Afgreiðslufundur skipulags- og byggingafulltrúa

30. nóvember 2022 kl. 13:00

Fundarsalurinn Hamarinn, Norðurhellu 2 (1. hæð)

Fundur 906

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir byggingafulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Eva Ósk Guðmundsdóttir aðstoðarmaður byggingafulltrúa
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingafulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2210351 – Hádegisskarð 18, byggingarleyfi

      Jóhann Einar Jónsson f.h. lóðarhafa sækir 19.10.2022 um byggingu tvíbýlishúss á einni hæð að hluta og á tveimur hæðum að hluta.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 22111119 – Drangsskarð 15, breyting

      Kristinn Ragnarsson f.h. lóðarhafa sækir 11.11.2022 um breytingar á húsinu við Drangsskarð 15.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2210223 – Apalskarð 6, byggingarleyfi

      Orri Árnason f.h. lóðarhafa sækir 12.10.2022 um leyfi til að byggja 10 íbúða fjölbýlishús samkvæmt teikningum dags. 11.10.2022.

      Erindið samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Athygli hönnuðar var vakin á ófullnægjandi fyrirkomulagi bílastæðis í bílakjallara.

    • 2210225 – Apalskarð 8, byggingarleyfi

      Orri Árnason f.h. lóðarhafa sækir 12.10.2022 um leyfi til að byggja 22 íbúða fjölbýlishús samkvæmt teikningum dags. 11.10.2022.

      Erindið samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Athygli hönnuðar var vakin á ófullnægjandi fyrirkomulagi bílastæðis í bílakjallara.

    • 2208313 – Hringhamar 17 og 19, MHL. 06 og 07, byggingarleyfi

      Plúsarkitektar ehf. f.h. lóðarhafa sækir 15.8.2022 um byggingarleyfi fyrir steinsteyptu 39 íbúða fjölbýlishúsi mhl. 06 og djúpgámum á lóð mhl. 07.
      Teikningar bárust 17.08.22.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2210069 – Borgahella 27, byggingarleyfi

      Jón Magnús Halldórsson f.h. lóðarhafa sækir 4.10.2022 um byggingu lager og skrifstofuhúsnæðis á tveimur hæðum skv. teikningum dags. 3.10.2022.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    D-hluti fyrirspurnir

    • 22111132 – Herjólfsgata 18, fyrirspurn

      Þórarinn Þórarinsson leggur 14.11.2022 inn fyrirspurn þess efnis að brjóta niður klöpp annarsvegar til hliðar og aftan við húsið (inn á lóð) og hins vegar, í framhaldi, að byggja bílskúr aftan við hús líkt og er að Herjólfsgötu 16 (húsnúmerin eru í sama húsi). Ath. að ef klöppin fær að fara þá þarf að taka tröppur upp á aðra hæð líka og endurbyggja í sama eða svipuðum stíl og á númer 16.

      Tekið er neikvætt í erindið eins og það liggur fyrir.

    • 22111247 – Steinholt 1, fyrirspurn

      Tryggvi Jónsson f.h. lóðarhafa leggur 22.11.2022 fyrirspurn um stækkun á bílastæði við golfklúbbinn Keili.

      Erindi frestað.

    • 22111314 – Völuskarð 19, fyrirspurn

      Þórey Edda Elísdóttir og Guðmundur Hólmar Jónsson leggja 28.11.2022 inn fyrirspurn um undanþágu frá grein 4.9 í skipulagslýsingu Skarðshlíðar. Óskað er eftir því að fá að koma fyrir hjólaskýli vegna Svansvottunar og áhuga eigenda á umhverfisvænum ferðamáta.

      Tekið er neikvætt í erindið.

    E-hluti frestað

    • 22111278 – Drangahraun 3, mhl.02, breyting

      Sveinbjörn Jónsson f.h. lóðarhafa sækir 23.11.2022 um leyfi fyrir staðsteypt iðnaðar og geymsluhúsnæði.

      Erindi frestað, verið er að endurskoða deiliskipulagið.

Ábendingagátt