Afgreiðslufundur skipulags- og byggingafulltrúa

23. nóvember 2022 kl. 13:00

Fundarsalurinn Hamarinn, Norðurhellu 2 (1. hæð)

Fundur 905

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir byggingafulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Eva Ósk Guðmundsdóttir aðstoðarmaður byggingafulltrúa
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingafulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2210558 – Ásvellir 1, byggingarleyfi knatthús Hauka

      Helgi Már Halldórsson fh. lóðarhafa leggur 30.10.2022 inn teikningar dags. 26.10.2022 vegna byggingar knatthúss á Ásvöllum.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2210173 – Háaberg 33, byggingarleyfi

      Gunnar Guðjónsson fh. lóðarhafa sækir 10.10.2022 um byggingu einbýlishúss á tveimur hæðum skv. teikningum Atla Jóhanns Guðbjörnssonar dags. 7.10.2022.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2211191 – Einhella 1, MHL. 01, breyting

      Jón Magnús Halldórsson f.h. lóðarhafa sækir 7.11.2022 um breytingar á áður samþykktu erindi. Breyting á svölum og flóttastigi skv. teikningum dags. 18.05.2022.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2208199 – Háihvammur 8, byggingarleyfi

      Hákon Ingi Sveinbjörnsson fh. lóðarhafa sækir 9.8.2022 um stækkun á bílskúr til suðurs og stækkun á húsi til vesturs.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2210206 – Móbergsskarð 8, byggingarleyfi

      Jóhann Einar Jónsson fh. Skugga 3 ehf. sækir 11.10.2022 um byggingu staðsteypts fjórbýlishúss á tveimur hæðum skv. teikningum dags. 6.10.2022.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2207008 – Arnarhraun 48, tilkynningarskyld framkvæmd

      Harpa Rut Hallgrímsdóttir tilkynnir 1.7.2022 um breytingu á glugga, dýpka glugga og setja hurð í staðinn, svalaopnun sem snýr út í garð. Samþykki meðeigenda liggur fyrir. Teikningar bárust 16.11.2022. Teikningar bárust 21.11.2022.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 22111149 – Hringhamar 21, MHL.03 og 05, byggingarleyfi

      Kristinn Ragnarsson f.h lóðarhafa leggur 17.11.2022 inn umsókn
      vegna áfanga 3 sem tengist húsi nr. 25, mhl. 03 og djúpgáma mhl. 05.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2210567 – Hringhamar 21, Mhl. 01, 02 og 04, breyting

      Kristinn Karlsson fh. lóðarhafa leggur 30.10.2022 inn breytingu vegna áfanga 2 tengist bílageymslu/Mhl.04 við hús nr.23/mhl.02. Leiðréttingar á skráningartöflum mhl. 01 og 02 vegna breytinga á lóðarstærð. Leiðréttingar á rýmisnúmerum í kjallara mhl.02. Teikningar bárust 2.11.2022.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 22111069 – Reykjavíkurvegur 39a, breyting

      Ívar Árnason og Brynhildur Pálmarsdóttir leggja 14.11.2022 inn breytingar á áður samþykktum teikningum dags. 07.11.2022 teiknað af Pálmari Kristmundssyni.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010 með vísan til 3. mgr. 43 gr. skipulagslaga.

    • 2211324 – Glimmerskarð 2-6, byggingarleyfi

      Kristinn Ragnarsson f.h. lóðarhafa sækir 8.11.2022 um leyfi til að reisa 3 raðhús á tveim hæðum skv. teikningum dags. 8.11.2022.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 22111163 – Móbergsskarð 8, framkvæmdarleyfi

      Þórhallur Viðarsson f.h. lóðarhafa óskar eftir skilyrtu byggingarleyfi vegna jarðvinnu.

      Tekið er neikvætt í útgáfu framkvæmdaleyfis. Byggingaráform hafa verið samþykkt.

    • 22111253 – Áshamar 50, framkvæmdaleyfi

      Þarfaþing hf. sækja um framkvæmdarleyfi á Áshamri 50.

      Skipulagsfulltrúa er falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við skipulagslög.

    • 2207275 – Selhella 10, framkvæmdarleyfi

      Úlfar Haraldsson f.h. lóðarhafa sækir 15.07.2022 um framkvæmdarleyfi.

      Frestað þar til gögn berast.

    • 2211109 – Straumhella 6, breyting á deiliskipulagi

      Kristinn Ragnarsson fh. lóðarhafa sækir 3.11.2022 um breytingu á deiliskipulagi. Tillagan gerir ráð fyrir fjölgun innkeyrslna á lóð.

      Erindinu vísað til umsagnar framkvæmda- og rekstrardeildar.

    • 2208462 – Hringhella 4, breyting á deiliskipulagi

      Hringhella 4 ehf. leggur 22.08.2022 inn tillögu um breytingu á deiliskipulagi. Tillagan gerir ráð fyrir stækkun á byggingarreit og að ákvæði um bundna byggingarlínu verði fellt niður. Hámarkshæð er aukin í 9.50m. úr 8.50. Erindið var grenndarkynnt 17.10-7.11.2022. Engar athugasemdir bárust.

      Erindinu verður lokið í samræmi við skipulagslög.

    D-hluti fyrirspurnir

    • 2211192 – Hlíðarbraut 1, fyrirspurn

      Tekin fyrir að nýju fyrirspurn Nils Líndal Magnússonar vegna bílastæðis innan lóðar. Búið er að vera í sambandi við lóðarhafa og þau sem sinna umferðaröryggismálum.

      Tekið er jákvætt í erindið.

    E-hluti frestað

    • 22111119 – Drangsskarð 15, breyting

      Kristinn Ragnarsson sækir 11.11.2022 um breytingar. Á norðausturgafli fjölbýlishúss eru gerðar eftirfarandi breytingar: bætt anddyri og aðgengi frá bílastæðum, gluggar teknir, land er fyllt að gafli og að auki er komið fyrir stoðvegg og sorp fært. Í eignarhlutum 0202 og 0204 eru innveggjum að hluta breytt úr steyptum veggjum í létta veggi. Staðsetning þakniðurfalla.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    F-hluti önnur mál

    • 22111153 – Tjarnarvellir, Reykjavíkurvegur, stöðuleyfi

      Björgunarsveit Hafnarfjarðar sækir 17.11.2022 um tímabundið stöðuleyfi fyrir gáma vegna flugeldasölu að Tjarnarvöllum og Reykjavíkurvegi 48 frá 01.12.2022 – 07.01.2023. Auk þess er sótt um leyfi fyrir uppsetningu auglýsingaskilta vegna flugelda- og jólatrjáasölu tímabilið 02.12.2022 – 08.1.2023.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa veitir stöðuleyfi vegna flugeldasölu að uppfylltum skilyrðum vopnalaga nr 16/1998 og gildandi reglugerðar um skotelda. Einnig er Björgunarsveitinni heimiluð uppsetning skilta samkvæmt uppdráttum

Ábendingagátt