Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

1. júní 2022 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 886

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Eva Ósk Guðmundsdóttir aðstoðarmaður byggingafulltrúa
  • Anna Margrét Tómasdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2204015 – Drangsskarð 1, byggingarleyfi

      Baldur Ólafur Svavarsson fh. lóðarhafa sækir um byggingarleyfi fyrir staðsteyptu samliggjandi parhúsi á tveimur hæðum. Skipulagi lóðar er breytt.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2204247 – Þúfubarð 3, bílgeymsla

      Alma Pálsdóttir sækir 19.4.2022 um stækkun á bílgeymslu í samræmi við gildandi deiliskipulag samkvæmt teikningum Kára Eiríkssonar.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2205422 – Óseyrarbraut 27b, byggingarleyfi

      Jóhann Magnús Kristinsson fh. lóðarhafa sækir um byggingarheimild fyrir gróðurhús.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2205229 – Móabarð 20, breyting

      Kristján Bjarnason fh. lóðarhafa sækir 6.5.2022 um breytingu. Um er að ræða nýtt hurðargat sem snýr út í garð í stað glugga og hurð sem er fyrir verður breytt í glugga. Nýjar teikningar bárust 30.05.2022.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2206014 – Selvogsgata 1, pallur og svalir, umfangsflokkur 1

      Kristín Anna Einarsdóttir sækir 1.6.2022 um byggingarheimild vegna palls norðanmegin og svala á vesturhlið.

      Erindið verður grenndarkynnt þegar uppfærð gögn berast.

    B-hluti skipulagserindi

    • 2205617 – Glimmerskarð 2-6 og 8-12, breyting á deiliskipulagi

      Sjónver ehf. leggur 24.5.2022 inn tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan gerir ráð fyrir fjölgun eigna, auknu byggingarmagni og hækkun á nýtingarhlutfalli.

      Erindið verður grenndarkynnt samkvæmt skipuaglögum

    D-hluti fyrirspurnir

    • 2205618 – Tinnuskarð 12, fyrirspurn

      Hákon Baraðson fh. lóðarhafa leggur 25.5.2022 inn fyrirspurn vegna breytinga á deiliskipulagi.

      Tekið er jákvætt í erindið.

    • 2205655 – Móbergsskarð 14, fyrirspurn

      Óskahús ehf. leggja 29.5.2022 inn fyrirspurn vegna fjölgunar eigna.

      Tekið er neikvætt í erindið.

    • 2205527 – Hólshraun 1, fyrirspurn

      Jón Óli Ólafsson leggur 21.5.2022 inn fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi vegna þvottastöðvar á lóð.

      Tekið er neikvætt í erindið eins og það liggur fyrir.

    F-hluti önnur mál

    • 2206015 – Miklaholt 1, Vesturkot, stöðuleyfi

      Hafnarfjarðarbær sækir 1.6.2022 um stöðuleyfi vegna færanlegra kennslustofa við leikskólann Vesturkot.

      Byggingarfulltrúi samþykkir að veita stöðuleyfi fyrir færanlegar kennslustofur.

Ábendingagátt