Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

4. maí 2022 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 882

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Eva Ósk Guðmundsdóttir aðstoðarmaður byggingafulltrúa
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Anna Margrét Tómasdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2205130 – Völuskarð 22a, byggingarleyfi

      Jóhann Ögri Elvarsson og Rut Helgadóttir sækja 4.3.2022 um að byggja staðsteypt parhús á einni hæð með bílskýli skv. teikningum Andra Andréssonar. Teikningar bárust 29.03.2022.

      Húsið er parhús og þann 7.03.2022 var ein umsókn samþykkt en nú er sótt um að hafa tvö byggingarleyfi á húsunum. Erindið er samþykkt.

    • 2109329 – Völuskarð 28, breyting

      Stefán Þ. Ingólfsson fh. lóðarhafa leggur 31.8.2021 inn breytta uppdrætti.
      Nýjar teikningar bárust 05.11.2021.
      Nýjar teikningar bárust 06.04.2022.
      Nýjar teikningar bárust 03.05.2022.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2203843 – Tinnuskarð 1, byggingarleyfi

      SSG verktakar ehf. sækja 30.3.2022 um að byggja tvíbýlishús á tveimur hæðum skv. teikningu Sigurðar Hafsteinssonar dags. 28.3.2022.
      Nýjar teikningar bárust 11.4.2022.
      Nýjar teikningar bárust 25.04.2022.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2204312 – Tinnuskarð 20, byggingarleyfi

      Smári Björnsson fh. lóðarhafa sækir þann 25.04.2022 um að byggja parhús á tveimur hæðum.
      Nýjar teikningar bárust 3.5.2022.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2205024 – Tinnuskarð 22, byggingarleyfi

      Smári Björnsson fh. lóðarhafa sækir þann 2.5.2022 um að byggja parhús á tveimur hæðum.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2205025 – Tinnuskarð 26, byggingarleyfi

      Smári Björnsson fh. lóðarhafa sækir þann 2.5.2022 um að byggja parhús á tveimur hæðum.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2203823 – Áshamar 10, mhl 01, byggingarleyfi

      Skuggi 6 ehf. sækir 30.3.2022 um byggingarleyfi fyrir 5-6 hæða, fjölbýlishús, mhl. 01, auk kjallara skv. teikningum Kristins Ragnarssonar dags. 28.3.2022.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2205145 – Áshamar 8, mhl 02, byggingarleyfi

      Skuggi 6 ehf. sækir 4.5.2022 um byggingarleyfi fyrir 5-6 hæða, fjölbýlishús, mhl. 02, auk kjallara skv. teikningum Kristins Ragnarssonar dags. 28.3.2022.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2205144 – Áshamar 6, mhl 03, byggingarleyfi

      Skuggi 6 ehf. sækir 4.5.2022 um byggingarleyfi fyrir 5-6 hæða, fjölbýlishús, mhl. 03, auk kjallara skv. teikningum Kristins Ragnarssonar dags. 28.3.2022.

      Erindið samþykkt í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 2205143 – Áshamar 4, mhl 04, byggingarleyfi

      Skuggi 6 ehf. sækir 4.5.2022 um byggingarleyfi fyrir 5-6 hæða, fjölbýlishús, mhl. 04, auk kjallara skv. teikningum Kristins Ragnarssonar dags. 28.3.2022.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2205148 – Áshamar 2, mhl. 05, byggingarleyfi

      Skuggi 6 ehf. sækir 4.5.2022 um byggingarleyfi fyrir 5-6 hæða, fjölbýlishús, mhl. 05, auk kjallara skv. teikningum Kristins Ragnarssonar dags. 28.3.2022.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 2205149 – Áshamar 2 og 4, bílgeymsla, við mhl. 04 og 05, byggingarleyfi

      Skuggi 6 ehf. sækir 4.5.2022 um leyfi fyrir bílageymslu við hlið mhl. 04 og 05.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2205150 – Áshamar 6, 8 og 10, bílgeymsla við mhl. 01, 02 og 03, byggingarleyfi

      Skuggi 6 ehf. sækir 4.5.2022 um leyfi fyrir bílageymslu við hlið mhl. 01, 02 og 03.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2205162 – Áshamar 54-56, bílkjallari mhl. 07, byggingarleyfi

      XP3 ehf. sækja 4.5.2022 um að byggja bílkjallara við Áshamar 54-56 samkvæmt teikningum Guðna Pálssonar dagsettar 2.5.2022. Um óverulegt frávik frá deiliskipulagi er að ræða samanber 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2205161 – Áshamar 54, mhl. 02, byggingarleyfi

      XP3 ehf. sækja 4.5.2022 um að byggja fjölsbýlishús samkvæmt teikningum Guðna Pálssonar dagsettar 2.5.2022. Um óverulegt frávik frá deiliskipulagi er að ræða samanber 3. mgr. 43 gr skipulagslaga.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    B-hluti skipulagserindi

    • 2205058 – Áshamar 42, breyting á deiliskipulagi, djúpgámar

      Lagður fram uppdráttur vegna óverulegrar breytingar á deiliskipulagi. Um breytta staðsetningu á djúpgámum er að ræða.

      Erindið er samþykkt með vísan til 3. mgr. 44. greinar skipulagslaga.

    • 2203875 – Öldutún 20, breyting á deiliskipulagi

      Bjarni Matthías Jónsson sækir 31.3.2022 um breytingu á deiliskipulagi vegna byggingarreits.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa tekur neikvætt í breytingu á deiliskipulagi eins og hun liggur fyrir. Umsækjanda bent á að samkvæmt deiliskipulagi er heimild fyrir byggingu á bílskúr allt að 32m2 og skal tillagan taka mið af því.

    • 2203718 – Völuskarð 12, breyting á deiliskipulagi

      Ískjölur Byggingafélag ehf. leggur 23.3.2022 inn tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan gerir ráð fyrir breytingu á húsgerð, verði parhús á 2. hæðum.

      Lagt fram.

    D-hluti fyrirspurnir

    • 2204407 – Skógarás 5, sólskáli, fyrirspurn

      Ellert Vigfússon leggur 27.4.2022 inn fyrirspurn vegna sólskála á hluta verandar á vesturhlið hússins. Stærð skálans er áætluð 2,5×5 metrar.

      Tekið er jákvætt í erindið.

    • 2203804 – Hádegisskarð 18, fyrirspurn deiliskipulag

      Hákon Barðason leggur 29.3.2022 inn fyrirspurn vegna breytinga á deiliskipulagi. Tekið var neikvætt í erindið á fundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 6.4. sl. Óskað hefur verið rökstuðnings. Lagður fram rökstuðningur.

      Lagt fram.

    • 2204326 – Íshella 2, fyrirspurn

      EKO EIGNIR ehf leggja 25.4.2022 inn fyrirspurn vegna breytinga á deiliskipulagi. Breytingin felur í sér hækkun á vegg- og mænishæð byggingar og breytingu á skilgreiningu byggingarreits innan lóðarinnar.

      Tekið er jákvætt í að unnið verði áfram með deiliskipulagsbreytingu í samráði við skipulagsfulltrúa.

    E-hluti frestað

    • 2204411 – Holtsgata 13, breytingar

      Hildur Kristinsdóttir sækir 27.4.2022 um heimild til að setja
      útgönguhurð út í garð ásamt stig og palli.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2204345 – Hrauntunga 10, breyting

      Darija Kospenda og Milan Kospenda sækja þann 25.04.2022 um að breyta notkun á þegar samþykktum bílskúr á lóðinni í vinnustofu með sólstofu samkvæmt teikningum Stefaníu Helgu Pálmarsdóttur dags. 10.04.2022.

      Erindi frestað.

    • 2204301 – Mávahraun 16, breytingar

      Guðrún Sigurjónsdóttir sækir 22.4.2022 um breytingar. Skipta út þaki og gluggum auk þess að breyta núverandi ásýnd á garðskála.

      Frestað gögn ófullnægjandi

    F-hluti önnur mál

    • 2204217 – Hvaleyrarvatn, æfingar á sjóbrettum

      María Sif Guðmundsdóttir óskar eftir því að fá að nýta Hvaleyrarvatn undir æfingar á sjóbretti eða svokölluð strandbretti eða SUP (stand up paddle board). Æfingatímarnir eru mest á morgnana.

      Skipulags- og byggingarfulltrúar samþykkja erindið sbr. heimild sem samþykkt var á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs þann 20. október 2021.

    • 2205054 – Strandgata 4, vegglistaverk

      Menningar- og ferðamálanefnd óskar eftir heimild til að vegglistaverk verði málað húsgafl á húsnæði Hafnarfjarðarbæjar við Strandgötu 4 og 1. Hugmyndin er að setja QR kóða á vegglistaverkið sem vísar á netkort með upplýsingum um þau listaverk sem prýða bæinn.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa heimila að vegglistaverkið verði sett upp á gafl Strandgötu 4 og 1.

    • 2205125 – Sléttuhlíð og Stórhöfði, reiðstígar, framkvæmdaleyfi

      Hafnarfjarðarkaupstaður sækir um framkvæmdaleyfi vegna reiðstígagerðar við Sléttuhlíð og Stórhöfða á grundvelli aðalskipulags Hafnarfjarðar.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa fela skipulagsfulltrúa útgáfu framkvæmdaleyfis. Vakin er athygli á því að í jaðri svæðisins er á aðalskipulag Hafnarfjarðar landnotkunarflokkur ÍÞ 10 og skal leiða reiðstíginn utan þess svæðis.

Ábendingagátt