Afgreiðslufundur skipulags- og byggingafulltrúa

7. desember 2022 kl. 13:00

Fundarsalurinn Ásfjall, Norðurhellu 2

Fundur 907

Mætt til fundar

 • Hildur Bjarnadóttir byggingafulltrúi
 • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
 • Eva Ósk Guðmundsdóttir aðstoðarmaður byggingafulltrúa
 • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
 • Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt

Ritari

 • Hildur Bjarnadóttir byggingafulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 2211390 – Ásvellir 2, reyndarteikningar, sundlaug

   Sigurður Einarsson f.h. Hafnarfjarðarbæjar leggur 9.11.2022 inn reyndarteikningar vegna uppfærslu á brunahönnun dags. 11.01.2019.

   Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 2212033 – Skipalón 27, svalalokun, íbúð 102

   Helgi Rúnar Gunnarsson sækir 1.12.2022 um leyfi fyrir svalalokun á Skipalóni 27, íbúð 102.

   Erindið er samþykkt í samræmi við samþykkt þann 26.09.2012 þar sem sótt var um svalarlokun á öllu húsinu.

  • 2211323 – Kirkjuvegur 13, viðbygging

   Plúsarkitektar ehf. f.h. lóðarhafa sækja 8.11.2022 um viðbyggingu við Kirkjuveg 13 skv. teikningum dags. 8.11.2022.

   Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  B-hluti skipulagserindi

  • 2212008 – Gullhella 1, breyting á deiliskipulagi

   Andri Martin Sigurðsson f.h. lóðarhafa sækir 29.11.2022 um breytingu á deiliskipulagi. Tillagan gerir ráð fyrir stækkun á byggingarreit.

   Erindið verður grenndarkynnt þegar uppfærð gögn berast.

  C-hluti tilkynningarskyldar framkvæmdir

  • 2212068 – Baughamar 17h, tilkynningarskyld framkvæmd

   Kristján Örn Kristjánsson f.h. lóðarhafa leggur 5.12.2022 inn tilkynningarskylda framkvæmd vegna dreifistöðvar fyrir Hamraneshverfi. Stöðin kemur tilbúin á staðinn og hífð niður á púða.

   Erindið er samþykkit í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  D-hluti fyrirspurnir

  • 2212032 – Gjáhella 4, MHL.02, fyrirspurn

   Helgi Már Halldórsson f.h. lóðarhafa leggur 1.12.2022 inn fyrirspurn um að nýr byggingarreitur nr. 5 er gerður.

   Tekið er jákvætt í erindið að teknu tilliti umsagnar skipulagsfulltrúa.

  • 2212065 – Stálhella 14, fyrirspurn

   Helgi Már Halldórsson leggur 2.12.2022 fram fyrirspurn þess efnis að breyta á stærð og lögum byggingareits. Innkeyrsla á lóð færð, hámarksvegghæð aukin og nýtingarhlufall lóðar aukið.

   Erindinu vísað í skipulags- og byggingarráð.

  E-hluti frestað

  • 22111355 – Sléttuhlíð 7B, byggingarleyfi

   Páll Poulsen f.h. lóðarhafa sækir 28.11.2022 um leyfi til að reisa frístundarhús. Húsið er einn matshluti og er reist á staðsteyptum sökklum og plötu með veggjum og þaki úr timbri.

   Erindið samræmist ekki deiliskipulagi, frestað.

  • 22111313 – Borgahella 33, byggingarleyfi

   Jón Magnús Halldórsson f.h. lóðarhafa sækir 25.11.2022 um leyfi til að byggja stálgrindarhús á steyptum sökkli og plötu.

   Frestað gögn ófullnægjandi.

  F-hluti önnur mál

  • 2212122 – Ásvellir 1, aðkoma að vinnusvæði knatthúss Hauka

   Lögð fram tillaga að aðkomu að vinnusvæði knatthúss Hauka.

   Erindið er samþykkt.

  • 2212115 – Rauðamelsnáma, grjótnám, framkvæmdaleyfi

   Hafnarfjarðarhöfn óskar 6.12.2022 eftir framkvæmdaleyfi vegna rannsókna og borana við Rauðamelsnámu vegna fyrirhugaðra framkvæmda við hafnargerð í Straumsvík.

   Skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við skipulagslög.

Ábendingagátt