Afgreiðslufundur skipulags- og byggingafulltrúa

16. nóvember 2022 kl. 13:00

Fundarsalurinn Hamarinn, Norðurhellu 2 (1. hæð)

Fundur 904

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir byggingafulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingafulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2211014 – Koparhella 5, MHL.01, reyndarteikningar

      Kristinn Ragnarsson leggur 01.11.2022 inn reyndarteikningar.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 22111053 – Reykjavíkurvegur 54, reyndarteikning

      Festi ehf. leggur 14.11.2022 inn reyndarteikningar af Reykjavíkurvegi 54 skv. teikningum Helgu Guðrúnar Vilmundardóttur dags. 03.11.2022.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 22111105 – Háholt 14, svalalokun íbúð 203.

      Lárus Kristinn Ragnarsson f.h. eiganda sækir 14.11.2022 um að setja svalalokun á íbúð 0203.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 22111104 – Dalshraun 11, MHL.01, breytingar

      Lárus Kristinn Ragnarsson f.h. eiganda rýmis 0102 sækir um að fjarlægja glugga og setja hurð. Teikningar bárust á pappír 16.11.2022 um þegar gerða framkvæmd er að ræða.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Vakin er athygli á að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Verktrygging er ekki skráð á verkið né ábyrgðaraðilar.

    • 22111145 – Hjallabraut 49, MHL. 01.02.03, breyting

      Byggingarfélag Gylfa/Gunnars hf sækir um að færa áður samþykktar byggingar (Mhl: 01.02.03.) um 3 m með vísan til 43.gr. skipulaglaga og breytt deiliskipulag.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    D-hluti fyrirspurnir

    • 2211139 – Þúfubarð 9, fyrirspurn

      Þórey Svanfríður Þórisdóttir leggur 04.11.2022 inn fyrirspurn vegna færslu sorptunnuskýlis.

      Tekið er neikvætt í fyrirspurnina eins og hún liggur fyrir, sjá umsögn.

    • 2210454 – Stálhella 14, fyrirspurn

      Helgi Már Halldórsson leggur 25.10.2022 inn fyrirspurn vegna breytinga á skipulagi og fyrirkomulagi á lóð.

      Tekið er neikvætt í erindið. Samræmist ekki skilmálum.

    • 2211192 – Hlíðarbraut 1, fyrirspurn

      Nils Líndal Magnússon leggur 7.11.2022 inn fyrirspurn vegna bílastæðis á lóð.

      Tekið er jákvætt í að setja stæði inn á lóð, skoða þarf staðsetningu innan lóðar.

    E-hluti frestað

    • 2211322 – Öldugata 29, viðbygging

      Bygging & Viðhald ehf. fh. lóðarhafa sækja 8.11.2022 um viðbyggingu/ris og að klæða hús að utan með bárujárni skv. teikningum Ársæls Vignissonar dags. 1.11.2022.

      Erindinu frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2211323 – Kirkjuvegur 13, viðbygging

      Plúsarkitektar ehf. f.h. lóðarhafa sækja 8.11.2022 um viðbyggingu við Kirkjuveg 13 skv. teikningum dags. 8.11.2022.

      Erindinu er frestað deiliskipulagið hefur ekki öðlast gildi.

    • 22111050 – Dofrahella 3, breyting á U-gildum

      1540 ehf. sækja 11.11.2022 um að breyta U-gildum útveggja samkvæmt teikningum Eyjólfs Valgarðssonar dagsettar 25.10.2022.

      Erindi frestað. Vantar breytingartexta á teikningu, vantar varmatapstöflu á teikningu.

    F-hluti önnur mál

    • 22111144 – Hlíðarás 21, dagsektir óleyfisframkvæmdir

      Eiganda hafa verið send bréf dags. 12.05.2022 og 27.09.2022 vegna frárennslis á lóð sem ekki er tengt fráveitukerfi bæjarins. Eigandi hefur ekki brugðist við.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja dagsektir 20.000 kr. pr. dag á eiganda Hlíðarás 21, frá og með 5. desember 2022 skv. heimild 56.gr. laga um mannvirki nr. 160/2010.

Ábendingagátt