Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

11. maí 2022 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 883

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Eva Ósk Guðmundsdóttir aðstoðarmaður byggingafulltrúa
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Anna Margrét Tómasdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2205254 – Dofrahella 3, breyting

      1540 ehf. sækir 9.5.2022 um breytingu vegna handlauga og gluggar á gólfum hækkaðir samkvæmt teikningum Eyjólfs Valgarðssonar dagsettar 3.5.2022.

      Erindið samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 2203863 – Malarskarð 18-20, breyting deiliskipulag

      Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa Hafnarfjarðar þann 6. apríl 2022 var samþykkt að grenndarkynna tillögu Gunnars Agnarssonar um breytingu á deiliskipulagi. Breytingin gerir ráð fyrir 58m2 stækkun á byggingarreit og að hús verði einnar hæðar. Tillagan var grenndarkynnt 8.4.-10.5.2022. Engar athugasemdir bárust.

      Erindinu er lokið í samræmi við skipulagslög.

    D-hluti fyrirspurnir

    • 2201485 – Norðurbraut 11, fyrirspurn

      Tekin fyrir að nýju fyrirspurn vegna framkvæmda á lóð.

      Sjá umsögn skipulagsfulltrúa.

    • 2102218 – Glimmerskarð 2-6 og 8-12, fyrirspurn

      Sjónver ehf. leggur 10.5.2022 inn nýja tillögu vegna breytinga á deiliskipulagi. Tillagan gerir ráð fyrir 4 húsum á einni og hálfri hæð með einhalla þaki á hvorri lóð. Ekki er gert ráð fyrir bílskúr.

      Tekið er jákvætt í erindið.

    • 2205049 – Arnarhraun 40, breyting, fyrirspurn

      Guðmundur Jónsson leggur inn fyrirspurn vegna byggingu bílskýlis ásamt geymslu fyrir hjól og garðáhöld á milli Arnarhrauns 40 og 42. skýlið er með flötu þaki með vatnshalla og 14 m2 geymslu í endanum fjær götu.

      Tekið er neikvætt í erindið samræmist ekki gildandi deiliskipulagi.

    • 2205053 – Þúfubarð 9, breikkun innkeyrslu, fyrirspurn

      Þórey Svanfríður Þórisdóttir leggur inn fyrirspurn vegna breytinga á bílastæðum.

      Tekið er jákvætt í erindið.

    • 2205189 – Norðurbakki 25a, svalalokun,fyrirspurn

      Björg Davíðsdóttir leggur 4.5.2022 inn fyrirspurn vegna svalalokunar.

      Tekið er jákvætt í erindið.

    E-hluti frestað

    • 2205205 – Koparhella 5 MHL.02, nýbygging

      Acrus ehf. sækir 6.5.2022 um byggingarleyfi fyrir stálgrindarhúsi með niðurgröfnum steyptum rýmum skv. teikningum Kristins Karlssonar dags. 7.4.2022.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2205082 – Vitastígur 6, svalir

      Sigmar Svanhólm Magnússon sækir 3.5.2022 um byggingarleyfi fyrir svölum á efri hæð skv. teikningu Ívar Haukssonar dags. 21.10.2021.

      Erindinu er frestað, gögn ófullnægjandi. Erindið verður grenndarkynnt þegar uppfærð gögn berast.

    • 2205231 – Glitberg 5a. byggingarleyfi, einbýlishús

      Kári Eiríksson fh. lóðarhafa sækir 7.5.2022 um leufi til að byggja
      einbýlishús á tveimur hæðum í samræmi við deiliskipulagsskilmála.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    F-hluti önnur mál

    • 2205284 – Vesturgata 4, stöðuleyfi matarvagn

      Food & Banquet tilkynnir um matarvagn innan lóðar tímabilið 6.5.2022-30.9.2022.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að gefa út stöðuleyfi í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2205279 – Strandgata 4, stöðuleyfi vegna viðburða

      Bæjarbíó sækir 6. maí 2022 um stöðuleyfi tímabilið 16.5-3.8.2022 vegna 210 fm. útitjalds, salernisvagns, giringa, útiborða og bekkja vegna útivsæðis viðburða sumarsins, Sumarhjarta Hafnarfjarðar og Hjarta Hafnarfjarðar 2022.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að gefa út stöðuleyfi í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2204076 – Álhella 1, framkvæmdaleyfi

      Hringrás ehf. sækir 2.5.2022 um framkvæmdaleyfi vegna sýnatöku á og við lóðina vegna fyrirhugaðrar starfsemi auk þess sem sótt er um stöðuleyfi vegna vinnubúða.

      Skipulagsfulltrúi samþykkir að gefa út framkvæmdaleyfi vegna sýnatöku.

Ábendingagátt