Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
í fundarherbergi Norðurhellu 2
Eskivellir 11, húsfélag sækir þann 17.05.2022 um leyfi fyrir gustlokun einkasvala hússins samkvæmt teikningum Jóns Hrafns Hlöðverssonar dags. 22.08.2017 með breytingum 05.05.2022. Samþykki eigenda er meðfylgjandi.
Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Eigendur fasteigna þurfa að sækja um svalalokun sinnar eignar.
Gunnar Gunnarsson fh. lóðarhafa sækir um leyfi til að innrétta sportbar í rými á jarðhæð hótelsins.
Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
Tekin fyrir að nýju umsókn Kára Eiríkssonar fh. lóðarhafa um heimild fyrir byggingu glerskála við þegar samþykkt hús. Erindið var grenndarkynnt og var gildistaka breytingar birt í B deild 18.5.sl.
Byggingaráform eru samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
Jónas Árnason sækir 18.5.2022 um að saga út fyrir rennihurð.
Kári Eiríksson fh. lóðarhafa sækir 7.5.2022 um leyfi til að byggja einbýlishús á tveimur hæðum.
Hákon Barðason fh. lóðarhafa sækir 10.5.2022 um byggingarleyfi fyrir tveggja hæða þríbýlishúsi ásamt einni aukaíbúð. Burðarvirki húss er staðsteypt, einangrað að utan, og klætt með álklæðningu. Þak er viðsnúið.
Geymslusvæðið ehf. sækja 29.4.2022 um breytingu á notkun húss. Húsinu skipt upp í fjóra hluta með milliveggjum, grunnskipulagi breytt, fáeinar gönguhurðir felldar út samkvæmt teikningum Kjartans Rafnssonar.
Bjartmar Steinn Guðjónsson leggur inn umsókn um byggingarheimild, umfagnsflokk 1 vegna ýmissa breytinga s.s. lagnarými í kjallara, gluggum, hurðum og þakkanti.
Fannar Arason fh. lóðarhafa sækir 11.5.2022 um breytingar á innra rými í matvælaframleiðslu.
Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki 160/2010.
Gylfi Andrésson sækir 4.5.2022 um breytingu á deiliskipulagi. Tillagan gerir ráð fyrir breytingu á hæðarkótum.
Erindinu vísað í grenndarkynningu skv. 2.mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti 23. mars sl. að auglýsa tillögu að deiliskipulagi reitar 28.B í Hamranesi. Tillagan var í auglýsingu 1. apríl – 16. maí 2022. Engar athugasemdir bárust.
Erindinu verður lokið í samræmi við skipulagslög.
Jóhann Einar Jónsson fh. lóðarhafa leggur 13.5.2022 inn fyrirspurn vegna breytingu á deiliskipulagi. Úr raðhúsi 1-2 hæða með 3 íbúðum í 2. hæða fjölbýli með 4 íbúðum.
Erindinu vísað til skipulags- og byggingarráðs.
Lögð fram fyrirspurn Frímúrastúku Hamars vegna stækkunar á byggingarreit.
Tekið er neikvætt í fyrirspurnina.
Lögð fram fyrirspurn Mílu ehf. vegna staðsetningar á nýju farsímamastri í Hamranesnámu.
Tekið er jákvætt í erindið.
Hákon Barðason leggur 10.5.2022 inn uppfærða tillögu vegna fyrirspurnar um breytingu á deiliskipulagi.
Kristján Bjarnason fh. lóðarhafa sækir 6.5.2022 um breytingu. Um er að ræða nýtt hurðargat sem snýr út í garð í stað glugga og hurð sem er fyrir verður breytt í glugga.
Frestað gögn ófullnægjandi.
Reynir Kristjánsson fh. lóðarhafa sækir 18.5.2022 um byggingarheimild fyrir 2 hæða iðnaðarhúsnæði skv. teikningum dags. 19.5.2022.
Sigurður Hallgrímsson fh. lóðarhafa sækir um leyfi fyrir innanhúsbreytingum vegna búningaaðstöðu.
Jón Magnús Halldórsson fh. lóðarhafa leggur 20.5.2022 inn reyndarteikningar.
Jón Magnús Halldórsson fh. lóðarhafa sækir 20.5.2022 um leyfi fyrir tveimur tveggja hæða byggingum í umfangsflokki 2.
Hugrún Þorsteinsdóttir fh. lóðarhafa sækir 20.5.2022 um að reisa kvist og svalir á norðaustur hlið og þakglugga á suðvestur hlið. Auk þess breytingar á innra skipulagi s.s. stiga til að tengja saman hæðir.
Frestað samræmist ekki deiliskipulagi.
Jóhann Magnús Kristinsson fh. lóðarhafa sækir um byggingarheimild fyrir gróðurhús.
Hafnarfjarðarbær sækir um framkvæmdaleyfi vegna endurgerðar á leikvelli við Grænukinn.
Skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við skipulagslög.
Hafnarfjarðarbær sækir 26.5.2022 um framkvæmdaleyfi vegna nýrrar strætisvagnabiðstöðvar.
Hamranesbyggingar óska eftir leyfi til þess að hefja jarðvegsframkvæmdir á lóðinni til undirbúnings væntanlegum byggingarframkvæmdum, þ.m.t. jarðvegsskipti á byggingarreitum og vegna bílastæða og stíga innan lóðar.