Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

31. ágúst 2022 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 895

Mætt til fundar

 • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
 • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
 • Eva Ósk Guðmundsdóttir aðstoðarmaður byggingafulltrúa
 • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
 • Anna Margrét Tómasdóttir starfsmaður

Ritari

 • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 2203587 – Dofrahella 2, mhl. 01, breyting

   Kytra ehf sækir 22.3.2022 um breytingar á áður samþykktum teikningum. Millilofti bætt við í mhl. 01 og milliloft tekið út af samkvæmt teikningum Sigurðar Hallgrímssonar dagsettar 16.3.2022. Nýjar teikningar bárust 12.05.2022 í tvíriti. Nýjar teikningar bárust 16.06.2022 í tvíriti.

   Erindið samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 2206540 – Dofrahella 2, mhl. 02, breyting

   Þann 23.06.2022 sækir Gígur fjárfesting ehf. um að breytingu á mhl. 02 skv. teikningu Sigurðar Hallgrímssonar dags. 30.6.2022.

   Erindið samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 2208561 – Móbergsskarð 10, reyndarteikningar

   Róbert Leifsson leggur 24.8.2022 inn reyndarteikningar dags. 29.6.2022.

   Erindið samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 2208464 – Móbergsskarð 14 og 14a, reyndarteikningar

   Óskahús ehf. leggur 22.8.2022 inn reyndarteikningar fyrir parhús Móbergsskarð 14 og 14a þann 19.08.2022. Teikningar unnar af Hauki Ásgeirssyni dags. 15.05.2022 bárust í tvíriti.

   Erindið samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 2208451 – Móbergsskarð 16, breyting

   Skuggi 3 ehf. sækir 19.8.2022 um breytingu á glugga, stoðvegg og eignarhaldi í bílgeymslu 105 og 106 samkvæmt teikningum Jóhanns Jónssonar dagsettar 18.8.2022.

   Erindið samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 2208685 – Borgahella 3, breyting

   KB verk ehf. sækir 26.8.2022 um leyfi fyrir breytingu samkvæmt teikningum Sigríðar Ólafsdóttur. Nýjar teikningar bárust 26.8.2022.

   Erindið samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 2207013 – Tinnuskarð 5, garðveggir

   Arnar Þór Guðmundsson sækir um heimild fyrir stoðveggjum skv. teikningum Róberts Svavarssonar dags 03.06.2022. Samþykki nágranna er meðfylgjandi.

   Erindið samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 2206014 – Selvogsgata 1, pallur og svalir, umfangsflokkur 1

   Tekin fyrir að nýju umsókn Kristínar Önnu Einarsdóttur um byggingarheimild vegna palls norðanmegin og svala á vesturhlið. Erindið var grenndarkynnt í samræmi við 1. mgr. 44. greinar skipulagslaga. Skipulags- og byggingarráð tók erindið til umfjöllunar á fundi sínum þann 25.8.2022 og gerir ekki athugasemd við að byggingaráform verði samþykkt.

   Erindið samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 2208190 – Hlíðarás 43, byggingarleyfi

   Hörður Jóhann Halldórsson sækir þann 9.8.2022 um 25fm. viðbyggingu og breytingu á þaki yfir svölum samkvæmt teikningum Halls Kristmundssonar dagsettar 2.8.2022.

   Erindið samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 2110102 – Sléttuhlíð C2, viðbygging

   Jón Davíð Ásgeirsson fh. lóðarhafa sækir 5.10.2021 um að stækka húsið í norðvestur um tæpa 3,8m.

   Erindið samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  B-hluti skipulagserindi

  • 2208741 – Skógarás 3, framkvæmdarleyfi

   Siggeir Þór Siggeirsson óskar eftir framkvæmdarleyfi vegna jarðvegsvinnu.

   Skipulagsfulltrúa er falið að gefa út framkvæmdarleyfi í samræmi við skipulagslög.

  • 2208803 – Hringhamar 21-25, framkvæmdarleyfi

   Hamranesbyggingar ehf. sækja um framkvæmdarleyfi vegna jarðvegsvinnu og bílastæða.

   Skipulagsfulltrúa er falið að gefa út framkvæmdarleyfi í samræmi við skipulagslög.

  C-hluti tilkynningarskyldar framkvæmdir

  • 2208691 – Eskivellir 11, gustlokun, íbúð 507

   Ingvar Örn Guðjónsson sækir þann 26.08.2022 um svalalokun á íbúð 507 skv. teikningum sem samþykktar voru 25.5.2022.

   Erindið er móttekið. Samræmist tilkynningarskyldum framkvæmdum sem tilgreindar eru í grein 2.3.6. byggingareglugerðar 112/2012. Tilkynna skal til byggingarfulltrúa um lok framkvæmdar.

  • 2208690 – Eskivellir 11, gustlokun, íbúð 405

   Erla Arnardóttir og Gunnar Karl Gunnarsson sækja þann 26.08.2022 um svalalokun á íbúð 405 skv. teikningum sem samþykktar voru 25.5.2022.

   Erindið er móttekið. Samræmist tilkynningarskyldum framkvæmdum sem tilgreindar eru í grein 2.3.6. byggingareglugerðar 112/2012. Tilkynna skal til byggingarfulltrúa um lok framkvæmdar.

  E-hluti frestað

  • 2208528 – Álhella 1, byggingarleyfi

   Sigurður Einarsson f.h. lóðarhafa óskar eftir að byggja tækja- og stjórnhús fyrir málmtætara. Teikningar unnar af Sigurði Einarssyni dagsettar 18.08.2022 bárust 23.08.2022.

   Erindi frestað og vísað til skipulags- og byggingarráðs.

Ábendingagátt