Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

18. maí 2022 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 884

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Eva Ósk Guðmundsdóttir aðstoðarmaður byggingafulltrúa

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2202586 – Einhella 9, breyting innanhús

      MRS ehf. sækir 24.02.2022 um breytingu á innra skipulagi samkvæmt teikningum Valgeirs Bergs Steindórssonar dags. 11.02.2022.

      Erindið er samþykkkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2204301 – Mávahraun 16, breytingar

      Guðrún Sigurjónsdóttir sækir 22.4.2022 um breytingar. Skipta út þaki og gluggum auk þess að breyta núverandi ásýnd á garðskála.

      Erindið er samþykkkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2205079 – Drangsskarð 2, byggingarleyfi

      Undir jökli ehf. sækja 3.5.2022 um leyfi til að byggja steypt fjölbýlishús á tveimur hæðum samkvæmt teikningum Smára Björnssonar dagsettar í maí 2022.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2204321 – Bjargsskarð 1, byggingarleyfi

      Undir Jökli ehf. sækir 25.4.2022 um byggingarleyfi fyrir byggingu fjölbýlishús.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2103360 – Óseyrarbraut 31a, skrifstofuaðstaða

      Vélsmiðja Orms ehf. sækja 12.3.2021 um byggingu skrifstofu og atvinnuhúsnæðis samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dagsettar 4.3.2021.

      Bygging fer að hluta til út fyrir byggingarreit og með vísan til 3. mgr. 43. greinar skipulagslaga er fallið frá grenndarkynningu og erindið samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    D-hluti fyrirspurnir

    • 2205259 – Austurgata 33, fyrirspurn

      Ásgeir Andri Guðmundsson leggur 8.5.2022 inn fyrirspurn vegna hækkunar á þaki og kvisti. Utanáliggjandi stigi og verönd á norðurhlið. Nýr gluggi á vesturhlið, klæðningarskipti og breytingu á ytra byrði úr plasti í bárujárn.

      Tekið er neikvætt í erindið eins og það liggur fyrir.

    • 2205303 – Borgahella 1, innkeyrsla

      KB verk ehf. leggur 10.5.2022 inn fyrirspurn vegna fjölgunar á innkeyrslum á lóðina, frá Dofrahellu.

      Tekið er neikvætt í erindið.

    • 2205263 – Íshella 5a og 5b, fyrirspurn

      Lárus Kristinn Ragnarsson og Valdimar J Óskarsson leggja 5.5.2022 inn fyrirspurn vegna stækkunar á byggingareit.

      Tekið er jákvætt í erindið.

    E-hluti frestað

    • 2205293 – Tinnuskarð 6, byggingarleyfi

      Hákon Barðason fh. lóðarhafa sækir 10.5.2022 um byggingarleyfi fyrir tveggja hæða þríbýlishúsi ásamt einni aukaíbúð. Burðarvirki húss er staðsteypt, einangrað að utan, og klætt með álklæðningu. Þak er viðsnúið.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2205317 – Hvaleyrarbraut 2, breyting, umfangsflokkur 2

      Fannar Arason fh. lóðarhafa sækir 11.5.2022 um breytingar á innra rými í matvælaframleiðslu.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2205370 – Kelduhvammur 24, breyting, umfangsflokkur 2

      Hjalti Brynjarsson fh. lóðarhafa sækir um breytingu á íbúð 0201. Um er að ræða breytingu á rými í risi, byggja nýjan kvist, svalir og þakglugga.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2204093 – Hringhamar 21, MHL.01, byggingarleyfi

      Kristinn Ragnarsson fh. lóðarhafa sækir 6.4.2022 um byggingarleyfi mhl.01. 85 íbúðir á 5 hæðum 3-6 auk kjallara.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2205157 – Áshamar 42, byggingarleyfi

      Hamravellir ehf. sækir 4.5.2022 um leyfi til að byggja fjölbýlishús MHL.01 ásamt bílkjallara MHL.05 auk djúpgáma fyrir sorp MHL.06 og 07 samkvæmt teikningum Þórarins Malmquist dagsettar 4.5.2022.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2205158 – Áshamar 44, byggingarleyfi

      Hamravellir ehf. sækir 4.5.2022 um leyfi til að byggja fjölbýlishús MHL.02 samkvæmt teikningum Þórarins Malmquist dagsettar 4.5.2022.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2205159 – Áshamar 46,byggingarleyfi

      Hamravellir ehf. sækir 4.5.2022 um leyfi til að byggja fjölbýlishús MHL.03 samkvæmt teikningum Þórarins Malmquist dagsettar 4.5.2022.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2205160 – Áshamar 48, byggingarleyfi

      Hamravellir ehf. sækir 4.5.2022 um leyfi til að byggja fjölbýlishús MHL.03 samkvæmt teikningum Þórarins Malmquist dagsettar 4.5.2022.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2203587 – Dofrahella 2, mhl 01 og 02, breyting

      Kytra ehf sækir 22.3.2022 um breytingar á áður samþykktum teikningum. Milliloft bætt við í MHL.01 og milliloft tekið út af MHL.02, MHL breytist úr iðnaðarbili í geymsluhús samkvæmt teikningum Sigurðar Hallgrímssonar dagsettar 16.3.2022.
      Nýjar teikningar bárust 12.05.2022.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    F-hluti önnur mál

    • 2205329 – Hvaleyrarvatn, stöðuleyfi og afnot af landi

      Soffía Elín Sigurðardóttir sækir um stöðuleyfi fyrir uppsetningu á bjálkakofa/skúr við Hvaleyrarvatn vegna námskeiðahalds.

      Tekið er neikvætt í erindið samræmist ekki deiliskipulagi.

    • 2108853 – Strandstígur, skilti

      Tekin fyrir að nýju umsókn Hafnarfjarðarkaupstaðar um að setja upp söguskilti við Kugelbake á Strandstígnum um sögu vinabæjarsamstarfs Hafnarfjarðar og Cuxhaven í Þýskalandi. Skiltið er gjöf frá Cuxhaven í tilefni af 30 ára vinabæjarsamstarfi.

      Heimild er veitt fyrir uppsetningu á söguskilti.

    • 2205380 – Suðurhella 10, dagsektir vegna óleyfisframkvæmda

      Að Suðurhellu 10 hafa verið settar upp svalir án samþykkis byggingarfulltrúa sem uppfylla ekki ákvæði byggingarreglugerðar. Bréf vegna þessa, þar sem óskað er eftir að svalir verði fjarlægðar, voru send eigendum þann 28.2 og 5.4.2022.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja dagsektir, 20.000 kr. pr. dag, á eigendur fasteigna sem settar hafa verið upp svalir á frá og með 1. júní 2022 í samræmi við 56. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2204393 – Dalshraun 5, breyting á 2. hæð

      Gosi Trésmiðja ehf. sækir 26.4.2022 um breytingu á tveimur skrifstofurýmu, á 2.hæð (04-0201 og 04-0202 í þrjár íbúðir, náist ekki að fallast á að um samþykktar íbúðir sé um að ræða, er þá óskað eftir til vara að þær verði skráðar ósamþykktar íbúðir, samkvæmt teikningum Sigurbjarts Halldórssonar dagsettar 7.4.2022. Erindinu var synjað á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 27.4.2022. Óskað var rökstuðnings synjunar þann 4. maí 2022. Rökstuðningur skipulagsfulltrúa lagður fram.

      Lagt fram.

Ábendingagátt