Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

24. ágúst 2022 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 894

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Eva Ósk Guðmundsdóttir aðstoðarmaður byggingafulltrúa
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Anna Margrét Tómasdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2205070 – Norðurhella 13, breyting á notkun

      N13 ehf. sækja þann 03.05.2022 um breytingu á notkun húsnæðis, úr atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði samkvæmt teikningum Jóns Þórs Þorvaldssonar dags. 29.04.2022. Greinagerð brunahönnunar barst með umsókninni.

      Erindið samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2203844 – Apalskarð 2-4, endurútgefið byggingarleyfi

      Baldur Ólafur Svavarsson fh. lóðarhafa sækir 30.3.2022 um byggingarleyfi fjölbýlishúss skv. teikningum sem samþykktar voru 15.8.2018. Nýjar teikningar bárust 24.8.2022.

      Erindið samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2205082 – Vitastígur 6, svalir

      Samþykkt var á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa Hafnarfjarðar þann 13.7.2022 að grenndarkynna umsókn Sigmars Svanhólm Magnússonar frá 3.5.2022 um byggingarleyfi fyrir svölum á efri hæð. Erindið var grenndarkynnt 27.7.2022 með athugasemdafresti til 24.8.2022. Þann 9.8.2022 barst grenndarkynntur uppdráttur samþykktur af hlutaðeigandi aðilum.

      Grenndarkynningu er lokið. Þar sem samþykki allra sem fengu grenndarkynninguna liggur fyrir og engar athugasemdir bárust eru byggingaráformin samþykkt í samræmi við mannvirkjalög og skipulagslög.

    B-hluti skipulagserindi

    • 2206260 – Móbergsskarð 8, deiliskipulagsbreyting

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa þann 29.6.2022 samþykkti að grenndarkynna tillögu Hákons Barðasonar fh. lóðarhafa um breytingu á deiliskipulagi. Tillagan gerir ráð fyrir fjölgun íbúða og bílastæða um 1. Grunnflötur byggingarreits minnkar um 46 m2. Gert er ráð fyrir að minniháttar útbyggingar, svalir og skyggni megi fara 1 m út fyrir byggingarreit. Tillagan var grenndarkynnt 5.7-5.8.2022. Engar athugasemdir bárust.

      Málinu verði lokið í samræmi við skipulagslög.

    • 2203875 – Öldutún 20, breyting á deiliskipulagi

      Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 20. júlí sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. gr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 umsókn eiganda við Öldutún 20 um breytingu á deiliskipulagi. Breytingin felst í að byggingarreitur fyrir bílskúr er færður til suðausturs þannig að framlína hans verði samliða inndreginni framlínu hússins við Öldutúni. Byggingarreitur bílskúrsins er stækkaður um 6 m2. Nýtingarhlutfall lóðarinnar breytist úr N=0,62 í N=0,64. Tillagan var grenndarkynnt 26.7.2022 með athugasemdafresti til 28.8.2022. Þann 9.8.2022 barst samþykki hlutaðeigandi aðila.

      Málinu verði lokið í samræmi við skipulagslög.

    • 2203718 – Völuskarð 12, breyting á deiliskipulagi

      Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa Hafnarfjarðar þann 29.6 2022 var samþykkt að grenndarkynna tillögu Ískjaldar Byggingarfélags um breytingu á deiliskipulagi. Tillagan gerir ráð fyrir breytingu á húsgerð, úr raðhúsi í parhús á tveimur hæðum. Gert er ráð fyrir fjórum bílastæðum í tveggja. Erindið var grenndarkynnt tímabilið 5. júlí – 5. ágúst 202. Engar athugasemdir bárust.

      Málinu verði lokið í samræmi við skipulagslög.

    • 2208462 – Hringhella 4, breyting á deiliskipulagi

      Hringhella 4 ehf. leggur 22.08.2022 inn tillögu um breytingu á deiliskipulagi. Tillagan gerir ráð fyrir stækkun á byggingarreit og að ákvæði um bundna byggingarlínu verði fellt niður. Hámarkshæð er aukin í 9.50m. úr 8.50.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að grenndarkynna tillöguna þegar fullnægjandi gögn berast.

    D-hluti fyrirspurnir

    • 2208202 – Dalshraun 7 og 9b, fyrirspurn um sameiningu lóða

      Strendingur ehf. leggur 10.8.2022 inn fyrirspurn um sameiningu lóða, fella niður kvöð um göngustíg og möguleika á léttri tengibyggingu milli húsa.

      Tekið er jákvætt í erindið. Umsækjanda bent á að sækja þarf um deiliskipulagbreytingu þar sem lóðirnar eru sameinaðar og kvöð felld niður.

    E-hluti frestað

    • 2208313 – Hringhamar 17 og 19, MHL. 06 og 07, byggingarleyfi

      Plúsarkitektar ehf. fh. lóðarhafa sækja 15.8.2022 um byggingarleyfi fyrir steinsteyptu 39 íbúða fjölbýlishúsi mhl. 06 og djúpgámum á lóð mhl. 07. Teikningar bárust 17.08.22.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2208190 – Hlíðarás 43, byggingarleyfi

      Hörður Jóhann Halldórsson sækir þann 9.8.2022 um 25fm. viðbyggingu og breytingu á þaki yfir svölum samkvæmt teikningum Halls Kristmundssonar dagsettar 2.8.2022.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2208364 – Garðavegur 3, viðbygging og svalir

      Smári Freyr Smárason sækir 18.8.2022 um viðbyggingu á neðri hæð og svalir yfir viðbyggingu samkvæmt teikningum Jóhanns Harðarsonar dagsettar 2.8.2022 samþykki nágranna barst einnig og brunahönnun.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    F-hluti önnur mál

    • 2208133 – Lónakot, stöðuleyfi loftvöktunarstöð

      Efla fh. Rio Tinto sækir um stöðuleyfi fyrir bráðabirgða loftvöktunarstöð í landi Lónakots.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2208235 – Hellnahraun, Farice og ljósleiðari, framkvæmdaleyfi

      Ljósleiðarinn ehf. sækir 12.8.2022 um framkvæmdaleyfi vegna lagningu Farice strengs og ljósleiðara í gegnum iðnaðarhverfið í Hellnahrauni.

      Skipulagsfulltrúa er falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við skipulagslög.

    • 2208216 – Fjarðargata 13-15, stöðuleyfi tívolí

      Kane Osaac Taylor fh. Taylors Tivoli Iceland ehf. sækir 10.8.2022 um stöðuleyfi fyrir lítið tívolí á bílastæði við Fjörð verslunarmiðstöð tímabilið 19.8.-29.8.2022.

      Umbeðið leyfi var veitt 17.8.2022 með þeim skilyrðum sem fram koma í starfsleyfi til Taylors Tivoli Iceland ehf. Einnig eru gerðar kröfur um góða umgengni, eins litla röskun og unnt er og að allt verði lagað sem raskað verður. Hafnarfjarðarbær er ekki skaðabótaskyldur gagnvart neinu tjóni sem kann að hljótast vegna þessarar starfsemi og öll uppsetningu og niðurrif eru á ábyrgð eigenda. Taka skal tillit til þess trjágróðurs sem þarna er.

Ábendingagátt