Afgreiðslufundur skipulags- og byggingafulltrúa

12. október 2022 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 900

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir byggingafulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Eva Ósk Guðmundsdóttir aðstoðarmaður byggingafulltrúa
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingafulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2209377 – Hringhamar 39-41, byggingarleyfi, mhl. 03, bílgeymsla

      Guðmundur Gunnlaugsson fh. lóðarhafa sækir 8.9.2022 um byggingu bílgeymslu, matshluta 03, skv. teikningum dags. 12.7.2022.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2209375 – Hringhamar 39, MHL.02, byggingarleyfi

      Guðmundur Gunnlaugsson fh. lóðarhafa sækir 8.9.2022 um að byggja fjölbýlishús, matshluta 02, á 4 hæðum með 20 íbúðum skv. teikningum dags. 12.7.2022.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2209116 – Hringhamar 39, MHL. 01, byggingarleyfi

      Guðmundur Gunnlaugsson fh. lóðarhafa sækir 8.9.2022 um að byggja fjölbýlishús, matshluta 01, á 5 hæðum með 25 íbúðum skv. teikningum dags. 12.7.2022.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2209680 – Álfhella 5, breyting

      Reynir Kristjánsson fh. lóðarhafa sækir 16.9.2022 um breytingu á áður samþykktu erindi. Óskað er eftir hækkun á gólfkóta um 0,3m Gólfkóti var 32,20 verður 32,50. Nýjar teikningar bárust 7.10.22 með stimpli Heilbriðiseftirlits og brunahönnun.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

Ábendingagátt