Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

7. september 2022 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 896

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Eva Ósk Guðmundsdóttir aðstoðarmaður byggingafulltrúa
  • Anna Margrét Tómasdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2204338 – Straumhella 6, byggingarleyfi

      Kristinn Ragnarsson fh. lóðarhafa sækir 25.4.2022 um byggingu forsteypts einingahúss á einni hæð með millipall.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2209082 – Klukkuvellir 7I, dæluhús

      Hafnarfjarðarkaupstaður sækir 1.9.2022 um byggingu dæluhúss fráveitu.

      Erindið er samþykkt í samræmi við 1. mgr. 9. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 um fráveitumannvirki.

    • 2208786 – Völuskarð 28, breyting

      Bátur ehf. sækir þann 30.08.2022 um breytingu á áður samþykktum teikningum vegna breytinga innanhús og breytinga á klæðningu utanhús samkvæmt teikningum Stefáns Ingólfssonar.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2207392 – Völuskarð 8, byggingarleyfi, breyting

      Guðmundur Gunnlaugsson f.h. lóðarhafa sækir 29.07.2022 um leyfi fyrir breytingum á áður samþykktum teikningum svo sem utanhússstiga á gafli sunnanmegin.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2206017 – Smárahvammur 1, sólskáli, endurnýjun

      Guðmundur Gunnlaugsson fh. lóðarhafa sækir um endurnýjun á byggingarleyfi frá 2006 um byggingu sólskála.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 2208498 – Háihvammur 8, breyting á deiliskipulagi

      Hákon Ingi Sveinbjörnsson leggur 22.8.2022 inn tillögu að breytingu á deiliskipulagi vegna stækkunar á bílskúr.

      Erindið verði grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr.

    E-hluti frestað

    • 2206946 – Áshamar 1-7, byggingarleyfi, umfangsflokkur 2, mhl. 01 og 02

      Rafael Pereira Campos De Pinho fh. lóðarhafa sækir um byggingu 36 íbúða fjölbýlishúss mhl. 01 og 02.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2208512 – Áshamar 56, MHL.01, byggingarleyfi

      XP3 ehf. sækir 22.8.2022 um að byggja 54. íbúða fjölbýlishús mhl. 01 samkvæmt teikningum Guðna Pálssonar dags. 14.07.2022. Húsið tengist sama bílakjallara og hús nr. 54.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt