Afgreiðslufundur skipulags- og byggingafulltrúa

26. október 2022 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 902

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir byggingafulltrúi
  • Berglind Guðmundsdóttir arkitekt
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingafulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2210324 – Búðahella 2, MHL.01, breyting, brunahönnun

      Jón Magnús Halldórsson fh. lóðarhafa leggur 18.10.2022 inn breytta aðaluppdrætti vegna breytinga á brunavarnarlýsingu.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2210437 – Selhella 1, breyting á norðurhluta hússins

      Bjarni Þór Ólafsson fh. lóðarhafa leggur 24.10.2022 inn breytingar á notkun tveggja rýma í norðurenda hússins og byggingu anddyris.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2208743 – Dofrahella 1, byggingarleyfi

      Almannakór ehf. sækir 30.8.2022 um leyfi til að reisa stálgrindarhús samkvæmt teikningum Smára Björnssonar dagsettar 3.4.2022.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2210172 – Hjallabraut 35-43, klæðning

      Reynir Kristjánsson fh. lóðarhafa sækir 7.10.2022 um leyfi til að klæða hluta austurhliðar, hluta vesturhliðar og hluta suðurhliðar hússins með 2 mm þykkri sléttri álklæðningu á undirkerfi úr áli. Veggjaklæðningin er loftræst.

      Erindið samþykkt i samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2204411 – Holtsgata 13, breytingar

      Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa Hafnarfjarðar þann 15.6 2022 var samþykkt að grenndarkynna erindi Kristins Ragnarssonar fh. lóðarhafa. Um er að ræða breytingu á byggingarreit vegna svala. Erindið var grenndarkynnt með athugasemdafresti til 14. ágúst 2022. Athugasemdir bárust. Samantekt athugasemda og svör skipulagsfulltrúa við þeim voru lögð fram á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 25.8.2022.
      Uppfærðar teikningar þar sem tekið hefur verið tillit til framkominna athugasemda bárust.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    D-hluti fyrirspurnir

    • 2210499 – Norðurhella 11, fyrirspurn

      Ásgeir Ásgeirsson fh. lóðarhafa leggur inn fyrirspurn um hækkun á kóta um 0,3 m.

      Tekið er jákvætt í fyrirspurnina.

    E-hluti frestað

    • 2210351 – Hádegisskarð 18, byggingarleyfi

      Jóhann Einar Jónsson fh. lóðarhafa sækir 19.10.2022 um byggingu tvíbýlishúss á einni hæð að hluta og á tveimur hæðum að hluta.

      Erindi frestað. Gögn ófullnægjandi.

    • 2210206 – Móbergsskarð 8, byggingarleyfi

      Jóhann Einar Jónsson fh. Skugga 3 ehf. sækir 11.10.2022 um byggingu staðsteypts fjórbýlishúss á tveimur hæðum skv. teikningum dags. 6.10.2022.

      Erindi frestað. Gögn ófullnægjandi.

    F-hluti önnur mál

    • 2210436 – Sólvangur, hænsnahald

      Sóltún öldrunarþjónsta sækir 24.10.2022 um leyfi til hænsnahalds við Sólvang.

      Leyfi er veitt til að halda 4 hænur til 5 ára í samræmi við samþykkt um hænsnahald í Hafnarfjarðarkaupstað.

Ábendingagátt