Afgreiðslufundur skipulags- og byggingafulltrúa

5. október 2022 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 899

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir byggingafulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Eva Ósk Guðmundsdóttir aðstoðarmaður byggingafulltrúa
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingafulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2209372 – Tinnuskarð 12, byggingarleyfi

      Hákon Barðason fh. lóðarhafa sækir 9.9.2022 um að byggja þríbýlishús á tveimur hæðum.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2210007 – Borgahella 17, hækkun á húsi

      Byggingarfélagið Ás ehf. sækir 1.10.2022 um breytingu á húsi, hækkað um 30cm í lóð, skv. teikningu Páls Poulsen dags. 25.8.2022.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2210063 – Völuskarð 6, breyting

      Aron Freyr Eiríksson sækir 04.10.2022 um breytingu samkvæmt teikningum Andra G.L.Andréssonar dags. 30.09.2022.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2203803 – Álhella 5, byggingarleyfi

      Litlaland ehf. sækir 29.3.2022 um byggingarleyfi fyrir þrjú atvinnuhúsnæði á 1 og 2 hæðum byggð úr yleiningum í þremur matshlutum skv. teikningu Kristins Ragnarssonar dags. 25.1.2022. Nýjar teikningar mhl. 01 og 02 bárust 10.8.2022.
      Nýjar teikningar mhl. 01 og 02 bárust 20.09.2022.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2206946 – Áshamar 1-7, byggingarleyfi, umfangsflokkur 2, mhl. 02

      Rafael Pereira Campos De Pinho fh. lóðarhafa sækir um byggingu 36 íbúða fjölbýlishúss mhl. 02.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2210047 – Dofrahella 6, byggingarleyfi

      KB verk ehf. sækir 03.10.2022 um leyfi fyrir byggingu iðnaðarhúsnæðis á einni hæð skv. teikningum Sigríðar Ólafsdóttur dags. 19.09.2022.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 2210053 – Áshamar 12-26 MHL 01-02, framkvæmdarleyfi

      Kristinn Lárusson sækir 3.10.2022 um framkvæmdaleyfi vegna jarðvegsvinnu fyrir mhl 01 og mhl 02.

      Skipulagsfulltrúa er falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við skipulagslög.

    • 2210106 – Suðurhella 12-20, framkvæmdaleyfi

      Bjallaból ehf. sækir 5.10.2022 um framkvæmdaleyfi vegna jarðvegsvinnu.

      Skipulagsfulltrúa er falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við skipulagslög.

    D-hluti fyrirspurnir

    • 22091128 – Tjarnarbraut 13, fyrirspurn, breyting á útliti

      Snædís Karlsdóttir leggur 28.9.2022 inn fyrirspurn vegna þaksvala.

      Tekið er jákvætt í erindið sjá umsögn.

Ábendingagátt