Afgreiðslufundur skipulags- og byggingafulltrúa

19. október 2022 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 901

Mætt til fundar

 • Hildur Bjarnadóttir byggingafulltrúi
 • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
 • Eva Ósk Guðmundsdóttir aðstoðarmaður byggingafulltrúa
 • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
 • Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt

Ritari

 • Hildur Bjarnadóttir byggingafulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 2209281 – Hringhamar 31-33 MHL.01, byggingarleyfi

   Hallur Kristmundsson fh. lóðarhafa sækir um byggingu mhl.01 fimm hæða fjölbýishúss með 23 íbúðum auk kjallara.

   Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 2209460 – Hringhamar 31-33, MHL.02, bygginarleyfi

   Hallur Kristmundsson fh. lóðarhafa sækir um byggingu mhl. 02. fimm hæða fjölbýli með 23 íbúðum auk kjallara.

   Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 2209459 – Hringhamar 31-33, MHL.03-04 , bílastæðakjallari og djúpgámar

   Hallur Kristmundsson fh. lóðarhafa sækir um byggingu mhl. 03 og 04. bílastæðakjallara og djúpgáma.

   Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 2208512 – Áshamar 56, MHL.01, byggingarleyfi

   XP3 ehf. sækir 22.8.2022 um að byggja 54. íbúða fjölbýlishús mhl. 01 samkvæmt teikningum Guðna Pálssonar dags. 14.07.2022. Húsið tengist sama bílakjallara og hús nr. 54.
   Teikningar bárust 5.10.2022.

   Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 2207247 – Baughamar 21, byggingarleyfi

   ÞG verktakar ehf. sækja 12.7.2022 um byggingu þriggja fjölbýlishúsa með samtals 55 íbúðum auk bílakjallara.

   Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 2011057 – Grandatröð 10, viðbygging

   Grotti ehf. sækir þann 04.11.2020 um viðbyggingu samkvæmt teikningum Emils Þórs Guðmundssonar dags. 29.09.2020.

   Erindið er samþykkt er í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Vakin er athygli á að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Verktrygging er ekki skráð á verkið né ábyrgðaraðilar.

  • 2210319 – Móhella 1, mhl.01., 02., 03., og 04, milliloft

   Jón Magnús Halldórsson fh. lóðarhafa sækir 18.10.2022 um breytingu vegna geymslulofta í mhl.01 2 milliloft, mhl.02 4 milliloft mhl.03 4 milliloft mhl.04 6 milliloft.

   Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  B-hluti skipulagserindi

  • 2208498 – Háihvammur 8, breyting á deiliskipulagi

   Tillaga Hákons Inga Sveinbjörnssonar að breytingu á deiliskipulagi vegna stækkunar á bílskúr var grenndarkynnt með athugasemdafresti til 14.10.2022. Engar athugasemdir bárust.

   Erindið var grenndarkynnt og engar athugasemdir bárust, málinu verður lokið í samræmi við skipulagslög.

  D-hluti fyrirspurnir

  • 2210127 – Kaplahraun 8, útigeymsla

   Sævar Sigtryggsson fh. lóðarhafa sækir 6.10.2022 um byggingu útigeymslu.

   Tekið er neikvætt í erindið.

  • 2210276 – Hringbraut 64, fyrirspurn

   Þann 16.10.2022 leggur Tinna Magnúsdóttir inn fyrirspurn vegna klæðningar á húsið.

   Tekið er jákvætt í erindið, að uppfylltum skilyrðum.

  • 2210320 – Breiðvangur 9-11-13, fyrirspurn, bílastæði

   Bjarni Steinar Gunnarsson fh. lóðarhafa að Breiðvangi 9, 11 og 13 leggur 18.10.2022 inn fyrirspurn vegna fjölgunar bílastæða.

   Tekið er jákvætt í erindið sjá umsögn.

  E-hluti frestað

  • 2210173 – Háaberg 33, byggingarleyfi

   Gunnar Guðjónsson fh. lóðarhafa sækir 10.10.2022 um byggingu einbýlishúss á tveimur hæðum skv. teikningum Atla Jóhanns Guðbjörnssonar dags. 7.10.2022.

   Frestað gögn ófullnægjandi.

  F-hluti önnur mál

  • 2209429 – Jólaþorpið 2022

   Sótt er um stöðuleyfi fyrir söluvagna og sölubása vegna jólaþorps á Strandgötu. Jólaþorpið verður sett upp í lok nóvember og tekið niður eftir jól. Samhliða er óskað eftir að setja upp skautasvell “Hjartasvellið” á ráðhústorginu í tengslum við jólaþorpið á tímabilinu 10. nóvember – 30. desember 2022.

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir umbeðið stöðuleyfi vegna uppsetningu jólaþorpsins og heimilar einnig uppsetningu skautasvells á Ráðhústorgi. Bent er á að gera þarf ráð fyrir stæði fyrir fatlaða við bókasafn Hafnarfjarðar.

Ábendingagátt