ragnarsson fh. Rauða Rósin ehf. sækir 24.3.2022 um breytingar innan- og utanhúss skv. teikningu Kristins Ragnarssonar dags. 22.3.2022.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2202520 – Álhella 34, byggingarleyfi

      Páll Poulsen fh. lóðarhfafa sækir 22.2.2022 um breytingu á byggingarleyfi skv. teikningu Páls Poulsen dags. 21.2.2022. Núverandi upphitaðri geymsluskemmu er breytt í rannsóknarstofu og hún stækkuð með upphitaðri gámaviðbyggingu fyrir skrifstofu og salernisaðstöðu.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2203537 – Drangahraun 7, breyting

      Ágúst Þórðarson fh. lóðarhafa sækir 21.3.2022 um að byggja við atvinnuhúsnæði, nýr inngangur og stækkun skrifstofu, skv. teikningum Ágústs Þórðarsonar dags. 15.3.2022.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2107159 – Hádegisskarð 3-5, byggingarleyfi

      RK bygg ehf. sækir 22.6.2021 um að byggja parhús á tveimur hæðum skv. teikningum Kristins Ragnarssonar dags. 22.6.2021.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2020.

    • 2107160 – Hádegisskarð 7-9, bygginarleyfi

      RK bygg ehf. sækir 22.6.2021 um að byggja parhús á tveimur hæðum skv. teikningu Kristins Ragnarssonar dags. 22.6.2021.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2107161 – Hádegisskarð 13-15, byggingarleyfi

      RK bygg ehf. sækir 22.6.2021 um að byggja parhús á tveimur hæðum skv. teikningu Kristins Ragnarssonar dags. 22.6.2021.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2204007 – Vikurskarð 1, breyting, gluggi

      Daníel Þór Hafsteinsson og Aníta Guðnýjardóttir sækja 1.4.2022 um breytingu á glugga á 2. hæð samkvæmt teikningum Jóns Stefáns dagsettar 17.3.2022.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 2203863 – Malarskarð 18-20, breyting deiliskipulag

      Gunnar Agnarsson fh. lóðarhafa sækir 30.3.2022 um breytingu á deiliskipulagi. Breytingin gerir ráð fyrir 58m2 stækkun á byggingarreit og að hús verði einnar hæðar.

      Erindið verður grenndarkynnt.

    D-hluti fyrirspurnir

    • 2202367 – Völuskarð 20, fyrirspurn

      Gylfi Andrésson lagði 14.2.2022 inn fyrirspurn varðandi breytingu á deiliskipulagi. Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa tók neikvætt í fyrirspurnina á fundi sínum þann 16.2.sl.
      Lögð fram ný tillaga í samræmi við minnisblað skipulags.

      Tekið er jákvætt í erindið.

    • 2203804 – Hádegisskarð 18, fyrirspurn deiliskipulag

      Hákon Barðason leggur 29.3.2022 inn fyrirspurn vegna breytinga á deiliskipulagi.

      Tekið er neikvætt í erindið.

    • 2203719 – Þrúðvangur 10, fyrirspurn

      Arnar Ingi Einarsson leggur 27.3.2022 inn fyrirspurn vegna viðbyggingar, leyfilegs byggingarmagns á lóð.

      Tekið er jákvætt í erindið.

    E-hluti frestað

    • 2203794 – Selvogsgata 17-19, breyting

      Ólöf Einarsdóttir, Guðbjörg Hjartardóttir og Helga Einarsdóttir sækja um breytingu á skráningu hússins í samræmi við áður gerðar breytingar, einnig geymsluskúr í garði skv. teikningum Gunnars Loga Þorsteinssonar dags. 02.03.2022 samþ. nágranna er fyrirliggjandi.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2203353 – Suðurgata 38, breyting

      Davíð Arnar Stefánsson og Margrét Gauja Magnúsdóttir sækja um breytingar á húsi samkvæmt teikningum Jóhanns Harðarssonar dags. 10.03.2022.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2203843 – Tinnuskarð 1,byggingarleyfi

      SSG verktakar ehf. sækja 30.3.2022 um að byggja tvíbýlishús á tveimur hæðum skv. teikningu Sigurðar Hafsteinssonar dags. 28.3.2022.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2203707 – Borgahella 17 (var 15), byggingarleyfi

      Byggingarfélagið Ás ehf. sækir 25.3.2022 um að byggja vörugeymslu úr límtré skv. teikningu Páls Poulsen dags. 24.3.2022.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2203803 – Álhella 5, byggingarleyfi

      Litlaland ehf. sækir 29.3.2022 um byggingarleyfi fyrir þrjú atvinnuhúsnæði á 1 og 2 hæðum byggð úr yleiningum í þremur matshlutum skv. teikningu Kristins Ragnarssonar dags. 25.1.2022.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2203638 – Hringhamar 9 og 11, byggingarleyfi

      Plúsarkitektar ehf. fh. Byggingarfélags Hafnarfjarðar sækir 23.3.2022 um byggingu matshluta 1 og 2 skv. teikningu Haralds Ingvarssonar dags. 23.3.2022. Matshluti 1 er 36 íbúða hús og matshluti 2 er bílakjallari, bílaplan og skábraut. Byggingin skiptist í tvo sambyggða hluta með aðskilda stigakjarna. Lægri hluti er 4 hæðir og 15 íbúðir og hærri hluti 6 hæðir og 21 íbúð.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2204015 – Drangsskarð 1, byggingarleyfi

      Baldur Ólafur Svavarsson sækir fh. lóðarhafa um byggingarleyfi fyrir staðsteyptu samliggjandi samhverfu parhúsi á tveimur hæðum.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    F-hluti önnur mál

    • 1709028 – Hellisgerði 100 ára

      Helga Stefánsdóttir óskar f.h. umhverfis- og skipulagssviðs Hafnarfjarðar um framkvæmdaleyfi fyrir endurgerð og lagfæringu aðalstíga í Hellisgerði.

      Skipulags-og byggingarfulltrúar veita umbeðið framkvæmdaleyfi.

    • 2204038 – Uppsetning á fræðsluskiltum

      Björn Pétursson bæjarminjavörður óskar eftir með tölvupósti dags. 31. mars 2022 að fá leyfi til að setja upp 2 ný sögu/minjaskilti svipuð þeim sem eru þegar uppsett í bæjarlandinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúar heimila uppsetningu á skiltunum.

    • 2203862 – Krýsuvíkurvegur, beiðni um afnot af landi

      Viðburðir ehf. óska eftir leyfi til að nota land bæjarins fyrir dróna vegna myndatöku þann 16. og 17. maí nk. Auk þess er óskað efir heimild til að setja upp nokkur eldker á sléttum fleti í hrauninu við Bláfjallaveginn alveg við veginn.

      Skipulags- og byggingarfulltrúar heimila viðburðinn fyrir sitt leiti, að því gefnu að leyfi frá Samgöngustofu vegna dróna liggi fyrir. Eins er veitt leyfi fyrir að setja eldker á sléttum fleti í hrauninu og ganga á veginum svo framarlega sem leyfi Vegagerðarinnar liggi fyrir.

Ábendingagátt